Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 36
[ ]Hárskraut getur verið skemmtilegt að nota við sérstök tæki-færi eins og þegar farið er í brúðkaup eða á árshátíðir. Oft getur lítið blóm í hárið fullkomnað útlitið.
Á tískuvikunni í New York sem
lauk í gær rak hver uppá kom-
an aðra og sumar voru meira
krassandi en aðrar.
Sirkus, trúðar og dramatík hefðu
getað verið yfirskriftin á sýningu
Thom Browne í New York nú á
dögunum en hrollur hríslaðist
eftir baki sýningargesta þegar
módelin gengu fram. Svartmáluð í
kringum augun með manndráps-
svip gengu þau eftir sýningarpall-
inum sem minnti á sirkusgryfju.
Svartur, hvítur og grár voru ein-
kennislitir línunnar sem saman-
stóð af strákslegum stutt-
buxum, pilsum og
herðaslám. En Brow-
ne var ekki einn um
þessa strákslegu
stemningu á tískuvik-
unni þetta árið. Trúðs-
lega köflóttir jakkar
og buxur voru
áberandi, eins
kúluhattar og
skotthúfur
sem hefðu
getað sprott-
ið úr ein-
hverju
Grimms-
ævintýr-
anna.
Thom
Browne
lærði við-
skipta-
fræði áður
en hann
sneri sér
að fata-
hönnun.
Stíll hans í
hönnun þykir
alvarlegur og seg-
ist hann sjálfur
vilja reyna að létta
á alvarleika fatanna
með því að setja upp
sýningar sem þessar.
Ekki voru allir sam-
mála um að honum
hefði tekist að slá á
létta srengi með sýn-
ingunni en hún hlaut
þó verðskuldaða
athygli fyrir vikið. - rt
Tískutrúðar Thoms
Gráir og svartir tónar
voru áberandi.
Skotthúfur
og herðaslár
einkenndu
sýningu Thom
Browne fyrir
haust 2008.
Fullkominn kroppur
CHANEL PRÉSICION BÝÐUR TÍMA-
MÓTAMEÐFERÐ Í HÚÐUMHIRÐU
LÍKAMANS.
Gabrielle Chanel varð fræg fyrir að
losa dömur við magabeltin á fyrri
hluta síðustu aldar, en einnig fyrst
til að hanna hátískufatnað sem
tók mið af útlínum kvenlíkamans.
Það þykir því viðeigandi að Chan-
el Présicion ríði á vaðið með virk-
ari hátækni líkamssnyrtivöru en al-
mennt þekkist.
Efnið sem virknin byggir á er „pur-
ple bengle pfa“ sem örvar fram-
leiðslu kollagens, elastíns og glýk-
ans. Efnið verndar húðþekjuna
með því að fjarlægja eitur og sind-
urefni, en í kjölfarið þéttist húðin
og stinnist þar sem hún er slök.
Yfirborð húðarinnar verður fín-
legra, mýkra og þéttara, en það er
Chanel sem hefur
einkaleyfi á þess-
ari áhrifaríku efna-
samsetningu. - þlg
Stuttbuxur og
háir sokkar
báru vott um
drengjalega
stemningu í
herralínunum
þetta árið.
Laugavegi 51 • s: 552 2201
Síðumúla 3 • Reykjavík • s. 553 7355
Hæðasmára 4 • Kópavogi • s. 555 7355
síðustu dagar
útsölu
enn meiri
verðlækkun
60%
afsláttur
af öllum vörum
Laugavegi, s. 561-1680