Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 31 legan neista og eitthvað að segja og getur um leið skilað frá sér snyrtilegu handriti.“ Og meðan við erum enn í leikhúsinu skal vinda sér að áhorfendum sjálfum og gagnrýninni. Jón Viðar talaði í einum dómi sínum um „snobblið sem mætir til að klappa“. Er þetta raunveruleikinn? „Ég held að sagan um Nýju fötin keisarans eigi við á öllum tímum í ein- hverri mynd. Og já, já. Íslenskir áhorfendur eru margir hverjir ekkert lausari við snobb en gengur og gerist. Ég leyfi mér að hafa skoðun á öllu sem viðkemur leikhúsinu og ég viðurkenni alveg að ég get verið svolítið stríðinn. Stríðnispúkar þurfa, líkt og spaug- arar, að vera dálítið á mörkunum og svo verð- ur bara alltaf að vera smekksatriði hvort farið sé yfir þau mörk.“ Aðgerð Guðjóns ofbeldisfull Við erum komin í umræðuna um gagnrýni og best að vinda sér í mál málanna. Hvað finnst Jóni Viðari um viðbrögð leikhússtjóra Borg- arleikhússins um að taka hann út af gestalista frumsýninga í leikhúsinu? „Á þessu máli eru tvær hliðar. Önnur snýr að mér persónulega og ég get verið fljótur að afgreiða hana. Ég er eldri en tvævetur í þessu starfi og kippi mér því afskaplega lítið upp við svona uppák- omur. Viðbrögð hans hafa engin áhrif á mig eða mína afstöðu til starfsins, ég vinn það með nákvæmlega sama hætti og áður. Hins vegar er almenn hlið á þessu máli sem er full ástæða til að ræða. Það snertir málfrelsið en þessi viðbrögð leikhússtjóra eru gróf árás á það. Hann reyndi að skapa ótta og hræða fjöl- miðilinn og þannig er þetta mjög ofbeldisfull aðgerð. Það er heppni að gagnrýnandinn sem fyrir þessu verður er gamalreyndur en segjum svo að ef hann hefði verið ungur og óharðnaður, þá hefði þetta getað haft þær afleiðingar að þagga niður í honum. Það eina sem Guðjón hafði upp úr þessu var að hann gerði sig að almennu athlægi enda sáu allir að hann var bara að hefna sín. Hann lét sem það væri einhver synd að tala um áhorfend- ur, eins og þeir væru hreinlega ekki partur af leikhúsinu. Svo er annað mál, og mjög dapurlegt, að þessi viðbrögð gefa almennt mjög neikvæða mynd af íslensku leikhús- fólki. Almennt hefur það nefnilega þroska til að taka gagnrýni og Guðjón, sem bjóst sjálf- sagt við miklum og áköfum stuðnings- yfirlýsingum, fær bara þögn frá leikhús- heiminum.“ Að rífa niður og byggja upp Jón Viðar segist ekki myndu nenna að starfa við leikhúsgagnrýni ef hann sæi ekki að það skilaði árangri. „Yngri leikarar geta kannski verið viðkvæmir þar sem þeir eru ekki komn- ir með sterka sjálfsmynd og eru að byggja upp feril en alla jafna sé ég hverjir það eru sem kunna að vinna úr gagnrýni og reyna að gera betur í framhaldinu. Það er mjög ánægjulegt. Flestir skilja að maður er ekki að dæma persónu fólks heldur verk þess. Jú, jú, vissulega hefur það gerst að kunningjar mínir, sem eru auðvitað fjölmargir úr leik- húsinu, hafa styggst við. En það er þá rokið úr þeim næst, ekki síst ef ég hef skrifað vel um þá í millitíðinni,“ segir Jón og bætir við að gagnrýni sé fyrst og fremst til að hjálpa. „Hitt er svo annað, að stundum þarftu að rífa niður til að byggja upp. Við vitum það. Niður- rif og uppbygging helst í hendur.“ Húmorinn birtist oft í skrifum Jóns Viðars en nýtist húmorinn honum að öðru leyti í starfi? „Maður reynir auðvitað að vinna úr erfiðum hlutum með hjálp húmorsins. Þannig hefur mannskepnan alltaf haft það. Já, já, ég get að sjálfsögðu séð broslegu hliðarnar á uppák- omum eins og þeim um daginn þegar Guðjón Pedersen reyndi að klekkja á mér. Ég á mjög auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á hlut- unum.“ Og aldrei séð eftir leikdómi – fundist þú fullharður? „Viðhorf manns getur breyst þegar maður skoðar hlutina úr meiri fjar- lægð og það getur vel verið að það hafi komið fyrir. Ég hef líka skilað af mér dómi og fund- ist ég full linur eftir á. Allt er þetta háð mati og smekk manns og rétt eins og leikararnir reynir maður að gera sitt besta hverju sinni.“ Trúin hjálpar Jón Viðar á önnur áhugamál en leikhúsfræð- in. Fyrir tveimur árum hóf hann söngnám og er á fullu í því við Söngskóla Reykjavíkur, hann syngur í kór Neskirkju og fyrir tíu árum snerist hann til kaþólskrar trúar. „Ég gerði þetta upp við mig á sínum tíma. Ég er kristinn maður og trúi því að kristin lífsgildi séu þau sem við þurfum á að halda, sem ein- staklingar og samfélag. Trúin hefur alltaf skipt mig miklu máli og það má sjálfsagt segja að ég sé svona alinn upp í anda íslenskr- ar alþýðukristni. Þegar maður kemst svo á miðjan aldur og hefur eins og aðrir reynt ýmislegt fær maður að reyna á eigin skinni hve trúin getur reynst manni vel. Að geta í áföllum lífsins fundið og trúað að manni sé hjálpað af æðri mætti er mjög mikilvægt. Alveg eins og að hafa húmor fyrir hlutunum.“ Þegar hann kom inn í íslenskt leikhúslíf var hann með alvöru menntun sem leiklistarmaður og hann og Þorvarður Helgason voru þeir tveir sem gátu skrifað um leikhúsið af viti. Blöðin hafa boðið leikhúsinu upp á gagnrýni blaðamanna sem hafa ekki þekkingu eða menntun, með þó örfáum undan- tekningum og Jón Viðar er ein af þeim. Hann er ekki endilega þægilegur alltaf, en alvöru gagnrýnandi. Hann hefur starfað sem leikstjóri og var leik- hússtjóri í stærsta leikhúsi Íslendinga sem er útvarpsleikhúsið og var mikils metið og líka í hans tíð. Hann hefur staðið sig prýðilega á öllum þessum vígstöðvum og best hefur hann staðið sig sem vísindamaður og leiklistar- fræðimaður og hvernig hann hefur leitað eftir heimildum er einstakt og skemmtilegt. Hann er pínulítið hornóttur, eins og ég, og ekki endilega síbrosandi alltaf en það hefur ekkert háð okkur í samstarfi. Við þurfum hvorugur að vera síbrosandi framan í fólk þótt við vinnum með því. ➜ SAMSTARFSMAÐURINN, ERLINGUR GÍSLASON DÝRMÆTAR SEKÚNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.