Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 40
● hús&heimili HEIMILISHALD MIKAEL MARINÓ RIVERA S njór og slabb eru orðin hluti af heimilislífinu um þessar mund- ir. Enginn er maður með mönnum nema vera með rennandi blauta forstofu og snjóslabb hér og þar. Það er vitað að snjór- inn og bleytan sem berst inn á heimili landsmanna er að gera marga hverja gráhærða. Það virðist vera alveg sama hverju fólk tekur upp á til losna við þennan óboðna gest úr híbýlum sínum, alltaf endar allt rennandi blautt. Gólfmottur og skúringagræjur seljast örugglega í bílförmum þessa dagana og munu gera það áfram enda ekkert nema snjór í kortunum. Það voru trúlega margir sem þurftu að þerra tárin þegar Siggi stormur tjáði landanum í beinni útsendingu að snjórinn myndi ekki fara á næstunni. Það er næsta víst að nú verða margir að standa snjó- og slabbvaktina með skófluna að vopni. Nú er ég ekki nógu vel lesinn í lögfræði og veit ekki hvort fólk gæti sótt mig til saka hrasi það í slabbi og snjó á minni lóð. Því er betra að vera með allt hreinsað og fínt. Ekki má gleyma bless- uðum sorphirðumönnunum sem hafa margsinnis beðið okkur að moka frá ruslatunn- unum svo þeir geti losað sorp- ið okkar fyrir vor. Sjálfur hef ég reynt allt til þess að snjórinn berist ekki inn á gólf. Það liggur við að ég klæði mig úr skónum fyrir utan íbúðina og segi gestum mínum að gera hið sama, allt til þess að losna við þennan óboðna gest. Fólk verður þó að halda ró sinni, brosa og vera glatt. Bannað er að láta þetta ástand brjóta niður gleðina á heimilinu. Gott fólk, það verður bara að líta á þetta sem tíma- bundin leiðindi sem líða hjá. Bráðum kemur sumar- dagurinn fyrsti og þótt það snjói oft þá má maður ekki gefast upp. Ég veit að allir leggja mikla vinnu í þetta; út að moka, sópa og hella heitu vatni á stétt- ina úti. Fögnum hækkandi sól og áður en við vitum af þá verður lóan komin á tún og snjórinn að- eins fjarlægur gestur sem mun taka sér ból- festu í fjöllum á hálendinu en ekki inni á heimilum okkar og þá fyrst fögnum við snjó- léttum forstofum. Allt á floti Sjálfur hef ég reynt allt til þess að snjórinn berist ekki inn á gólf. Það liggur við að ég klæði mig úr skónum fyrir utan íbúðina og segi gestum mínum að gera hið sama, allt til þess að losna við þennan óboðna gest. Fólk verður þó að halda ró sinni, brosa og vera glatt. Bannað er að láta þetta ástand brjóta niður gleðina á heimilinu. ● Forsíðumynd: Anton Brink tók þessa mynd á heimili Guðbjargar Vilhjálmsdóttur. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@ frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. „Við hjónin erum mikið áhugafólk um list og eigum meðal annars stór- kostlega mynd eftir Tolla, en hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ segir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, stílisti og innanhússráðgjafi. Mynd- in var til sölu á sýningu sem Tolli hélt í Álafosskvos fyrir allmörgum árum. „Fyrir sýninguna var maðurinn minn að aðstoða Tolla með veiting- ar og kom hann heim með sýning- arskrána. Í henni sá ég myndina og lýsti því strax yfir að hana langaði mig í. Ég hafði aldrei séð flottari mynd,“ rifjar Guðbjörg upp. Maður- inn hennar tjáði henni hins vegar að það væri þegar búið að kaupa nokkr- ar myndir og að hann héldi að þessi væri seld. Þegar þau hjónin komu á sýninguna komst Guðbjörg að raun um að maðurinn hennar hafði rétt fyrir sér. „Ég reyndi mikið að fá það upp úr Tolla hver hefði keypt hana en hann var dularfullur á svip og fór undan í flæmingi. Þegar heim var komið fór ég að tala um það við manninn minn hvað ég væri svekkt yfir því að hafa misst af myndinni en þá kom í ljós að hann hafði fallið fyrir henni við fyrstu sýn, ætlað að koma mér á óvart og keypt hana,“ segir Guðbjörg. Myndin heitir Undir jökulhimni og segir Guðbjörg hana mjög dæmi- gerða fyrir verk Tolla. „Hún sýnir öll þessi sterku íslensku öfl. Haf- gúan heldur á fiski og skjáturnar hírast upp við ekta íslenskan sveita- bæ. Það er svo gaman að segja frá því að myndin var á forsíðu síð- asta tölublaðs Þjóðviljans en í því var umfjöllun um Tolla,“ segir Guð- björg. Hún er annar eigandi Fagur- kera.is en þar er boðið upp á innan- húss ráðgjöf af ýmsu tagi. „Við að- stoðum fólk við að breyta til, velja inn húsgögn, raða upp myndum og búa til heildarsvip á heimilið,“ segir Guðbjörg. Hún segir starf- ið sérstaklega skemmtilegt og að mikil eftirspurn sé eftir þjónust- unni. Guðbjörg starfar einnig við fasteignasölu hjá Remax í Mjódd og segir hún störfin fara mjög vel saman. - ve Hin íslensku öfl ● Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, stílisti og innanhússráðgjafi, er mikill listunnandi. Guðbjörg með myndina Undir jökulhimni eftir Tolla í baksýn. Sú mynd hefur veitt henni ómælda gleði í gegnum árin. Við hlið hennar er skúlptúrverk eftir Kristjönu Samper. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● ÁSTIN MÆLD Valentínusardagur er á fimmtudaginn og þótt róm- antísk arfleifð hans sé ekki rótgróin íslensku þjóðlífi er hann engu síður ágætis tilefni til ástarglaðnings. Fyrir þá spörfugla ástarinnar sem unn- ast í eldhúsinu eru þessar hjartalaga mæliskeiðar eins og skapaðar í heita pakka hins ástsjúka Valentínusar. Skeiðarnar mæla heilan bolla, hálfan bolla, 1/3 og 1/4 úr bolla, í fjórum bleikum litbrigðum. Fæst meðal annars á www.fredflare.com. Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 9. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.