Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 32
32 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR
nafnvirði, Ásgeir Baldurs fyrir rúm-
lega 270 þúsund og Gunnar Þór og
fyrirtækið Sundagarðar seldu fyrir
rúmlega 188 milljónir.
Gunnar Þór sagðist hafa ákveðið að
selja til þess að minnka við sig og
endurskipuleggja eignasafn sitt. Í
yfirlýsingu stjórnar SPRON frá því á
fimmtudag kemur fram að persónu-
legar ástæður hafi legið að baki sölu
stjórnarmannanna.
Þessi viðskipti stjórnarmanna
voru ekki opinber og komu ekki upp
á yfirborðið fyrr en upplýst var um
sölu Gunnars Þórs í ágreiningsmáli
Saga Capital og Insolidum en það
snérist um lán sem Insolidum hafði
fengið fyrir kaupum á stofnfjárbréf-
um af fjárfestingarbankanum. Saga
Capital vildi fá full yfirráð yfir Ins-
olidum en félagið keypti 0,5 prósent í
SPRON á rúmlega 580 milljónir.
Skuld Insolidum nam um 320 millj-
ónum þegar málflutningur í málinu
fór fram 9. janúar síðastliðinn. Það
er nú inni á borði Hæstaréttar en
héraðsdómur féllst ekki á kröfu Saga
Capital.
H
inn 17. júlí í fyrra hélt
stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrenn-
is (SPRON) fund þar
sem verðmat Capacent á
félaginu var lagt fram. Fundinn sátu
allir stjórnarmennirnir, Hildur Peter-
sen stjórnarformaður, Ari Bergmann
Einarsson, Ásgeir Baldurs, Gunnar
Þór Gíslason og Erlendur Hjaltason.
Verðmat sagði SPRON um 60 millj-
arða virði samkvæmt stöðu félagsins
31. mars.
Á fundinum var tekin ákvörðun um
að hefja undirbúning að skráningu
félagsins á markað á haustmánuðum.
Í fyrstu var stefnt á september en að
lokum varð niðurstaðan sú að skrá
félagið í Kauphöllina 23. október, að
loknu lögformlegu ferli og samþykki
hluthafa. Markaði með óskráð stofn-
fjárbréf var lokað tveimur mánuðum
áður en félagið var skráð á markað.
Eftir stjórnarfundinn 17. júlí var
ítarlega fjallað um verðmatið í fjöl-
miðlum, meðal annars í Markaðnum
18. júlí þar sem Guðmundur Hauks-
son, forstjóri SPRON, gerði grein
fyrir áætlunum félagsins og framtíð-
arsýn stjórnenda. „Ég hygg að hags-
munir SPRON og stofnfjáreigenda
fari mjög vel saman og er þess vegna
mjög bjartsýnn á að þetta geti gengið
vel eftir,“ sagði Guðmundur í samtali
við Markaðinn um fyrirhugaða skrán-
ingu.
Stjórnarmenn selja
Þremur dögum eftir stjórnarfundinn
seldi Gunnar Þór Gíslason, og fyrir-
tæki hans, Sundagarðar hf., tveggja
prósenta hlut sinn í SPRON til Saga
Capital fjárfestingarbanka sem síðan
seldi þau áfram til viðskiptavina,
meðal annars Insolidum ehf. sem er í
eigu Daggar Pálsdóttur, varaþing-
manns Sjálfstæðisflokksins og fyrr-
verandi varamanns í stjórn SPRON,
og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar
hennar. Eftir söluna átti Gunnar Þór,
og fyrirtæki tengd honum, þrjú pró-
sent í sjóðnum. Gunnar Þór seldi
bréfin eftir að hafa fengið til þess
heimild frá regluverði SPRON.
Hildur Petersen, stjórnarformaður
Stjórnarmenn seldu í kyrrþey
Þrír stjórnarmenn í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Hildur Petersen, Gunnar Þór Gíslason og Ásgeir Baldurs, seldu stofn-
fjárbréf í SPRON skömmu eftir að verðmat á félaginu var kynnt á stjórnarfundi 17. júlí. Félagið ákvað í kjölfar fundarins að hefja
undirbúning að skráningu í OMX-kauphöllina sem varð að veruleika 23. október. Gengi bréfa í SPRON hefur lækkað gríðarlega, er
nú um þrjátíu prósent af því sem það var í upphafi skráningar í kauphöllina. Magnús Halldórsson skoðaði málefni SPRON.
GRÍÐARLEG LÆKKUN Eins og sést á þessu grafi hefur gengi bréfa í SPRON lækkað gríðarlega frá því félagið var skráð í Kauphöllina 23. október. Stjórn SPRON upplýsti ekki um sölu stjórnarmanna á stofnfjárbréfum
skömmu áður en félagið var skráð á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER JANÚAR
16,80
14,54
12,28
10,02
7,76
5,50
Það er [...]
þó ekk-
ert því til
fyrirstöðu
að aðilar
(kaup-
endur og
seljendur
stofnfjár-
bréfa) birti
að eigin
frumkvæði
upplýsing-
ar um við-
skipti sín
með stofn-
fjárbréf, ef
þeir telja
ástæðu til
SPRON, seldi einnig hluta bréfa sinna
eftir fundinn 17. júlí líkt og Ásgeir
Baldurs. Gunnar Þór og Hildur hafa
alfarið neitað því í samtölum við
Fréttablaðið að salan hafi byggt á háu
verði bréfanna. Í því samhengi nefndi
Hildur að dóttir hennar hefði keypt
hluta af bréfunum sem hún seldi.
„Dóttir mín keypti hluta þessara bréf
þannig að ég var nú ekki að þessu
vegna þess að ég vissi að þetta væri á
yfirverði,“ var haft eftir Hildi í
Fréttablaðinu á miðvikudag. Hildur
seldi fyrir rúmlega 7,2 milljónir að
VILDU SKÝR SVÖR FRÁ SPRON
Samtök fjárfesta undruðust svör við spurningum Fréttablaðsins:
Fréttablaðið birti 29. janúar spurningar blaðsins til stjórnar SPRON sem sendar voru eftir að upplýst var um sölu Gunnars Þórs
Gíslasonar stjórnarmanns á stofnfjárbréfum skömmu áður en félagið var skráð á markað. Stjórnin neitaði að upplýsa hvort aðrir
stjórnarmenn seldu bréf án þess að veita upplýsingar um það. Í svari stjórnar kom fram að það hefði getað valdið „ruglingi við
hlutabréfamarkaðinn“ að greina frá sölu stjórnarmanna. Samtök fjárfesta voru óánægð með þessi svör SPRON og óskuðu eftir frekari
skýringum.
Spurningar til stjórnar SPRON
1. Seldu einhverjir aðrir stjórnarmenn stofnfjárbréf í SPRON,
áður en félagið var skráð á markað, en Gunnar Þór Gíslason?
2. Ef já, þá hverjir , fyrir hversu mikið og hvers vegna?
3. Höfðu stjórnarmenn einhverjar aðrar upplýsingar í höndun-
um um rekstur SPRON heldur en almenningur, á þeim tíma
sem stofnfjárbréf voru seld?
4. Ef já, þá hverjar?
5. Ef nei, þá þetta: Er það ekki mat stjórnarmanna, að þeir
hafi ávallt betri innsýn og meiri upplýsingar um rekstur SPRON
heldur en almenningur? Ef nei, þá er óskað eftir rökum fyrir því
svari.
Svar stjórnar SPRON
Auðvitað er það svo að á hverjum tíma hafa stjórnarmenn
betri yfirsýn yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem að þeir stjórna
en almenningur. Það verður hins vegar að gera greinarmun
á slíkum almennum upplýsingum annars vegar og innherja-
upplýsingum (upplýsingar sem hafa áhrif á verðmat (e. price
sensitive information)) hins vegar eins og gert er í lögum um
innherjaviðskipti. Ef ekki væri gerður slíkur greinarmunur gætu
stjórnarmenn aldrei átt viðskipti með bréf í þeim félögum
sem þeir eiga í. Sérstök lög og reglur eru því sett um viðskipti
innherja sem regluvörður og Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með.
Um viðskipti með stofnfjárbréf stjórnarmanna og starfs-
SPURNINGAR FRÉTTABLAÐSINS OG SVÖR STJÓRNAR SPRON
manna í SPRON giltu ákveðnar reglur sem tóku mið af þeim
meginreglum sem gilda um innherjaviðskipti hjá skráðum
félögum á markaði með þeirri undantekningu þó að SPRON
var ekki heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti
stjórnarmanna þar sem það var talið geta valdið ruglingi við
hlutabréfamarkaðinn. Stjórnarmenn höfðu engin viðskipti með
bréf SPRON á meðan að innherjaupplýsingar lágu fyrir. Öll við-
skipti hvort sem um kaup eða sölu var að ræða lutu ofangreind-
um reglum og hafði regluvörður félagsins eftirlit með að þeim
væri fylgt.
STJÓRN SPRON Hildur Petersen, Ásgeir Baldurs, Gunnar Þór Gíslason,
Ari Bergmann Einarsson og Erlendur Hjaltason.