Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 89
 Snæfellingar hafa fengið liðsstyrk í Iceland Express-deild karla en hinn 24 ára gamli belgíski leikstjórnandi, Marek Krala, er þessa dagana til reynslu hjá félaginu. Á heimasíðu Snæfells kemur fram að hann muni spila sinn fyrsta leik með Snæfellingum gegn Hamri á morgun. Marek Krala hefur verið án liðs í allan vetur en hann reyndi fyrir sér hjá nokkrum félögum í haust. Hann var á reynslu hjá Zarzuela á Spáni, Rjazan í Rússlandi og Aschersleben Tigers í Þýskalandi án þess að fá samning en öll þessi lið eru í neðri deildum í sínum löndum. Krala hefur verið duglegur við að prófa nýja hluti á ferlinum og eyddi sem dæmi má nefna vetrinum á undan í það að reyna að komast að í bandarísku D- deildinni sem er þróunardeild á vegum NBA. Krala er 188 cm og þykir vera leikstjórnandi af gamla skólan- um, góður varnarmaður sem stjórnar vel leik síns liðs. Snæfell prófar leikstjórnanda David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, hefur ákveðið að velja Yakubu Aiyeg- beni ekki í leikmannahóp liðsins fyrir leikinn gegn Reading í dag vegna þess að Nígeríumaðurinn kom of seint til baka frá Afríku- keppninni. Yakubu, sem er markahæstur hjá Everton, átti að vera mættur á æfingu hjá Everton á miðvikudag síðastlið- inn eftir að Nígería hafði fallið úr leik í Afríkukeppninni en lét ekki sjá sig á tilsettum tíma. Það var ekki heldur til að hjálpa málstað Yakubu að landsliðsfélagi hans Joseph Yobo, sem leikur einnig með Everton, var mættur til æfinga í Liverpool-borg á réttum tíma og Moyes hafði því í raun engra kosta völ í stöðunni en að taka á málinu. „Yakubu verður ekki með þar sem hann tekur út refsingu vegna agabanns. Þetta er bara hlutur sem við þurfum að taka á og er innanfélagsmál hjá Everton sem ég vill ekki tjá mig frekar um,“ sagði Moyes pirraður á fjölmiðla- fundi í gær. Yakubu tekur út refsingu KETTLER VERSO 107 KETTLER PASIO 107 KETTLER VERSO 307 KETTLER PASIO 307 Markið Ármúla 40 108 Reykjavík Sími 553-5320 Opnunartími verslunar: mán. - fös. 10.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00 ÁÐUR KR. 45.900 ÁÐUR KR. 62.400 ÁÐUR KR. 31.200 ÁÐUR KR. 45.900 TILBOÐ KR. 36.720 TILBOÐ KR. 49.920 TILBOÐ KR. 24.960 TILBOÐ KR. 36.720 www.markid.is VEGNA HAGSTÆÐR A INNKAUPA BJÓÐUM VIÐ 20 % AFSLÁTT AF FJÖLÞJÁLFUM OG Þ REKHJÓLUM Íslandsmeistarar Stjörnunnar gerðu góða ferð að Hlíðarenda og sigruðu Val 22-30 í toppbaráttuslag N1-deildar kvenna í gærkvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og Valsstúlkur fundu engar lausnir við öflugum varnarleik Stjörnustúlkna með Önnu B. Blöndal í fremstu víglínu og Florentinu Stanciu í fínu formi í markinu. Stjarnan skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins og var að keyra öflug hraðaupphlaup á meðan Valsstúlkur virkuðu stress- aðar. Eftir að Valur skoraði sitt fyrsta mark eftir rúmar tíu mínút- ur komst liðið þó fljótt á beinu brautina, sérstaklega í vörninni þar sem Berglind Írís Hansdóttir gaf tóninn með fínni markvörslu. Leikurinn komst í jafnvægi þegar tuttugu mínútur voru liðnar og Valsstúlkur fengu möguleika á að jafna leikinn í stöðunni 5-6 og aftur í stöðunni 6-7 en það gekk ekki eftir og Stjarnan seig fram úr á nýjan leik. Staðan var orðin 7-10 fyrir Stjörnuna á lokakafla fyrri hálfleiks en Valsstúlkur áttu síð- asta orðið þegar Hafrún Kristjáns- dóttir minnkaði muninn með sínu fjórða marki af vítalínunni í lok fyrri hálfleiks og staðan var 8-10 þegar hálfleiksflautan gall. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleik eins og þann fyrri og eftir aðeins fimm mínútur var staðan orðin 9-15 og sóknarleikur Vals- stúlkna í molum. Sérstaklega var áberandi hvað Stjarnan náði að verjast hraðaupphlaupum Vals með góðum hætti og segja má að sóknarleikur Vals hafi verið kæfð- ur í fæðingu, trekk í trekk. Staðan var orðin 10-17 eftir tíu mínútur og 15-25 eftir tuttugu mínútur og sigur Stjörnunnar því svo gott sem í höfn og raun bara spurning hversu mikill markamunur yrði á liðunum. Lokatölur urðu 22-30 og Íslands- meistarar Stjörnunnar minntu rækilega á sig og áttu sigurinn svo sannarlega skilinn. Leikurinn markaði líka endurkomu Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Stjörnunnar, sem var mættur á hliðarlínuna eftir að hafa afplánað agabann. Stjarnan heldur pressunni á Fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.