Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 33
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Flugneminn Freyr Ásgeirsson ekur um á Chevrolet Geo Tracker með blæju. Slíkir bílar eru fáséðir hér á landi. Miðað við lýsingar Freys má líkja gripnum við alhliða gæðing sem hefur allan gang. „Ég var bíllaus fyrir einu og hálfu ári og vantaði eitthvert farartæki til að bera mig milli staða. Þá kom mágur minn að máli við mig. Hann talaði við pabba sinn sem er tengdapabbi minn og það endaði með því að hann gaf mér bara bíl. Þannig að ég þurfti ekki að borga aur fyrir þennan gullmola,“ segir Freyr ánægjulega þegar hann er spurður út í bílinn sinn. Sögu bílsins rekur hann reyndar aðeins lengra aftur því gripurinn er af Vellinum og því einn af þeim minjagripum sem við eigum um veru bandaríska hersins hér á landi. Freyr kveðst hafa séð einn annan bíl á götunum sömu gerðar en öðruvísi á litinn. „Ég held það séu fáir svona bílar á landinu enda hafa þeir ekki fengist gegnum umboð hér,“ segir hann. Litla reynslu kveðst hann hafa af útvegun varahluta þar sem bíllinn hans hafi aldrei bilað frá því hann fékk hann. „Reyndar gekk drukkinn einstaklingur berserksgang í fyrra og sparkaði spegla af bílum, þar á meðal mínum. Ég fann hvergi eins spegil svo ég þurfti að sætta mig við annan sem passar næstum því,“ segir hann. Geo Trackerinn er af árgerð 1995 og ekinn um 120 þúsund kílómetra. Freyr segir hann sparneytinn enda sé hann með 1600 sparnaðarvél. Þrátt fyrir jeppalegt útlit er bíllinn einungis með drifi að aftan. „En hann hefur gott tog,“ tekur Freyr fram og finnst farkosturinn skemmtileg blanda af jeppa og fólksbíl. Þokkalega hár svo hægt sé að vera á honum utan þjóðvegar og líka láta sér líða vel á honum á götunum. „Ég kalla hann dótabílinn minn því þetta er svolítið eins og að keyra leikfangabíl,“ segir hann hlæjandi. Kann líka vel við blæjuna og telur ótrúlega gott að taka hana niður að sumri til. „Á öðrum árstímum er bara tjaldstemning hjá mér!“ segir hann hlæjandi að lokum. gun@frettabladid.is Fékk gullmolann frítt Geo Trackerinn er skemmtileg blanda af jeppa og fólksbíl að sögn eigandans, Freys Ásgeirssonar flugnema. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÆLKERAFERÐIR Brakandi ferskt lífrænt ræktað grænmeti er meðal þess sem má finna á matarmörk- uðum í Provence-hér- aði í Suður-Frakklandi. FERÐIR 3 TRÚÐATÍSKA Tískuvikunni í New York lauk í gær en þar kenndi ýmissa grasa. Trúðar hönnuðarins Thoms Browne vöktu meðal annars mikla athygli. TÍSKA 4 KASTA RAR IP F 170/1 00W - FRÁ K R. 14. 900,- DEKA STAR TKAP LAR 100% KOPA R / 3 - 5 MTR . HÖFU ÐLJÓS FRÁBÆ RT VER Ð KR 1 .995,- T-MAX SPIL GOTT VERÐ - GÓÐ GÆÐI K&N F ILTERS FYRIR DÍSIL & BEN SÍN VÉ LAR ARB L ÆSING AR FRÁBÆ R VERÐ DEKA RAFG EYMA R Hátt k aldræ siþol – 1000 Ampe r /18˚C MAGL ITE LJ ÓS FRÁBÆ RT VER Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.