Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 94
62 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR PERSÓNAN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Tónlistarmaðurinn Elfar Aðalsteinsson og Bretinn Nik Kershaw, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum, syngja dúett á nýrri plötu til styrktar menntaverkefni UNICEF í Síerra Leóne. Hægt er að hlaða plötunni, Backtracking Eighties, niður ókeypis á heimasíðunni www. steinssonproject.com. „Við höfum ekki gert svona áður og það er mjög gaman að fá svona skemmtilegar og nýjar hugmyndir inn á borð til okkar,“ segir Stefán Ingi Stefáns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Þeir sem ná sér í plötuna eru jafnframt hvattir til að styrkja verkefnið í Síerra Leóne. Á plötunni, sem var tekin upp í Bretlandi, verða ellefu þekkt lög frá áttunda áratugn- um í nýjum útsetningum. Elfar, sem er búsettur erlendis, syngur öll lögin á plötunni, þar á meðal dúett með Kershaw í laginu Mary´s Prayer og dúett með söngkonunni Katarinu í laginu Only You. „Það er vonandi að þetta leggist vel í fólk. Við erum voða spennt fyrir þessu, enda eru þetta þægilegar og góðar útsetningar,“ segir Stefán Ingi og bætir við að uppbygging Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Síerra Leóne sé í fullum gangi. „Við erum búin að styðja skólaverkefni í Síerra Leóne í tæp þrjú ár og höfum haft rosalega góða reynslu af starfinu þar. Það er þegar búið að byggja yfir fimmtíu skóla af UNICEF á Íslandi.“ Kershaw, sem samdi hin vinsælu lög Wouldn´t it Be Good og I Won´t Let the Sun Go Down on Me, er ekki ókunnugur Íslandi því á síðasta ári var hann leiðbeinandi á lagasmíða- námskeiði fyrir íslenska tónlistarmenn sem var haldið á Hótel Geysi. Er hann væntanleg- ur aftur hingað í mars næstkomandi þar sem hann mun endurtaka leikinn. - fb Elfar og Kershaw syngja dúett STEFÁN INGI STEF- ÁNSSON Fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi er mjög spenntur fyrir nýju plötunni. Siggi Eggertsson Aldur: 27 ára. Starf: Myndskreytir. Fjölskylda: Einhleypur. Foreldrar: Jónborg Sigurðardótt- ir, myndlistarkona á Akureyri, og Eggert Halldórsson, útgerðarmaður í Stykkishólmi. Búseta: Austurhluti London. Stjörnumerki: Steingeit. Sigurður hannar plötuumslag hljómsveitarinnar Gnarls Barkley. NIK KERSHAW „Eitís“-hetjan syngur dúett með Íslendingn- um Elfari Aðalsteinssyni á nýrri safnplötu. LÁRÉTT 2. íþróttafélag 6. ógrynni 8. spíra 9. rönd 11. fyrir hönd 12. drepsótt 14. ráðagerð 16. bardagi 17. eyða 18. niður 20. ætíð 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. rusl 3. slá 4. plöntutegund 5. sjór 7. þögull 10. þukl 13. sódi 15. korn 16. flana 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. fram, 6. of, 8. ála, 9. rák, 11. pr, 12. plága, 14. áform, 16. at, 17. sóa, 18. suð, 20. sí, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. sorp, 3. rá, 4. alparós, 5. mar, 7. fálátur, 10. káf, 13. gos, 15. maís, 16. asa, 19. ðð. Bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Birgisson, vígir formlega nýjasta útibú World Class í dag. Nýja heilsuræktarstöðin er á fimmtándu hæð í Turninum á Smáratorgi. Þetta er sjöunda útibú World Class á höfuð- borgarsvæðinu. „Þetta er orðið ágætt í bili,“ segir Björn Leifsson, sem rekur World Class ásamt eiginkonu sinni, Hafdísi Jónsdóttur. „En ný útibú eru samt fyrirhuguð seinna við Vesturbæjarlaugina og í nýja miðbænum í Garðabæ. Nú þegar erum við með um tíu prósent af höfuðborgarbúum í viðskiptum, 17.828 manns svo ég sé nákvæmur, og það sem er enn betra; þá mætir þetta fólk í ræktina – flest. Á mánudag- inn mættu til dæmis 1,4 prósent þjóðarinnar í World Class, tæplega fimm þúsund manns, svo þetta er orðið déskoti öflugt.“ Líkamsræktarstöð á fimmtándu hæð býður upp á ýmsa möguleika. „Það eru bretti og útsýni allan hringinn og þú getur ráðið í hvaða átt þú hleypur,“ segir Björn. „Það má líka segja að stiginn upp á fimmtándu hæð sé eitt af æfingartækjunum. Á eðlilegum hraða tekur svona tíu mínútur að ganga upp, en ef maður skokkar þá er það eitthvað minna. En það tekur á. Þegar ég var kominn á níundu hæð voru bæði lærin og lungun á mér sprungin.“ Þessi magnaði stigi verður notaður til keppni í stigahlaupi í byrjun hvers mánaðar. „Sá sem hleypur hraðast fær ókeypis í ræktina þann mánuðinn þar til næsta hlaup fer fram,“ segir Björn og bætir við að bæði verði keppt í karla- og kvennaflokki. Gestir í háloftaræktina þurfa þó ekki að leggja á sig þrekgönguna upp stigann frekar en þeir vilja því öflugasta lyfta landsins er í húsinu. Sú fer upp á topp á tuttugustu hæð á tuttugu sekúndum. - glh Í allar áttir á brettinu hjá World Class EKKI AMALEGT AÐ SKOKKA MEÐ KÓPAVOG AÐ FÓTUM SÉR Björn Leifsson er með tíu prósent höfuðborgarbúa í viðskiptum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Viðtal sem erlent dagblað tók við söngvarann Josh Groban, þar sem hann viðurkennir mikil líkindi á milli lags síns You Raise Me Up og Söknuðar eftir Jóhann Helgason, er á meðal sönnunargagna í málshöfðun Jóhanns gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Undirbúningur fyrir málshöfðunina er á lokastigi og hefur Jóhann unnið náið með lögfræðingi sínum í Bretlandi að málinu. Leggja þeir mikla áherslu á að það verði skoðað frá öllum hliðum áður en stokkið verður í djúpu laugina. Verður kæran væntanlega lögð fram í vor eða sumar. Lagið, sem gerði Josh Groban að stórstjörnu, þykir sláandi líkt Söknuði, sem Vilhjálmur Vil- hjálmsson flutti á sínum tíma. Jóhann lét bera lögin saman og miðað við laglínuna og hljómana eru þau 97 prósent eins. „Ef maður ætlar að klífa stórt fjall þarf maður að vera búinn að vinna heimavinnuna,“ segir Jóhann um málshöfðunina. Lögfræðistofa Jóhanns í Bretlandi, Knight & Sons, er gamalgróin og innan hennar er sérstök deild sem annast höfundarréttarmál sem þessi. Eftir að stofan heyrði líkindin með lögunum tveimur ákvað hún að taka málið að sér án endurgjalds, sem kemur sér afar vel fyrir Jóhann enda kostar málshöfðun sem þessi gríðarlegan pening. Næsta skref hjá stofunni verður að hafa samband við Íslendinga sem geta borið vitni í málinu fyrir hönd Jóhanns. „Þetta er fólk sem er málsmetandi í tónlist hérna heima og þekkir þessi lög og annað,“ segir Jóhann. Á meðal annarra sem hafa aðstoðað hann í undirbúningi málsins er Jon Kjell, sem einmitt tók upp plötu með Løvland og hljómsveit hans Secret Garden hér á landi á síðasta áratug. Útgáfurisinn Universal innheimtir höfundartekjur Løvland af You Raise Me Up, sem nema tugum ef ekki hundruðum milljóna, og því má búast við harðri andstöðu úr þeirra röðum. „Ég geri mér grein fyrir því að það er mikið í húfi fyrir þessa aðila. Við þekkjum það með þessa stjörnulögfræðinga en dómarar eiga að vera óháðir í þessu máli,“ segir Jóhann, sem telur sig vera með mjög gott mál í höndunum. „Rapparar og fleiri hafa fengið leyfi til að nota búta úr þekktum lögum og þá er höfundarins getið en í þessu tilviki er nánast um sama lagið að ræða. Ég gæti þess vegna tekið bítlalag og sett á það íslenskan texta og breytt aðeins. Það er oft sem fólk blekkist þegar útsetningin er orðin önnur og annar titill á laginu,“ segir hann. freyr@frettabladid.is JÓHANN HELGASON: UNDIRBÚNINGUR ÁKÆRU Á LOKASTIGI Viðtal við Josh Groban á meðal sönnunargagna JOSH GROBAN Söngvarinn Josh Groban sló í gegn með laginu You Raise Me Up. JÓHANN HELGASON Jóhann segist vera með mjög gott mál í höndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjoppur gefast ein af annarri upp fyrir klukku- búðum og bensínstöðv- um og í byrjun desember lok- aði Svarti svan- urinn á Hlemmi en matur hans var fyrir löngu búinn að festa sig rækilega í sessi hjá höfuðborgar- búum. Skarð er fyrir skildi því þessi sjoppa og skyndibitastaður hafði lengi verið sannkallaður suðupottur mannlífs á Hlemmsvæðinu og var vel sóttur af fastagestum. Húsnæð- ið er til sölu en ekki er líklegt að þar verði hafinn sjoppurekstur á ný enda búið að selja innvolsið út úr húsnæðinu. Þorsteinn Guðmundsson, Fóstbróðir, auglýsingagerðarmaður og rithöfundur, birtist aftur á skjánum í lok mars. Þá tekur Skjár einn til sýningar þáttinn Svalbarði sem Þorsteinn er aðalmaðurinn í. Samtals verða gerðir tíu þættir til að byrja með, en fleiri ef þáttur- inn slær í gegn. Þetta verða klukkustund- arlangir þættir og sýndir einu sinni í viku. Hljómsveitin Flís tekur þátt í þess- um skemmtiþætti, en að öðru leyti hefur fátt spurst út um inni- haldið. Ísland verður laust við alla kvik- myndagerðarmenn um helgina en þeir flykkjast nú í hrönnum til Berl- ínar þar sem árleg kvikmyndahátíð borgarinnar stendur yfir. Meðal þeirra sem ætla að drekka í sig það nýjasta í kvikmyndaheiminum eru Baltasar Kormákur, Ari Alexand- er Magnússon og Ólafur Jóhann- esson en tveir síðastnefndu eiga báðir mynd á hátíðinni, Ari með Syndir feðranna og Ólafur með drottninguna sína Rakel. Meðal annarra Íslendinga sem þarna eru má nefna Ísold Uggadóttur og Gunnar Björn Guð- mundsson. - fgg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.