Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 90
FÓTBOLTI Sigur knattspyrnulands- liðsins á Armenum á miðvikudags- kvöldið var ekki aðeins fyrsti sig- urinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar heldur einnig fyrsti sigurleikur liðsins án fyrir- liðans Eiðs Smára Guðjohsen frá árinu 2001, eða í rúm sjö ár. Fyrir leikinn gegn Armenum var íslenska landsliðið nefnilega búið að spila 21 leik í röð án Eiðs Smára án þess að vinna. Tryggvi Guðmundsson tengist tímamótunum í báða enda því hann skoraði þrennu gegn Ind- verjum í síðasta sigurleik lands- liðsins án Eiðs Smára og það var síðan hann sem kom íslenska lið- inu yfir á móti Armenun. Tryggvi skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigurleik á Indlandi 13. jan- úar 2001 en síðan hafði íslenska landsliðið gert 9 jafntefli og tapað 12 leikjum án Eiðs Smára. Á sama tíma hafði íslenska landsliðið aftur á móti unnið 13 af 40 leikjum (og gert 4 jafntefli) með Eið Smára innanborðs. Á þessum tíma er hlutfallsárangur- inn 21,4 prósent án Eiðs Smára en 37,5 prósent með hann innanborðs. Markatalan var 9-35 án hans en 57-78 með Eið í liðinu. - óój Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu í síðasta sigurleik án Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir sjö árum: Fyrsti sigurinn án Eiðs Smára frá 2001 2001 Chile 0-2 tap Pólland 1-1 jafntefli 2002 Kúvæt 0-0 jafntefli Sádi-Arabía 0-1 tap Brasilía 1-6 tap Noregur 1-1 jafntefli Eistland 0-2 tap 2003 Mexíkó 0-0 jafntefli 2004 Albanía 0-2 tap Lettland 0-0 jafntefli 2005 Króatía 0-5 tap Ítalía 0-0 jafntefli Pólland 2-3 tao Svíþjóð 1-3 tap 2006 Spánn 0-0 jafntefli 2007 Svíþjóð 0-5 tap Kanada 1-1 jafntefli Spánn 1-1 jafntefli Danmörk 0-3 tap 2008 Hvíta-Rússland 0-2 tap Malta 0-1 tap LEIKIRNIR ÁN EIÐS SMÁRA SÍÐUSTU SJÖ ÁR FAGNA SAMAN Tryggvi Guðmundsson hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur sigurleikjum Íslands án Eiðs Smára Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Kevin Keegan, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, er stórhuga fyrir hönd félagsins og kvaðst vonast til að geta sannfært Thierry Henry, leikmann Barcelona, um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina til New- castle. „Það væri frábært að geta krækt í Henry frá Barcelona. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni og að standa á hliðarlínunni og sjá þá hluti sem hann hefur gert gegn mjög góðum mótherjum er hreint ótrúlegt. Ég vil fá leikmenn til félagsins sem fá fólk til þess að standa á öndinni af aðdáun og ná árangri þannig að við getum haft innistæðu fyrir að kalla okkur stóran klúbb,“ sagði Keegan ákveðinn í samtali við Radio Newcastle í gær. - óþ Kevin Keegan, Newcastle: Vill fá Henry á St. James‘s Park STÓRHUGA Kevin Keegan vill fá leik- menn á borð við Thierry Henry til liðs við Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Nýliðar KR geta unnið sinn þriðja leik í röð á meisturum Hauka þegar þær fá þær í heimsókn í DHL-Höllina í dag. Haukar unnu fyrsta leik liðanna með þremur stigum þegar KR-liðið var kanalaust og lék án Monique Martin. Síðan þá hefur KR unnið báða leiki liðanna, fyrst 88-81 á heimavelli þar sem umrædd Martin skoraði 45 stig, en svo einnig 80-74 á Ásvöllum þar sem Martin var ekki með en Hildur Sigurðardóttir skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hildur hefur skorað 22,7 stig að meðaltali gegn Haukum í vetur. Sigrún Ámundadóttir hefur einnig verið í miklu stuði með KR gegn sínum gömlu félögum í Haukum en hún er með 14,7 stig og 14,7 fráköst að meðaltali í þremur leikjum liðanna í vetur. - óój Nýliðar KR í kvennakörfunni: Kemur þriðji sigurinn í röð á meisturunum? Í FARARBRODDI Hildur Sigurðardóttir hefur leikið vel gegn Haukum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.