Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 35
][ Íslendingar eru munúðarseggir þegar kemur að lífsins lysti- semdum og sælkeraferðir til útlanda lokka og laða æ fleiri til sín. Vorferð á slóðir alls- nægta hinnar frönsku matar- menningar í Suður-Frakklandi er upplifun sem seint gleymist sönnum sælkerum. Provence-hérað í Frakklandi er sneisafull matarkista ferskra og spennandi náttúruafurða. Þangað ætlar Göngu-Hrólfur að arka með hóp sælkera í apríl. „Þetta er fyrsta Frakklandsferðin í þessum erindagjörðum en áður höfum við boðið til sælkeraferða til Toskana á Ítalíu við miklar vinsældir,“ segir Steinunn F. Harðardóttir, gönguhrólfur, þjóðfélagsfræðing- ur og dagskrárgerðarmaður Rík- isútvarpsins, en Steinunn er hugs- uður allra ferða Göngu-Hrólfs í samvinnu við Úrval-Útsýn. Farið verður út 25. apríl og komið heim viku síðar. „Provence er þekkt fyrir sæl- keramatseld og matarmarkaði upp um alla veggi. Sælkeraferðir eru fyrir fólk af öllum kynslóðum, en við förum í léttar göngur, inn á markaði, á vínbúgarða, í olíu- myllu, ólívuekrur og fleira. Einn dag ferðarinnar helgum við alfar- ið matargerð héraðsins en þá fá þátttakendur að spreyta sig í eld- húsinu með franska hráefnið, og það eru dagar sem vekja mikla gleði meðal ferðalanga,“ segir Steinunn sem upprunalega fór með vini og kunningja í göngu- ferðir til útlanda undir nafninu Göngugarpar, en síðustu ár hefur hún skipulagt slíkar ferðir með Göngu-Hrólfi Úrvals-Útsýnar. „Það var á Mallorca sem ég upp- götvaði fyrst hversu gaman var að ganga um eyjuna og þá fannst mér fráleitt að Íslendingar gerðu ekki meira af því að ganga í útlöndum. Ég hef farið sjálf sem fararstjóri í sælkeraferðir til Toskana, en ætla ekki til Provence vegna annríkis í öðrum og strangari gönguferðum um Tyrkland, Ítalíu og Kanaríeyj- ar,“ segir Steinunn sem fékk til liðs við sig hina íslensk-frönsku Isabelle de Bisschop sem ólst upp í Provence og fylgja mun íslensk- um sælkerum um franskar matar- lendur, en Isabelle bjó árum saman á Íslandi og er altalandi á íslenska tungu. „Isabelle starfar sem ferða- málafræðingur og leiðsögumaður í Frakklandi, þekkir Provence- hérað til hlítar og það verður mikið ævintýri að ferðast með henni. Íslendingar eru margir miklir sælkerar og gaman að ferð- ast með þeim í svona ferðum, því þeir kunna að njóta lífsins og þess sem dagana drífur. Ferðir sem þessar eru hið fullkomna frí því ferðafólk þarf ekki að hugsa fyrir neinu nema því að taka þátt í til- högun ferðarinnar og reyna smá- vegis á sig, sem bæði er gífurlega gott og endurnærandi frí.“ thordis@frettabladid.is Franskar matarnautnir Markaðir með nýuppteknum ávöxtum jarðar eru margir og afar girnilegir í Prov- ence-héraði Frakklands. Frönsk og girnileg salamipylsa frá Provence. Nýbökuð, fagurmótuð og ilmandi croissant, eða smjördeigshorn, er einn af þekktari munnbitum Frakklands. Litríkt, lífrænt og brakandi ferskt grænmeti fær alla sælkera til að klæja í eldhúsputtana að galdra fram dýrindis krásir. Ferðatöskur er misstórar. Gott er að eiga tvær, litla tösku og stóra, til þess að geta valið um eftir því hversu lengi maður ætlar að vera í burtu. Gott er að íhuga vandlega hvað taka á með því oftast höfum við allt of mikinn farangur meðferðis. Í sælkeraferðum Göngu-Hrólfs er margt að sjá á matarmörk- uðum og erfitt að fá ekki vatn í munninn. Veisla fyrir sælkerana 23.800 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Ford Fiesta eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Gönguferðir s: 570 2790 www.baendaferdir.is b o k u n @ b a e n d a f e r d i r . i s Comovatn 18. - 25. ágúst, Fararstjóri: Guðrún Sigurðardóttir Mont Blanc hringurinn 22. - 28. júní, Fararstjóri: Auður Elva Kjartansdóttir 29. júní - 5. júlí, Fararstjóri: Helgi Benediktsson 6. - 12. júlí, Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Monte Rosa hringurinn Matterhorn - Zermatt 22. - 28. júní, Fararstjóri: Helgi Benediktsson Á slóð skógarbjarnanna Berner Oberland - Eiger - Jungfraujoch 3. - 9. ágúst, Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Haute Route Chamonix - Zermatt 3. - 9. ágúst, Fararstjóri: Helgi Benediktsson Wallis Alparnir Níu rúmlega 4.000 metra tindar 29. júní - 5. júlí, Fararstjóri: Sævar Skaptason Tindur Mont Blanc 4.807 m 13. - 19. júlí, Fararstjóri: Einar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.