Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 11tölvur og tæki ● fréttablaðið ● Meðallíftími gsm-síma er aðeins 18 mánuðir. Elstu og einföldustu símarnir endast best en þeir nýju vera viðkvæm- ir og endingarlitlir. Það fyrsta sem viðskiptavinir Símabæjar í Síðumúla reka augun í þegar komið er inn í verslunina eru stútfullar hillur bak við búð- arborðið af símum frá hinum ýmsu tíma- bilum og fá margir á tilfinninguna að þeir hafi stigið inn í nútímalegt safn. Kannski ekki fjarri lagi enda hefur Gylfi Gylfason, eigandi Símabæjar, safnað gsm-símum frá árinu 1997. „Við sáum strax að fyrstu sím- arnir myndu verða mjög athyglisverð- ir enda stórir og miklir,“ útskýrir Gylfi en honum áskotnuðust á þessum tíma fyrstu símarnir frá Motorola, Ericsson og Nokia og var hugmynd- in að eiga bara fyrstu sím- ana, tuttugu eða svo. „Svo vatt þetta upp á sig og í dag eru þetta orðnir um 400 til 500 símar,“ segir Gylfi hlæjandi. Stór hluti símanna virkar enn í dag. „En við erum að nappa varahlutum úr þeim annað slag- ið,“ segir Gylfi kím- inn og bætir við að safnið hafi oft komið að góðum notum. Sérstaklega hafi þeir sem ekki viti týpunúm- er eða nafn síma sinna oft getað bent á svipaða síma í hillunum. „Gsm- safnið er sálin í fyrirtækinu. Það sýnir hvar við höfum verið og hvað við vitum,“ segir Gylfi. Símabær hefur verið við lýði í ein fimmt- án ár en Gylfi rak fyrirtækið frá 1997 til 2000 og eignaðist það aftur árið 2005 og hefur rekið það í Síðumúla síðan. Gylfi segir símabransann einn þann harðasta sem til er. „Við erum jú að keppa við aðila með allt aðra hugsun en við. Stóru símafyrirtæk- in líta á tækjabúnaðinn sem mjaltavél- ar meðan við horfum frekar á að fólk fái sem mest út úr búnaðinum,“ segir Gylfi og telur eitt mikilvægasta hlutverk sitt að þarfagreina, sjá hvernig notandinn er og velja tækið til samræmis við það. „Okkar markmið er einnig að lengja lífstíma gsm- síma og hámarka nýtingu einstakl- ings á tækinu sem hann á í stað þess að henda honum inn í einhverja tæknidellu sem hann kann engin skil á,“ segir Gylfi og telur að sérstak- lega sé eldra fólk þakk- látt fyrir að geta notað gamla símann áfram í stað þess að þurfa að læra á nýtt tæki. Gylfi segir marga við- skiptavini sína kvarta yfir of litlum tökkum og skjám á símum enda hefur þróunin verið sú að gsm-símar eru sífellt að minnka. Eftirspurnin eftir einföldum símum með stór- um tökkum og góðum skjá hefur aukist en á tímabili voru slíkir símar ekki fáanlegir hjá framleiðendum. „Þetta er aðeins að breytast. Nokia er að átta sig á þessu en Sony Ericsson er aðeins lengur á leiðinni.“ Margir muna eftir gömlu góðu Nokia 5110 símunum sem virtust aldrei eyðileggjast og finnst ending nýrra síma ekki standast sam- anburðinn. Gylfi tekur í sama streng. „Nokia 5110 var fyrsti styrkleikasíminn frá Nokia og úr honum voru smíðaðir 6110 og 6210 sem voru afburðasímar sem við erum enn þá að þjónusta og eru enn í mikilli notkun. Ástæð- an er sú að boddíið var smíðað úr mjög sterku plasti sem verptist ekki þótt sest væri á það. Nýrri símar hins vegar verpast og við það brotna skjáir og móðurborðin hreinlega eyðileggjast. Þeir eru bara ekki eins sterk- ir,“ segir Gylfi með áherslu og tekur fram að meðalendingartími gsm-síma sé aðeins 18 mánuðir. „Svo var ég með einn kúnna um daginn sem á níu árum hafði keypt 43 síma fyrir sjálfan sig,“ segir Gylfi glaðlega og snýr sér að næsta viðskiptavini. - sg Lengja líftíma síma og auka nýtingu Gylfi Gylfason hjá Símabæ segir endinguna í gömlu gsm-símunum yfirleitt mun betri en í þeim nýju. Hér mundar hann síma úr stóru safni gamalla gsm-síma sem finna má í búðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.