Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 74
42 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR PÓSTKORT FRÁ AFRÍKU Anna Margrét Björnsson skrifar frá Tógó GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN Góð vika fyrir... Jeppaeigendur Á meðan stór hluti þjóðarinnar sat fastur í mannhæðaháum snjó- sköflum og allir fjölskyldumeð- limir voru nýttir til að ýta kerr- unni af stað eru jeppaeigendur sigurvegarar vikunnar. Þeir hafa vafalítið notið þess að horfa á smábílana spóla tímunum saman en síðan farið út og hjálpað til við að ýta með sjálfumglöðu glotti á vör. Fylgismenn reykinga- bannsins Loksins, loksins sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra sitt álit á hinu umdeilda reyk- ingabanni. Reyndar beitti Guð- laugur hinu alkunna smjörklípu- bragði Sjálfstæðisflokksins og beindi sjónum sínum að reyking- um þingmanna, vildi með öðrum orðum banna reykingar í Alþing- ishúsinu. Hann hafði hins vegar fá orð um sjálft reykingabannið sem er við lýði á öldurhúsum borgarinnar. Börn Nóbelskáldsins Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Forlagið megi ekki gefa út verk Halldórs Laxness. Börn skáldsins fögnuðu og hugsa sér gott til glóðarinnar og aðrir útgefendur eru farnir að telja krónurnar í buddunni. Væntan- lega verður hart barist um Sjálfstætt fólk og Heimsljós þegar verkin verða á lausu. Vond vika fyrir... Metró-bankaræningja Þeir sem hafa talið sér trú um að auðvelt sé að ræna banka ættu að rannsaka gaumgæfilega hegð- un þeirra sem létu til skarar skríða í útibúi Glitnis við Lækj- argötu. Þeim fannst tilvalið að fagna „velheppnuðu“ verki með því að láta snyrta á sér hendur og andlit og fá smá lit en löggan hefur engan skiln- ing á slíkum aðgerðum og greip þá glóð- volga. Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson Þótt engin nöfn séu í hinni ákaflega spennandi REI- skýrslu dylst engum að vikunni gat varla lokið verr fyrir fyrrum borgarstjórann, Vilhjálm Þ. Áfell- isdómur segja margir yfir gamla borgarstjóranum sem klökknaði á fundi borgarráðs og í samtölum við fjölmiðla. Sem betur fer, eins og Vilhjálmur sagði sjálfur, á hann góða fjölskyldu að. Hófsama Ekki verður sagt að Íslendingar hafi fylgt eftir lögmálum nær- ingarfræðinga – að allt sé gott í hófi. Vikan hófst á hefðbundnu bolludagsáti þar sem fólk á öllum aldri tróð í sig rjóma, sultu og deigi. Á þriðjudeginum lagðist hún síðan í saltkjötsát og gaf ekkert eftir og á miðvikudegin- um sameinaðist fjölskyldan síðan fyrir framan sjónvarpið og át nammið sem börnin höfðu betlað í Kringlunni. 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið GOSA geisladisk! Leystu krossgát una! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Hér í Tógó er ekki auðvelt að rata. Fæstar götur bera heiti og fæstir hér eru með heimilisfang. Best er því að fá einhvern til að keyra sig sem þekkir til og semja um verðið fyrirfram. Allur gangur hefur verið á bílstjórunum hér. Einn til dæmis stoppar hjá frænda sínum, hjá skattstofunni, á bílaverkstæði til að sýna hvað hinn bíllinn hans er flott- ur og kaupir líka hálsfesti handa konunni sinni á leiðinni þannig að bílferðin tekur nokkra klukkutíma. Í gær vildum við skoða okkur um vítt og breitt um Lomé svo að ungur maður, Robert, sem vinnur við að dytta að hótelinu fannst til þess verks að vera bílstjóri dagsins. Far- artækið var að hruni komið og það vantaði sæti, útvarp og fleiri hluti sem betra er að hafa í bílum. Það var þó skrölt af stað niður götuna sem liggur fyrir ofan hótelið með gluggana galopna. Gatan fyrir ofan hótelið er mjög breið og ómalbikuð (eins og flestar götur hér) og eftir henni miðri geysist gömul eimreið en hún er að flytja fosfat sem notað er í áburð. Manni verður alltaf hverft við þegar hún keyrir eftir götunni og bílar, geitur, börn og fólk verða að taka til fótanna. Fyrsta stopp er Le Marché du Fetish sem er markaður þar sem heimafólkið getur nálgast allar vörur sem þarf til voodoo-galdra og lækninga. Róbert er lotningarfull- ur á svip og ætlar að hjálpa okkur að díla við galdralæknana sem ganga til móts við okkur. Hér í Tógó eru þrenns konar trúarbrögð – kristni, íslam og svo anime sem er trú á náttúruna og stokka og steina. Róbert segir mér að hann sé kaþ- ólskur en það er augljóst að hann, líkt og flestir innfæddir, bera ómælda virðingu fyrir þessari fornu dýrkun á ýmsum náttúruguð- um, góðum og slæmum. Lyktin hér á markaðnum er ólýs- anleg. Hrúgur af dauðum dýrum liggja um allt á stórum borðum. Uglur, hlébarðar, snákar, mýs, ljón, rottur, hundar og alls kyns fuglar liggja hér rotnandi og maðkétnir. Flugur sveima yfir öllu en galdra- læknirinn byrjar strax að prútta, 2000 Tógófranka ef maður vill taka mynd. Svo útskýrir hann til hvers dýrin eru. „Hér eru engir slæmir galdrar. Bara góðir galdrar. Voodoo er bara notað til góðs,” segir hann. „Hér er ugla. Við gerum úr henni duft og setjum duftið í ristur á lík- amanum til að fæla burtu illa anda.“ Mús er notuð til að halda meindýr- um frá hýbýlunum og ef þú ert bit- inn af snák færðu móteitur úr snák. „Þetta er stundum dálítið eins og hómópatía,“ segir voodoo-læknir- inn. „Við læknum það illa með því illa.“ Skömmu síðar leiðir hann mig inn í dimmt bakherbergi þar sem hann segir að hið raunverulega voodoo fari fram. Þar er ég kynnt fyrir ungum dreng sem talar ekki frönsku og hinn maðurinn útskýrir að þetta sé sonur höfðingja frá Benin sem ætlar að blessa mig og selja mér galdrahluti. Ég þarf að segja nafn mitt þrisvar og þá notar drengurinn hristu og skál og segir eitthvað óskiljanlegt, væntanlega á tungu Benin-manna. „Þetta eru fet- ish-in sem þú getur notað,“ segir voodoo-maðurinn. Hann sýnir mér stórt svart fræ sem er gott fyrir minnið og styttu af guði sem er með útbrunna Marlboro-sígarettu í munninum. „Þessi guð verndar heimili þitt gegn þjófum og öðrum óboðnum gestum.“ Þegar ég spyr af hverju herra Securitas sé með Marlborostubb í munninum þá er svarið: „Hann reykir ekkert endi- lega Marlboro. Þú getur líka alveg gefið honum Winston, Camel eða Lucky Strike. Ekkert mál.“ Háls- festi á að veita manni heppni, lítill skrýtinn viðarstubbur er ástargald- ur, stór grein er „náttúrulegt viagra fyrir herramenn en bætir einnig næmi kvenna,“ og tvær óhugnan- legar styttur af karli og konu eiga að vernda fjölskylduna. Eftir að skoða alla gripina á ég að velja allt eða eitthvað af þessu og höfðingja- sonurinn hristir skeljar til að láta guðina segja sér verðið. Ég þori ekki öðru en að taka einn grip aðal- lega af hræðslu. Þá er gripurinn blessaður og ég aftur og ég þarf að beygja mig og endurtaka einhverj- ar hreyfingar þrisvar sinnum. Þegar ég sting þessu ofan í hliðar- töskuna er ég alveg sannfærð um að eitthvert furðulegt dulmagn verði í farteskinu til Íslands sem ég verð að bera virðingu fyrir. Ég hitti Róbert fyrir utan og spyr hvort hann trúi á þetta. Hann hvísl- ar að mér að afríska trúin sé afar afar kraftmikil.“ Ef ég myndi vilja fá þig sem eiginkonu þá gæti ég notað voodoo. Og þá gætirðu ekkert gert, bara alls ekki neitt,“ segir hann sannfærður með lotningar- fullum tón. Góðir galdrar og reykjandi guðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.