Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 70
38 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR M yndin Iceland með norsku skautadrottning- unni Sonju Henie í aðal- hlutverki var fyrsta sjó- bis-tengda áfallið sem skall á okkar viðkvæmu sjálfsmynd. Myndin fór afar illa í ráðamenn og almenning á Íslandi þegar hún var frum- sýnd árið 1942 og tveimur árum síðar á Íslandi. Myndin, sem átti að gerast í Reykja- vík og mikið á „Hotel Jorg“, fjallar um íslensku stúlkuna Katrina Jonsdottir (Sonja) og samband hennar við amerískan her- mann. Margt þótti orka tvímælis. Íslending- um var lýst sem gráðugum og fleðulegum aulum. Fyrstu viðbrögð pabba Katrinu við því að dóttirin hafði nælt í amerískan her- mann voru til dæmis „Ó, Bandaríkjamaður! Hann hlýtur að vera forríkur!“ Einnig köll- uðu hermennirnir Íslendinga „eskimóa“, sem gerði útslagið því verra skammaryrði gat þjóðin ekki hugsað sér. Mogginn var alveg brjálaður: „Myndin verður varla til annars en að gefa þeim, sem hana sjá og ókunnir eru hér á landi, alranga hugmynd um land og þjóð.“ Algjörlega tók steininn úr þegar Sonja skautaði eins og ekkert væri á Tjörninni í Reykjavík um mitt sumar. „Hvernig skyldu höfundar kvik- myndarinnar hugsa sér veðráttuna á Íslandi á þorranum þegar aðalskemmtun landsbúa er skautahlaup seinast í júlí?“ spurði Mogginn alveg bit. Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Thor Thors, gerði sitt besta til að fá mynd- ina bannaða eða allavega að nafni hennar væri breytt og allt tekið út sem minnti á Ísland. Nokkru fé hafði verið veitt í land- kynningu á Íslandi í Bandaríkjunum og var talið fullvíst að Iceland myndi eyðileggja það starf. Myndin fékk þó svo lélega dóma og aðsókn að mótmæli Íslendinga reyndust óþörf. Í bíómyndinni Journey to the Center of the Earth frá 1959 ferðast James Mason og félagar hans á hestvagni að Snæfellsjökli. Kvikmyndagerðarmennirnir sáu til þess að nokkrir alíslenskir kaktusar urðu á vegi þeirra á leiðinni. Ferðin að kjarna jarðar í gegnum eldfjallið er heljarinnar ævintýri og á meðal leiðangursmanna er Íslending- urinn Hans Belker (leikinn af Pétri Rögn- valdssyni, eða Peter Ronson eins og hann kallaði sig í Hollywood). Hans er góðlegur bjálfi og eyðir megninni af myndinni í að röfla við gæsina sína, Geirþrúði – eða Ger- trud – sem er með í för. Myndin var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna fyrir brellur og leikmynd en gæsin sem lék Gertrud kom ekki við sögu í fleiri myndum samkvæmt Imdb.com. Kannski hún hafi í alvörunni verið étin eins og í lok myndarinnar. John Cleese er orðinn Íslandsvinur þökk sé djúpum vösum KB banka. Honum var þó fyrr hugsað til okkar því í myndinni A Fish called Wanda segir hann í ástarbrímanum með Jamie Lee Curtis að þau ættu bara að stinga af og hefja nýtt líf á Íslandi. Þetta átti að vera til merkis um hve ástin getur gert menn klikkaða. Áhorfendur á Íslandi voru ánægðir með að landið væri nefnt og fögnuðu jafn mikið á öllum sýningum. Það er reyndar alvanalegt enn að salurinn fagni ef Ísland kemur við sögu á hvíta tjaldinu. Félagi Johns úr Monty Python-genginu, Terry Jones, hafði lesið Íslendingasögurnar þegar gerð Monty Python-sjónvarpsþátt- anna stóð yfir. Í þriðju seríu er listilega snúið út úr sögunum í grínatriðinu Njorl‘s Saga. Seinna byggði Terry heila bíómynd á Íslendingasögunum – reyndar mjög laus- lega – Eric the Viking. Vinur og samstarfsmaður Hómers Simp- son í kjarnorkuverinu er Carl Carlsson – eða ættum við að segja Karl Karlsson? Carl fæddist nefnilega á Íslandi og ólst þar upp fyrstu árin þar til hann flutti til Springfield. Í þætti í 14. seríu er vegna óvenjulegra aðstæðna skjannabjart allan sólarhringinn í Springfield og þá segir Carl, þegar hann kemur út af barnum hans Moes: „Þetta minnir mig á bernsku mína á Íslandi.“ Íslandi brá einnig fyrir í þætti í tólftu seríu þegar Homer og Marge ganga framhjá mat- sölu sem heitir What They Eat in Iceland. Í hinum þætti Matts Greoning, Futurama, er talað um að frændi aðalpersónunnar hafi átt í ástarævintýri með íslenska súper- módelinu „Njord“. Propaganda Films Sigurjóns Sighvatsson- ar var framleiðandi Twin Peaks-sjónvarps- þáttanna og í gegnum samband sitt við Sigurjón unnu nokkrir Íslendingar á töku- stað. Leikstjórinn David Lynch, sem hefur næmt auga fyrir hinu skrítna, fannst tungu- mál og hegðun hópsins kynleg og vildi endi- lega láta Íslendinga koma við sögu í þættin- um. Augafullir Íslendingar í lopapeysum syngjandi ættjarðarlög héldu því vöku fyrir aðalsöguhetjunni, FBI-löggunni Dale Coop- er, sem blótaði þeim í sand og ösku. „Synir Óðins“, eins og Íslendingarnir voru kallaðir, létu einnig að sér kveða í mikilli veislu sem haldin var þeim til heiðurs á gistiheimilinu. Ekki þótti myndin sem dregin var upp af landi og þjóð glæsileg og sagan segir að Íslendingar í Bandaríkjunum hafi læðst með veggjum vikurnar eftir sýningu þáttarins. Í kvikmynd Roberts Altman, The Player frá árinu 1992, er aðalpersónan íslensk, June Guðmundsdóttir. Greta Scacchi leikur June og við myndum seint samþykkja hvernig hún ber fram nafnið sitt, „Gud- múnds-dotter“. Á blaðamannafundi eftir frumsýningu myndarinnar vildi íslenskur blaðamaður sem þar var staddur fá að vita hvers vegna June væri íslensk. Hann stóð upp og hóf upp raust sína: „Ég heiti Ómars- son og kem frá Íslandi …“ Lengra komst hann ekki því salurinn sprakk úr hlátri. Þegar fólk hafði hlegið nóg af íslenska blaðamanninum sem stóð eldrauður í fram- an í miðjum sal, svaraði handritshöfundur- inn: „Okkur vantaði bara eitthvað nógu fáránlegt og fjarlægt öllu því sem er í myndinni. Altman kom strax með ýmsar hugmyndir um Ísland, en ég skildi ekkert í þeim. Og skil þær ekki enn.“ Ísland aðhlátursefni í Hollywood Í D2: Mighty Ducks 2 kom íslenska barnaíshokkílandsliðið mikið við sögu. Krakkarnir litu út eins og litlir nasistar og báru nöfn eins og Wulf og Gunnar Stahl. Liðið lék ljótan leik og á meðal þess sem krakkarn- ir hrópa í hita leiksins er „Áfram, áfram, destroy!“ María Ellingsen lék íslenskan hokkíáhugamann sem fellur fyrir Emilio Estevez. Þökk sé Davíð og Halldóri var Ísland aðhlátursefni í mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11, ásamt öðrum smáþjóðum sem studdu grimma risann. Í Hostel er íslenski bakpokaferða- langurinn Óli brytjaður í spað. Honum tekst þó að stynja út úr sér einu orði fyrst, „snípur“. Í einum af fyrstu þáttunum af Seinfeld líkti Elaine því við að flytja í aðeins stærri íbúð, sem var samt slæm, við að flytja frá Íslandi til Finnlands: „Well, for me it’s a step up, it’s like moving from Iceland to Finland.“ Í Joey-þætti talar ein stelpan um að Drake Ramoray, persónan sem Joey lék í sápuóperunni, væri „huge“ á Íslandi. Þetta þótti til marks um hvað Joey væri mis- heppnaður. Anna Björns lék íslenskan skiptinema í framhaldsmynd- inni More American Graffiti. Mynd- in floppaði illa en það var samt alls ekki Önnu að kenna. Þökk sé kynningarátaki Icelandair komu lausgyrtar íslenskar flugfreyj- ur mikið við sögu í þættinum Money for nothing and Icelandic Chicks for free í fjórðu seríu mafíuþáttanna The Sopranos. Íslensk- um femínistum var ekki skemmt en Icelandair hefur eflaust selt fleiri flugmiða. Í Disney-teiknimyndinni Lilo & Stich fær geimveran Stitch nafnið sitt af því að „það er alvöru nafn á Íslandi“. Sjónvarpsmyndin Girl in the Café, eftir Harry Potter- leikstjórann David Yates með Bill Nighy í aðalhlut- verki, gerist í Reykjavík. Íshöll illmennisins í Bond-myndinni Die Another Day var á Íslandi. Sá vondi var þó ekki íslenskur heldur breskur aðalsmaður – eða reyndar DNA-breyttur Kóreumaður. Tommy Lee réttlætir aðferðina sem notuð er til að berjast á móti eldgosinu í Volcano með því að segja að „svona gera menn þetta á Íslandi“. Sérstaklega er tekið fram að snæ- uglan sem Jim Carrey drepur óvart með kampavínskorktappa í Dumb and Dumber sé íslensk. Aumingja við. Litla krúttlega þjóðin ein og yfirgefin í miðju Atlantshafinu. Þótt við berum okkur mannalega og nefnum Björk, íslenska hestinn og glímuna til marks um yfirburði okkar og getu, verðum við þó seint meira en pönslænið í áframhaldandi brandara skemmtanaiðnaðarins. Hin sauðslega mynd sem nýlega var dregin upp af okkur í The Daily Show er ekkert einsdæmi. Við höfum oft áður verið aðhlátursefni í Hollywood. 1. Úr Iceland frá 1942. Katrina í „ekta íslenskum fötum“ með dátanum, vini hans sem kallaði Íslendinga „eski- móa“ og pabbanum gráðuga. 2. Úr Journey to the Center of the Earth frá 1959. Íslendingurinn Hans er lengst til vinstri með gæsina Geirþrúði. 3. John Cleese og Jamie Lee Curtis í Fiskinum Vöndu datt í hug að fara til Íslands í ástarbrímanum. 4. Hómer og Marge ganga fram hjá alíslenskri matsölu. 5. Dale Cooper var andvaka vegna íslenskra drykkjuláta í Twin Peaks. 6. Greta Scacchi sem June Gudmunds- dottir í The Player. 5 6 1 2 3 4 Meira Ísland í Hollywood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.