Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 18
18 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Embættisveiting
Björn Bjarnason hefur ítrekað sagt
að ég hafi skrifað mig
frá því að fjalla um skip-
an héraðsdómara á
Norður- og Austurlandi
með því að líkja þeim
embættisgjörningi setts
dómsmálaráðherra við
stjórnarhætti nazista – með slíku
gerðu menn sig einfaldlega mark-
lausa og þannig væri komið fyrir
mér í þessu máli.
Hver skyldi nú hafa verið þessi sam-
líking og hvert skyldi hafa verið til-
efnið?
Í leiðara Morgunblaðsins 10. janúar
2008 var því andmælt að tilvist
dómnefndarinnar samkvæmt 12.
gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla
setti veitingarvaldinu einhver tak-
mörk. Þetta sé einfaldlega rangt,
enda komi það hvergi fram í nein-
um lagatexta (leturbr.: S.L:), nefnd-
in sé að draga til sín vald sem hún
hafi ekki.
Við þessi ummæli gerði ég eftir-
farandi athugasemd: „Hér skín; í
taumlausa vildarhyggju þar sem
einungis er áskilið að lög séu sett
með formlega réttum hætti og þeim
beri að framfygja með valdi hvert
svo sem efni þeirra er. Valdboðið er
sett í öndvegi; annað látið víkja.
Með þetta að leiðarljósi er alræði og
geðþótta opnuð leið og eru nær-
tækust dæmin frá Þýzka-
landi eftir 1930.“ Hér er
lagatextinn allsráðandi,
rétt eins og aðrar réttar-
heimildir séu ekki til.
Þess er nú fyrst að
geta að sú vildarhyggja
(pósitífismi), að lög séu
tæki valdsins hefur löng-
um sætt gagnrýni lög-
spekinga, siðspekinga og
heimspekinga allt frá
miðöldum, en hún sótti á
og náði fullum tökum á mönnum á
einveldisöld. Reyndar var hún mjög
áhrifamikil allt fram yfir miðja 20.
öld, enda trúðu menn að fulltrúalýð-
ræðið og réttindaákvæði í stjórnar-
skrám myndu reisa henni skorður.
Þetta reyndist ekki standast svo
sem dæmin frá Þýzkalandi sýna –
valdataka nazista – og viðhorf rétt-
arheimspekinga eða lögspekinga
breyttust, þannig að þeir tóku að
gefa meiri gaum en áður grunngild-
um sem búa að baki réttarskipun-
inni. Það birtist síðan í stjórnskip-
unarlögum og alþjóðasáttmálum
með vaxandi áherzlu á mannrétt-
indaákvæði, í almennri löggjöf,
ekki sízt á sviði réttarfars og stjórn-
sýsluréttar og í tíðari skírskotun
dómstóla til óskráðra meginreglna
laga. Til viðbótar hefur verið lögð
vaxandi áherzla en áður að skipta
valdi milli stofnana til gagnkvæms
aðhalds og þá ekki sízt að styrkja
stöðu dómsvaldsins. Allt miðar þetta
að því að takmarka vald, enda hefur
reynslan sýnt að fulltrúalýðræðið
gegni ekki því hlutverki sem skyldi.
Hér á landi hefur verið leitazt
við að koma til móts við þá þróun
sem lýst hefur verið með stjórn-
sýslulögum 1993 og stofnun emb-
ættis umboðsmanns Alþingis 1987.
Með svokölluðum aðskilnaðarlög-
um 1989 var leitazt við að styrkja
sjálfstæði dómsvaldsins og auð-
velda dómsmálaráðherra að taka
faglega ákvörðun, þannig að hann
hefði óháða dómnefnd sér til full-
tingis. Þetta er síðan ítrekað í
núgildandi dómstólalögunum frá
1998.
Túlkunarhagræðing
Með grein minni 15. janúar sl.
freistaði ég að útskýra þessa við-
horfsbreytingu sem meðal annars
hefur sett mark sitt á lagasetningu
og lagaframkvæmd hér á landi og
þar var þróunin í Þýzkalandi nefnd
sem einn áhrifaþáttur þeirra
umskipta. Þessi breyting hefur
greinilega farið framhjá Birni;
hann trúir eins og einvaldshöfðingi
á valdið og lögin sem tæki þess og
samræmi við það er embættisskip-
an setts dómsmálaráðherra bæði
lögleg og siðleg. En því til réttlæt-
ingar verður hann að slíta texta úr
samhengi og fá þá niðurstöðu að ég
hafi líkt dómaraskipan setts dóms-
málaráðherra við stjórnarhætti
nazista. Ákvörðun getur verið
gagnstæð lögum og góðum siðum,
en með því er henni ekki jafnað við
ógnarverk nazista. Og til þess að
hnykkja á órum sínum vitnar Björn
til þingmanns á Evrópuþinginu
Daniels Hannans að nafni sem líkti
fundarstjórn þingforseta sem vildi
takmarka málþóf hans við stjórn-
lagarof nazista 1933, og var vikið
úr þingflokki sínum.
Nú er rétt að menn íhugi hvort
það sé sambærilegt að beina slík-
um fjölmælum beint til þingfor-
seta sem er að gæta þingskapa, eða
nefna þróun í Þýzkalandi eftir 1930
sem einn meðal fleiri orsakaþátta í
þeirri viðhorfsbreytingu að réttar-
heimspekingar hurfu frá gallhörð-
um vildarrétti að siðferðilegum
grunngildum réttarskipunarinnar.
Þetta ræða þýzkir lögfræðingar
opinskátt án þess að skrifa sig út
úr umræðunni eða gera sig mark-
lausa.
Hér er gott dæmi um hvernig
maður sem skortir rök reynir að
víkja sér undan orðræðu. Jafn-
framt varpar þetta nokkru ljósi á
stjórnmálaumræðu á Íslandi.
Höfundur er lagaprófessor.
Dómsmálaráðherra túlkar texta
UMRÆÐAN
Fiskveiðistjórn
Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um stjórn fiskveiða nr.
38/1990 var takmörkuðum heildar-
afla skipt að meginstefnu til á milli
útgerða fiskiskipa í samræmi við
útgefinn kvóta þeirra fyrir árið
1990 en sá kvóti réðst að mestum
hluta af veiðireynslu skipa á
tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31.
desember 1989. Hlutdeild smábáta í
lönduðum þorskafla var tæp 4%
árið 1984 en í skiptingunni 1990
fengu þeir um eða yfir 13%
þorskkvótans og þar af var miðað við að
krókabátar, þ.e. bátar undir 6 brl. sem veiddu
með línu og/eða handfæri, fengju eigi síðar
en 1. september 1994 2,2% þorskkvótans.
Hvernig hefur kvóta verið skipt síðan 1991?
Síðan 1991 hafa löggjafinn og stjórnvöld
holað upphaflegu meginreglur kvótakerfis-
ins með því að færa kvóta á milli útgerðar-
flokka og leyfa veiðar umfram heildar-
kvóta. Þannig var í fyrsta lagi
sóknardagakerfi krókabáta viðhaldið með
lögum nr. 87/1994 og síðari lagabreytingum
þar til að það var að mestu leyti afnumið 1.
september 2004. Þegar samræmdu
krókaflamarkskerfi var komið á 1.
septem ber 2006 hafði þessi útgerðar-
flokkur yfir 17,5% þorskkvótans
að ráða ásamt því að hafa umráð
þó nokkurs hluta kvótans í
öðrum botnfisktegundum. Í öðru
lagi hefur fiskveiðirétti í
botnfiski verið úthlutað á grund-
velli línutvöföldunar, línuíviln-
unar, byggða- og jöfnunarsjón-
armiða auk þess sem búnir hafa
verið til sérstakir kvótapottar.
Til viðbótar þessu hefur
landaður þorskafli síðan 1991
verið þó nokkuð umfram
ráðgjöf fiskifræðinga og
umfram gildandi heildarafla-
mark á hverjum tíma, þ.e.
áðurnefndir krókabátar hafa
fengið að veiða umfram það sem var
fyrirfram ákveðið.
Til einföldunar má segja að kerfið hafi
síðan 1991 verið tvöfalt, annars vegar kerfi
sem byggir á skilgreindum og framseljan-
legum kvótum og hins vegar kerfi þar sem
löggjafinn og stjórnvöld hafa úthlutað
kvótum til að ná fram tilteknum pólitískum
og félagslegum markmiðum. Lítið var sagt
frá síðarnefnda kerfinu í vörn íslenska
ríkisins og ekki bent á að framangreindar
endurúthlutanir ríkisvaldsins hafa verið til
þess fallnar að minnka enn frekar vægi
upphaflegu skiptingarinnar árið 1984.
Hafalmenningur og sameignaryfirlýsingin
Allt frá landnámi Íslands hefur langstærsti
hluti hafsins umhverfis Íslands verið
almenningur, þ.e. í öllum grundvallaratrið-
um átti enginn hafsvæðið né heldur þau
verðmæti sem þar var að finna. Þegar 200
sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands var
viðurkennd árið 1976 öðlaðist íslenska ríkið
ekki eignarrétt yfir hafsvæðinu heldur
fullveldisrétt, þ.e. rétt til að stýra fiskveið-
um með reglusetningu. Hafsvæðið var því
sem fyrr almenningur.
Fræðimenn hafa talið að sú yfirlýsing
löggjafans, að nytjastofnar á Íslandsmið-
um séu sameign íslensku þjóðarinnar, hafi
engin áhrif þess efnis að færa íslensku
þjóðinni eða íslenska ríkinu eignarrétt yfir
villtum og vörslulausum nytjastofnum. Lög
hafa því ekki fært íslensku þjóðinni eða
íslenska ríkinu eignarrétt yfir Íslandsmið-
um, nytjastofnum eða kvótum. Í málflutn-
ingi gagnaðila íslenska ríkisins fyrir
Mannréttindanefnd SÞ var fullyrt að
Íslandsmið væri sameign íslensku þjóðar-
innar. Ekki verður séð að íslenska ríkið
hafi berum orðum mótmælt þessum
skilningi. Einnig voru, í vörn íslenska
ríkisins, litlar sem engar skýringar færðar
fram um réttarstöðu almenninga hér á
landi.
Forsendur Mannréttindanefndarinnar og
fordæmisgildi álitsins
Þegar litið er til forsendna meirihluta
Mannréttindanefndarinnar í kvótamálinu
er ljóst að lagt er til grundvallar að öllum
kvótum í botnfiskveiðum hafi verið
úthlutað árið 1984, þeir hægt og sígandi
orðið að ótímabundnum og framseljanleg-
um verðmætum og það þrátt fyrir yfirlýs-
ingu í lögum um að Íslandsmið séu
sameign íslensku þjóðarinnar. Með hliðsjón
af því sem var rakið hér að framan og
fjallað var um í löngu máli í síðustu grein
er ljóst að þessar forsendur standast ekki.
Fordæmisgildi álitsins er því takmarkað.
Þrátt fyrir það er ekki útilokað að nefndin
kæmist að sömu niðurstöðu í sambærilegu
máli. Að mati undirritaðs er þó ólíklegt að
svo verði. Þetta byggist aðallega á því að
samningur um borgaraleg og stjórnmála-
leg réttindi var ekki gerður til þess að
vernda efnahagsleg réttindi eins og
atvinnufrelsi. Í skjóli hinnar almennu
jafnræðisreglu er þó hægt að feta þá braut
að endurskoða ráðstafanir ríkisvaldsins við
stjórn einstakra atvinnugreina.
Kjarni málsins er sá að einstaklingar,
sem hafa staðið í svipuðum sporum og
sjómennirnir tveir sem vísuðu málinu til
Mannréttindanefndarinnar, hafa löngu
eftir upphaflegu skiptinguna árið 1984
fengið mörg tækifæri til að hefja útgerð án
þess að kaupa sér dýra kvóta. Með hliðsjón
af því er óvíst að nefndin telji sér heimilt í
sambærilegu máli að blanda sér inn á þetta
athafnasvið á grundvelli hinnar almennu
jafnræðisreglu.
Höfundur er sérfræðingur við
Lagastofnun Háskóla Íslands.
BRÉF TIL BLAÐSINS
HELGI ÁSS
GRÉTARSSON
Álit Mannréttindanefndar SÞ III
SIGURÐUR LÍNDAL
En því til réttlætingar verður
hann að slíta texta úr sam-
hengi og fá þá niðurstöðu að
ég hafi líkt dómaraskipan
setts dómsmálaráðherra
við stjórnar hætti nazista.
Ákvörðun getur verið gagnstæð
lögum og góðum siðum, en
með því er henni ekki jafnað
við ógnarverk nazista.
Takk fyrir okkur, Guðlaugur
Þór
Andrea Guðnadóttir skrifar:
Ég og fjölskylda mín viljum með bréfi
þessu þakka háttvirtum heilbrigð-
isráðherra Guðlaugi Þór sérstaklega
vel fyrir skilning, áhuga og stuðning
í verki.
Þannig er málum háttað að tveir
heyrnarlausir synir mínir þurfa á
stöðugri talkennslu að halda. Á haust-
mánuðum sögðu talmeinafræðingar
sig frá samningi við Tryggingastofnun
ríkisins, allir nema einn. TR var því
óheimilt að taka þátt í kostnaði við
talþjálfun drengjanna minna en auð-
vitað brást heilbrigðisráðuneytið við,
seint og um síðir, og setti reglugerð
nr. 1166/2007 sem heimilaði TR að
greiða fjölskyldunni styrk kr. 2000.-
fyrir hvern tíma, sem kostar frá og
með 1. febrúar kr. 6.720.
Drengirnir fá vikulegan tíma þannig
að okkar kostnaður í febrúar verður
til dæmis kr. 53.760 en TR borgar
okkur styrk 16.000, eftir verður bara
37.760.- sem er ca tvöfalt það sem
við greiddum árlega þegar samningur
talmeinafræðinga var í gildi. Það er
ómetanlegt fyrir okkur foreldra fatl-
aðra sjúkratryggðra barna að mæta
svo miklum skilningi og fagmennsku
þegar um er að ræða nauðsynlega
endurhæfingu barnanna okkar.
Það hlýtur að vera skoðun ráðherra
að eðlileg kostnaðarþátttaka foreldra
fatlaðra barna sé mörg hundruð
þúsund á hverju ári. Metnaðurinn
sem lagður hefur verið í reglugerð nr.
1166/2007 gefur það a.m.k. til kynna.
Takk kærlega fyrir okkur.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A