Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 90

Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 90
FÓTBOLTI Sigur knattspyrnulands- liðsins á Armenum á miðvikudags- kvöldið var ekki aðeins fyrsti sig- urinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar heldur einnig fyrsti sigurleikur liðsins án fyrir- liðans Eiðs Smára Guðjohsen frá árinu 2001, eða í rúm sjö ár. Fyrir leikinn gegn Armenum var íslenska landsliðið nefnilega búið að spila 21 leik í röð án Eiðs Smára án þess að vinna. Tryggvi Guðmundsson tengist tímamótunum í báða enda því hann skoraði þrennu gegn Ind- verjum í síðasta sigurleik lands- liðsins án Eiðs Smára og það var síðan hann sem kom íslenska lið- inu yfir á móti Armenun. Tryggvi skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigurleik á Indlandi 13. jan- úar 2001 en síðan hafði íslenska landsliðið gert 9 jafntefli og tapað 12 leikjum án Eiðs Smára. Á sama tíma hafði íslenska landsliðið aftur á móti unnið 13 af 40 leikjum (og gert 4 jafntefli) með Eið Smára innanborðs. Á þessum tíma er hlutfallsárangur- inn 21,4 prósent án Eiðs Smára en 37,5 prósent með hann innanborðs. Markatalan var 9-35 án hans en 57-78 með Eið í liðinu. - óój Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu í síðasta sigurleik án Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir sjö árum: Fyrsti sigurinn án Eiðs Smára frá 2001 2001 Chile 0-2 tap Pólland 1-1 jafntefli 2002 Kúvæt 0-0 jafntefli Sádi-Arabía 0-1 tap Brasilía 1-6 tap Noregur 1-1 jafntefli Eistland 0-2 tap 2003 Mexíkó 0-0 jafntefli 2004 Albanía 0-2 tap Lettland 0-0 jafntefli 2005 Króatía 0-5 tap Ítalía 0-0 jafntefli Pólland 2-3 tao Svíþjóð 1-3 tap 2006 Spánn 0-0 jafntefli 2007 Svíþjóð 0-5 tap Kanada 1-1 jafntefli Spánn 1-1 jafntefli Danmörk 0-3 tap 2008 Hvíta-Rússland 0-2 tap Malta 0-1 tap LEIKIRNIR ÁN EIÐS SMÁRA SÍÐUSTU SJÖ ÁR FAGNA SAMAN Tryggvi Guðmundsson hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur sigurleikjum Íslands án Eiðs Smára Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Kevin Keegan, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, er stórhuga fyrir hönd félagsins og kvaðst vonast til að geta sannfært Thierry Henry, leikmann Barcelona, um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina til New- castle. „Það væri frábært að geta krækt í Henry frá Barcelona. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni og að standa á hliðarlínunni og sjá þá hluti sem hann hefur gert gegn mjög góðum mótherjum er hreint ótrúlegt. Ég vil fá leikmenn til félagsins sem fá fólk til þess að standa á öndinni af aðdáun og ná árangri þannig að við getum haft innistæðu fyrir að kalla okkur stóran klúbb,“ sagði Keegan ákveðinn í samtali við Radio Newcastle í gær. - óþ Kevin Keegan, Newcastle: Vill fá Henry á St. James‘s Park STÓRHUGA Kevin Keegan vill fá leik- menn á borð við Thierry Henry til liðs við Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Nýliðar KR geta unnið sinn þriðja leik í röð á meisturum Hauka þegar þær fá þær í heimsókn í DHL-Höllina í dag. Haukar unnu fyrsta leik liðanna með þremur stigum þegar KR-liðið var kanalaust og lék án Monique Martin. Síðan þá hefur KR unnið báða leiki liðanna, fyrst 88-81 á heimavelli þar sem umrædd Martin skoraði 45 stig, en svo einnig 80-74 á Ásvöllum þar sem Martin var ekki með en Hildur Sigurðardóttir skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hildur hefur skorað 22,7 stig að meðaltali gegn Haukum í vetur. Sigrún Ámundadóttir hefur einnig verið í miklu stuði með KR gegn sínum gömlu félögum í Haukum en hún er með 14,7 stig og 14,7 fráköst að meðaltali í þremur leikjum liðanna í vetur. - óój Nýliðar KR í kvennakörfunni: Kemur þriðji sigurinn í röð á meisturunum? Í FARARBRODDI Hildur Sigurðardóttir hefur leikið vel gegn Haukum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.