Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.02.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 10.02.2008, Qupperneq 20
20 10. febrúar 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI: Hörður Blöndal hafnarstjóri er 62 ára. Jóhann Bachmann Ólafsson er 32 ára. MEKRISATBURÐIR: 2005 Norður Kórea gerir kjarn- orkuvopnaeign landsins opinbera. 1984 Fjórir menn af Fjallfossi drukkna milli skips og bryggju á Grundartanga. 1974 Landamærastríð milli Írans og Íraks brýst út. 1962 Tveir farast og 26 bjarg- ast þegar togarinn Elliði frá Siglufirði sekkur undan Öndverðarnesi. 1944 Þýskar flugvélar varpa sprengjum að olíuskip- inu El Grillo sem liggur á Seyðisfirði svo það sekkur. 1943 Orlofslög, sem tryggja einn frídag fyrir hvern unninn mánuð, eru sett á Alþingi. 1938 Björgunarskútan Sæbjörg er vígð í Reykjavík. Laura Ingalls Wilder var höfundur bókanna um húsið á sléttunni sem vinsælir sjónvarpsþætt- ir voru gerðir eftir. Í bókunum lýsir hún lífi fjölskyldu sinnar í Amer- íku landnemanna á nítjándu öld. Laura fæddist 1867 í Wisconsin og var mjög ung þegar faðir henn- ar Charles Ingalls flutti með fjöl- skylduna til Kansas inn á lendur indjána en fjöldkyldan var svo á faraldsfæti um Ameríku í nokk- ur ár. Laura var tólf ára þega þau settust að í Dakota í bænum De Smet sem þá var að byggjast upp og þar gerist sagan um litla húsið á sléttunni. Laura Ingalls hóf að kenna 15 ára að aldri til að drýgja tekjur fjölskyldunnar en hætti því þegar hún gift- is Almanzo Wilder átján ára. Þau eignuðust eina dóttur, Rosie, og unnu bæði hörðum höndum á búgarði sínum uns Almanzo lamaðist í slysi, en hann náði aldrei fullri heilsu eftir það. Þau bjuggu við kröpp kjör þangað til bækur Lauru um æsku- minningar hennar fóru að selj- ast og Rosie dóttir þeirra hjálpaði þeim að fjárfesta í hlutabréfum. Í verðbréfahruninu 1929 misstu þau allar eigur sínar og þurftu að treysta á dóttur sína um fram- færslu. Laura skrifaði stöku greinar fyrir blöð og hélt áfram að skrifa bækur og bjuggu hjónin við fjár- hagslegt sjálfstæði þegar Almanzo dó árið 1949. Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál og njóta enn mikilla vinsælda. Laura Ingalls var níræð þegar hún lést. ÞETTA GERÐIST: 10. FEBRÚAR Laura Ingalls Wilder lést Á dögunum var stofnað Jafnrétt- indafélag Íslands og er formaður þess ungur laganemi í Háskólanum í Reykjavík, Ólafur Hannesson. Ólafur segir kveikjuna að stofnun félagsins hafa verið umræðuna síð- astliðið ár meðal annars um liti á ung- barnafatnaði fæðingadeildarinnar og tillöguna um breytingar á orðinu ráð- herra. Hann segir umræðuna sem fór af stað í kjölfarið á bloggsíðum hafa verið grófa og fyrir neðan allar hell- ur og honum og fleirum fannst vanta vettvang fyrir siðmenntaðri umræðu um þessi mál. „Tilgangurinn með félaginu er að koma umræðunni í jafnari stöðu og vonandi siðmenntaðri og að fólk tali opinberlega án þess að vera með leið- indi og ljótt orðbragð,“ segir Ólafur. „Það er verið að niðurlægja orðið jafnrétti og þegar maður las blogg- in og fylgdist með umræðunni átti maður bágt með að trúa orðbragðinu sem kom frá fólki í skjóli nafnleynd- ar. Okkur fannst vanta félag fyrir þá sem eru á móti kynjakvótum en vilja fá jafnræði fyrir bæði kynin.“ Ólafur segist ekki geta séð að þau jafnréttisfélög sem fyrir eru berj- ist fyrir bæði kynin og umræðan um jafnréttismál í þjóðfélaginu sé of eins- leit. Hann segir oft búið að tala um að stofna félag sem berjist fyrir bæði kynin og vill ekki kalla nýja félagið karlréttindafélag því markmið félags- ins sé jafnrétti fyrir alla. „Feministafélagið er að berjast fyrir jöfnuði en við viljum berjast fyrir jafnrétti en þó við séum ekki að berjast eins þá erum við að berjast fyrir svipuðum hlutum og þess vegna ætti ekki að gera lítið úr neinum. Það er munur á jafnrétti og jöfnuði og að brjóta á jafnrétti til að ná jöfnuði er ekki gott. Við viljum að allir hafi það gott en það þarf að breyta þjóðfélag- inu án þess að þvinga það,“ segir Ólaf- ur og á þar við kynjakvóta sem honum og félgsmönnum finnst ósanngjarn. „Það er fáránlegt að velja karl bara af því að hann er karl eða konu af því að hún er kona. Það á að velja fólk vegna hæfileika. Jafnrétti sem slíkt er jafn réttur fólks og það er ekki til neitt sem heitir jákvæð mismunun. Það næst ekki jafnrétti með því að mismuna.“ Fyrir hálfum mánuði hélt Jafnrétt- indafélgið undirbúningsfund í Háskóla Reykjavíkur og bauð alþingismönnum allra flokka að koma og flytja ávörp og svara spurningum. Allir flokkar sendu fulltrúa nema Frjálslyndir og segir Ólafur fundinn hafa verið mjög áhugaverðann og að miklar umræður hafi orðið. „Okkur finnst skipta máli að fólk hafi tengingu við þá sem stjórna og það hvað þeir eru að hugsa. Við feng- um alþingismenn til að koma og tala við fólkið og ætlum að gera þetta reglulega. Þarna fóru fram fyrir- spurnir og svör og það var spjallað um jafnréttið eins og það er í dag. Ætlun- in er svo að koma upp heimasíðu fyrir félagið en enn sem komið er notumst við við bloggsíðuna mína oliha.blogg. is fyrir umræður og svo getur fólk skráð sig í félagið á jafnretti@sim- net.is og sent þangað fyrirspurnir og fengið svör. Við viljum að fólk taki þátt í að móta félagið með okkur og byggja það upp.“ Undanfarið hefur hópurinn stækkað og hefur fólk skráð sig í félagið í hverri viku. Ólafur ætlar að boða til aðalfund- ar á næstunni þar sem fólk getur skráð sig og spjallað og hann er bjartsýnn á framtíð nýja félagsins. „Góðir hlutir gerast hægt en gerast samt sem áður, það þarf bara þolinmæði til að fylgja þeim eftir.“ heida@frettabladid.is JAFNRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS: STOFNAÐ Á DÖGUNUM Vill siðmenntaðari umræðu BERJAST FYRIR ALLA Ólafur Hannesson, laganemi og formaður nýstofnaðs jafnréttindafélags, telur þörf á félagi sem berst fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN THOMAS BERNHARD FÆDD- IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1931. „Það sem skiptir máli er hvort við viljum ljúga eða segja sannleik- ann og skrifa sannleik- ann, jafnvel þó það geti aldrei orðið sannleikur og sé aldrei sannleikur.“ Thomas Bernhard rithöfundur var af mörgum tal- inn snillingur. Hann þótti kaldur og óvæginn í gagnrýni sinni á aðra rithöfunda og hirti lítið um álit annara. Bernhard átti ófá hneyksli að baki þegar hann lést árið 1989. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er heiðruðu minningu okkar ástkæra, Sigmundar Sigurgeirssonar Þorragötu 9, og sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát hans og útför. Ásdís Sigurðardóttir Sigurgeir Ó. Sigmundsson Ingunn Mai Friðleifsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Bjarni Ólafur Ólafsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurásta Guðnadóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 11. febrúar og hefst athöfnin kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Elli- og hjúkrunarheim- ilisins Grundar. Guðni G. Sigurðsson Þóra Hallgrímsson Benedikt G. Sigurðsson Áslaug Þorleifsdóttir Ingibergur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla Bjarnadóttir Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, áður á Grundarvegi 17, Ytri-Njarðvík, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 3. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Oddbergur Eiríksson Kolbrún Oddbergsdóttir Sveinn Sigurðsson Guðmundur Oddbergsson Ingibjörg Jónsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín,móðir okkar tengdamóðir,amma og langamma, Guðleif Ólafsdóttir hjúkrunarkona, Sogavegi 172, lést á Borgarspítalanum hinn 7. febrúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl.15.00. Júlíus Helgi Helgason Ásthildur Ketilsdóttir Sigríður Ketilsdóttir Guðmundur Júlíusson Ágúst Júlíusson Ólafur Júlíusson Rósa Erlendsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.