Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 6
6 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
Lítil bleik gjöf
fyrir stóru ástina
Fí
to
n
/
S
ÍA
Við kynnum nýjan lit, bleikan iPod nano –
tilvalinn fyrir ástina á Valentínusardaginn eða
konudaginn. Þú getur fengið hann með sérstakri
áletrun til elskunnar þinnar án aukakostnaðar.
iPod nano fæst annað hvort 4 eða 8 GB og rúmar
allt að 2.000 sönglög eða u.þ.b. 4–8 klst. af
myndbandsefni. Ljósmyndin hér að ofan sýnir
spilarann í raunstærð og með honum getur þú
ekki aðeins hlustað á tónlist, heldur einnig horft
á myndbönd.
iPod nano bleikur, 8 GB –
tilboð með séráletrun 24.990 kr.
iPod nano
Innifalið í tilboði:
Sérmerktur elskunni
þinni!
Febrúar Ko
nudagurinn
Febrúar
Valentín
usardag
urinn
Apple IMC
Apple IMC | Humac ehf.
Sími 534 3400
www.apple.is
Laugavegi 182
105 Reykjavík
Kringlunni
103 Reykjavík
Tilboðið gildir til 24. febrúar.
iPod nano
Raunstærð:
52 x 70 x 6,5 mm
Aðeins 49 g
VIÐSKIPTI Viðskiptaráð kallar eftir
skýrri sýn og aðgerðum af hálfu
stjórnvalda varðandi framtíðar-
skipan gjaldeyrismála hér á landi
og aðgerðum til að styrkja efna-
hagslegan stöðugleika.
„Ýmislegt virðist benda til þess
að hag Íslendinga verði betur borgið
til framtíðar með upptöku evru,“
segir Erlendur Hjaltason, formaður
Viðskiptaráðs, en hann flutti opnun-
arræðu Viðskiptaþings í gær. Yfir-
skrift þingsins var: „Íslenska
krónan: Byrði eða blóraböggull?“
Erlendur bendir á að fyrir-
komulag peningamála sé heitt
umræðu efni í þjóðfélaginu og
segir niðurstöðu skoðanakönnunar
Við skipta ráðs meðal aðildarfélaga
sýna að fyrirtæki hér geti illa
unað við óbreytt ástand.
„Forsvarsmenn tveggja af hverj-
um þremur fyrirtækjum telja fjár-
málastjórn hins opinbera hafa dreg-
ið úr efnahagslegu jafnvægi og jafn
margir eru fylgjandi því að Íslend-
ingar taki upp annan lögeyri en
íslensku krónuna.“ Um leið eru
samt töluvert fleiri félagar við-
skiptaráðs andvígir umsókn um
aðild að Evrópusambandinu.
Erlendur segir þó engan vafa leika
á hagrænum yfirburðum þess að
taka þátt í Myntbandalagi Evrópu í
samanburði við einhliða upptöku
evru. „Þess vegna er þeim mun
brýnna að huga vel að efnahagsleg-
um áhrifum aðildar að Evrópusam-
bandinu, fyrir almenning, fyrir-
tæki, atvinnugreinar og Ísland í
heild.“
Formaður Viðskiptaráðs sagði í
ræðu sinni að svo virðist sem
stefnumótun stjórnvalda skorti
varðandi framtíðarskipan gjaldeyr-
ismála, eða hún sé ekki í takt við
þarfir atvinnulífs og almennings.
„Stjórnvöld hafa litið framhjá þeim
vandamálum sem óhjákvæmilega
tengjast sjálfstæðri peningastefnu.
Þetta er óheppilegt, því þetta gerir
þau áhrifalaus um þróun mála.“
Erlendur segir að frá upptöku verð-
bólgumarkmiðs 2001 megi að mestu
rekja ójafnvægi í efnahagsmálum
til ákvarðana og umsvifa hins opin-
bera, en krónan hafi verið gerð að
blóraböggli fyrir hnökra í hag-
stjórn. „Það er því ljóst að aukinn
efnahagslegur stöðugleiki er grund-
vallarforsenda þess að íslenska
krónan eigi sér von um framtíð.“
Viðskiptaráð gagnrýnir stjórn-
völd enn frekar og bendir á að á
meðan Seðlabankinn hækki vexti til
að slá á verðbólgu haldi hið opin-
bera húsnæðisvöxtum lágum með
niðurgreiðslu húsnæðislána gegn-
um Íbúðalánasjóð. „Þetta jafngildir
því að stíga á bremsu og bensín á
sama tíma,“ segir hann.
olikr@frettabladid.is
Vilja evru en ekki ESB
Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja af þremur vilja losna við krónuna. Um leið
eru fleiri á móti Evrópusambandsaðild en fylgjandi. Á Viðskiptaþingi 2008 voru
stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnuleysi í gjaldeyrismálum og lausatök í hagstjórn.
VIÐSKIPTI „Ég tel mjög ósennilegt
að það sé grundvöllur fyrir slíku
og ég tel ekki að það sé raunhæf
leið,“ segir Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra, um að stjórnvöld
semji við Evrópska seðlabankann
um stuðning eða bakland vegna
skuldbindinga íslenskra fyrir-
tækja í evrum.
Hins vegar er undirbúningur
hafinn á vettvangi ríkisstjórnar-
innar til að draga úr neikvæðum
afleiðingum hugsanlegrar láns-
fjárkreppu á alþjóðamörkuðum.
„Eðlilegt er að vinna að slíku í
góðu samstarfi við aðila á mark-
aðnum,“ segir Geir Hilmar
Haarde forsætisráðherra, sem
upplýsti á Viðskiptaþingi í gær að
í þessu skyni hafi forsvarsmenn
fjármálafyrirtækja verið boðaðir
á fund ríkisstjórnarinnar í dag.
Forsætisráðherra kvað könnun
á afstöðu félaga Viðskiptaráðsins
til gjaldmiðilsmála athyglisverða.
„Hins vegar ber umræðan að
undanförnu um bága stöðu
krónunnar að mínum dómi nokk-
urn keim af þeim tilteknu aðstæð-
um sem nú er við að fást á fjár-
málamörkuðum og í alþjóðlegum
efnahagsmálum,“ segir hann og
áréttar að í raun séu kostirnir
bara tveir, að halda krónunni og
treysta efnahagslegan stöðug-
leika, eða ganga í Evrópusam-
bandið og taka í framhaldinu upp
evru. „Það er einfaldlega ekki
kostur að taka einhliða upp evru.
Slíkt er ekki trúverðugt,“ segir
hann. - óká / ikh
FORSÆTISRÁÐHERRA Geir H. Haarde
forsætisráðherra segir Evrópusambands-
aðild ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar og
þar með ekki evru heldur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Evran er ekki á dagskrá frekar en Evrópusambandsaðild segir forsætisráðherra:
Fundar með bankastjórum í dag
HÆGFARA EVRUVÆÐINGU FYLGJA VANDAMÁL
„Áframhaldandi hægfara
evruvæðingu fjármálalífsins
fylgja mikil vandamál,“ segir
Richard Portes, sérfræðingur
í alþjóðafjármálum sem flutti
erindi á Viðskiptaþingi í gær.
Hann segir að stjórnvöld verði
sem fyrst að gera upp við sig
hvort þau vilji halda krónunni
eða taka upp evru.
Hann segir landið ekki of lítið fyrir
sjálfstæða mynt, en hún gæti verið
stærstu fyrirtækjum landsins fjötur
um fót.
Hann segir einhliða upptöku evru
mögulega þótt henni fylgdu ókostir,
auk þess sem landið nyti ekki ávinn-
ings af samstarfi við Evrópusambandið
eða Myntbandalag Evrópu. Sú
leið kunni þó að vera betri en
að fyrirtæki landsins færi sig
smám saman yfir í evruna, en
slíkri þróun fylgdi óstöðugleiki.
Hægfara evruvæðing segir
hann hins vegar tæpast munu
ganga til baka jafnvel þótt
hér yrðu umbætur í hagstjórn
og stjórn peningamála. „Torséð er
hvernig dregið verður úr áhrifamætti
evrunnar, nema þá með því að ýta úr
landi bönkunum og öðrum stórum
fyrirtækjum,“ segir hann og telur að
hér ætti alvarlega að hugleiða einhliða
upptöku evrunnar. „Kannski ættuð þið
að slá til. Ég held samt að betri lausn
væri að ganga í Evrópusambandið.“
RICHARD
PORTES
Á VIÐSKIPTAÞINGI 2008 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti
námsstyrki Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi í gær. Geir Haarde forsætisráðherra upplýsti um
aðgerðir til stuðnings fjármálafyrirtækjum og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs,
gagnrýndi stjórnvöld fyrir að vera samtímis á bremsu og bensíngjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TOLLAR Gildandi fyrirkomulag um
útboð tollkvóta er ekki til þess fall-
ið að lækka almennt vöruverð í
landinu, að mati Páls Gunnars Páls-
sonar, forstjóra Samkeppniseftir-
litsins. Íhugar eftirlitið nú hvort
beina skuli áliti til landbúnaðarráð-
herra vegna þessa.
Einar Kristinn Guðfinnsson
landbúnaðarráðherra hvatti í
Fréttablaðinu í gær samkeppnisyf-
irvöld, og til þess bærar stofnanir,
til að fylgjast með áhrifum tolla-
lækkana 1.mars á vöruverð í land-
inu, en þær áttu að stuðla að því að
gera matvælaverð á Íslandi sam-
bærilegt verðlagi í nágranna-
löndunum. Minntist ráðherra þar á
téð útboð tollkvótanna. Þar hafi
breytt fyrirkomulag lækkað tolla
um allt að 60 prósent.
Páll segir hins vegar að þetta
fyrirkomulag útboða, það að hæst-
bjóðandi fái kvótann, þýði að kvót-
inn verði þeim mun dýrari. Það
leiði því til hærra verðlags.
En ráðherra gæti fengið annað
álit frá eftirlitinu, því þar á bæ
telja menn einnig að innflutnings-
vernd á landbúnaðarvörum stuðli
að hærra vöruverði og leiði til
ýmissa samkeppnishindrana.
Páll áréttar að lokum að ekki sé á
verksviði Samkeppniseftirlitsins að
gera verðkannanir. Hins vegar
fylgist það á ýmsan hátt með mat-
vörumarkaði. Eftirlitið hafi til að
mynda haft aðkomu ýmissa hags-
munasamtaka að verðlækkunum á
matvöru 1. mars til rannsóknar. - kóþ
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haft verðlækkunina 1. mars til skoðunar:
Útboð tollkvóta hækkar verð
LANDHELGISGÆSLAN Skipulagðri
leit að bandarísku flugvélinni
sem hvarf af ratsjá um 50
sjómílur vestur af Keflavík á
mánudaginn hefur verið hætt.
Að sögn Landhelgisgæslunnar
hefur verið leitað á öllu því svæði
sem gera má ráð fyrir að
björgunarbátur flugvélarinnar
fyndist miðað við veðurfarslegar
aðstæður og sjólag. Gæslan hefur
beint þeim tilmælum til skipa og
báta sem eiga leið um svæðið að
þau svipist um eftir hverju því
sem bent gæti til afdrifa flugvél-
arinnar. Gæslan mun svipast um
á svæðinu í hefðbundnum
eftirlitsferðum sínum. - jse
Landhelgisgæslan:
Leit hætt að
flugmanninum
PÁLL
GUNNAR
PÁLSSON
Segir Sam-
keppniseft-
irlitið hafa
fylgst með
verðbreyt-
ingunum 1.
mars.
Vilt þú að Dagur Sigurðsson
verði næsti landsliðsþjálfari í
handbolta?
Já 57%
Nei 43%
SPURNING DAGSINS Í DAG
VIlt þú láta setja Geirsgötu í
stokk?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN