Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 12

Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 12
12 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR BRUSSEL, AP Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, kynnti í gær tillögur að víðtækri upp- stokkun landamæragæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins svonefnda, sem Ísland er líka aðili að. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um skyldu allra sem um ytri landamærin fara til að láta skrá fingraför sín og jafnvel fleiri lífkenni, og að gervihnöttum og fjarstýrðum eftirlitsflugvélum verði beitt til að fylgjast með mannaferðum á landamærasvæð- um fjarri byggð, svo sem á sjó og til fjalla. Frattini sagði nýja kerfið myndu bæta öryggi á ytri landamærum Schengen-svæðisins, sem 24 Evr- ópulönd eru nú aðilar að. Það myndi hindra fólk bæði í að komast inn á svæðið ólöglega og að dvelja leng- ur en vegabréfsáritanir heimila. Í þessu skyni eigi að beita „full- komnustu tækni til að ná sem mestu öryggi,“ tjáði Frattini frétta- mönnum í Brussel. Sagðist hann vonast til að nýju reglurnar geti gengið í gildi fyrir árið 2013. „Við viljum vera örlát við heið- arlegt fólk sem sækir okkur heim frá löndum utan Evrópu, en við viljum sýna mafíuhópum, aðilum sem stunda smygl á fólki, glæpa- mönnum og hryðjuverkamönnum fulla hörku,“ sagði hann. Talsmenn mannréttindasamtaka gagnrýna áformin og segja þau hugsuð til að bægja fátæktarflótta- mönnum frá Afríku og öðrum heimshornum frá Evrópu undir yfirskini baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. - aa LÍFKENNI Í tillögunum er gert ráð fyrir að fingraför allra sem ferðast inn á Scheng- en-svæðið verði skráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eftirlit með ytri landamærum Schengen-svæðisins: Lífkennaskráning verði skylda LÍFKENNI Í tillögunum er gert ráð fyrir að fingraför allra sem ferðast inn á Schengen- svæðið verði skráð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tölum saman Hótel KEA á Akureyri í kvöld kl. 20.00 Allir velkomnir! Staðan í heilbrigðismálum Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- ráðherra, fer yfir stöðuna í heilbrigðismálum á opnum fundi á Hótel KEA á Akureyri í kvöld kl. 20.00. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* BANDARÍKIN, AP Barack Obama er kominn með ótvíræða forystu í kapphlaupinu við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demó- krataflokksins. Eftir forkosningar í þremur ríkjum Bandaríkjanna á þriðju- dag hefur hann tryggt sér meira en 1.220 kjörmenn af þeim 2.025 sem þarf til að hljóta útnefning- una. Clinton er þó ekki langt á eftir honum, með rétt tæplega 1.200 kjörmenn, og vonast til að ná for- ystunni á ný þegar forkosningar verða í Texas og Ohio í næsta mán- uði. Þær vonir fara þó dvínandi, því samkvæmt skoðanakönnunum hefur Obama einnig verið að saxa á forskot hennar þar. Óslitin sigurganga Obama að undanförnu laðar enn fleiri kjós- endur til hans, þannig að Clinton er farin að örvænta um framhaldið. Munurinn á milli þeirra er þó svo lítill að líklega verður kapp- hlaup þeirra ekki útkljáð fyrr en á flokksþingi Demókrataflokksins í lok ágúst. Þá kemur til kasta „ofur- kjörmannanna“, það er að segja nærri 800 forystumanna flokksins sem mega verja atkvæði sínu að vild. Clinton hefur notið mun meiri stuðnings meðal þeirra en Obama, en á hinn bóginn er mikill þrýst- ingur á forystumenn flokksins að greiða atkvæði í samræmi við niðurstöður úr forkosningum. - gb CLINTON Í TEXAS Hillary Clinton treystir á að snúa við taflinu þegar forkosningar verða í Ohio og Texas í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP Obama kominn með ótvíræða forystu: Clinton farin að örvænta Bush vill friðhelgi George W. Bush Bandaríkjaforseti þrýstir nú á þingið um að sam- þykkja reglur um að símafyrirtæki, sem gert hafa leyniþjónustumönn- um kleift að hlera símtöl, njóti friðhelgi þannig að ekki verði hægt að sækja þau til saka fyrir athæfið. Til rökstuðnings máli sínu sagði hann hryðjuverkamenn vera að skipuleggja miklu verri voðaverk en árásirnar 11. september. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.