Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 14.02.2008, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 DANMÖRK Öll helstu dagblöð Dan- merkur birtu í gær skopmynd af Múhameð spámanni með sprengju í vefjarhetti sínum. Með mynd- birtingunni vilja þau lýsa yfir stuðningi við teiknara myndarinn- ar, Kurt Westergaard. Daginn áður hafði danska lög- reglan handtekið þrjá menn sem áformuðu morðtilræði gegn West- ergaard. Danir óttast nú nýja öldu mótmæla í Danmörku og víðar um heim gegn endurbirtingu myndar- innar, sem upphaflega birtist ásamt ellefu öðrum skopmyndum af Múhameð í Jótlandspóstinum haustið 2005. Leiðtogar danskra múslima for- dæmdu áformin um að myrða Westergaard, en sögðu jafnframt rangt að endurbirta umdeilda teikningu hans af spámanninum. „Við erum svo ósátt við að teikn- ingin sé endurprentuð,“ segir Mostafa Chendid, leiðtogi trúfé- lags múslima í Danmörku, í viðtali við bandarísku fréttastofuna AP. Hann sagði að samtökin, sem voru í forystu fyrir mótmælunum gegn teikningunum árið 2006, ætli að efna til mótmæla fyrir utan þing- húsið í Kaupmannahöfn. „Engu blóði hefur verið úthellt í Danmörku út af þessu máli, og engu blóði verður úthellt. Við erum að reyna að róa fólk, en við skulum sjá til hvað gerist. Við skulum byrja að tala saman,“ sagði hann. Múslimar í Indónesíu brugðust illa við þegar blaðamaður frá norska dagblaðinu Aftenposten skýrði þeim frá að skopmyndin hafi verið endurbirt. „Við skiljum ekki hvernig hægt er að birta þessar teikningar aftur,“ sagði Sayaiful Bahri Ans- hori, talsmaður múslima á Indónesíu. „Bera þessir menn enga virðingu fyrir íslam?“ Hann var ekki í vafa um að enn á ný yrði efnt til mótmæla víða um heim. Samkvæmt íslamstrú eru allar myndbirtingar af spámanninum bannaðar, hvort heldur þær eru jákvæðar eða neikvæðar, og er til- gangur bannsins að koma í veg fyrir skurðgoðadýrkun. Árið 2006 efndu múslimar víða um heim til harðra mótmæla gegn birtingu skopmyndanna í Jót- landspóstinum haustið áður. Almennt fóru mótmælin friðsam- lega fram, en víða var mikil heift í fólki. Víða var kveikt í dönskum fánum og í Nígeríu var kveikt í mörgum kirkjum og fórust þar tugir manna. gudsteinn@frettabladid.is DÖNSKU BLÖÐIN Í GÆR Eftir að danska lögreglan kom upp um áform um að myrða skopteiknarann Kurt Westergaard birtu öll helstu dagblöð Danmerkur í gær hina umdeildu Múhameðsteikningu hans. NORDICPHOTOS/AFP Múhameðsteikning endurbirt í blöðum Danir óttast nú nýja holskeflu mótmæla eftir að helstu dagblöð landsins endur- birtu skopmynd af Múhameð. Leiðtogi danskra múslima vill hefja samræður. ÖRYGGI Hópbílar hafa nýlokið við að útbúa DVD- öryggisdiska sem nota á í rútum fyrirtækisins. Eru þeir hugsaðir til að kynna þá öryggisþætti sem hafa þarf í huga þegar ferðast er með langferðabílum. Farþegar eru hvattir til þess að nota öryggisbelti og farið er vel yfir hvernig bregðast eigi við ef óhapp eða slys ber að höndum. Í dag þekkist öryggismyndefni af þessu tagi aðallega í flugvélum en með aukinni tækni í langferðabílum verður breyting þar á. Efni þessara nýju diska er mun ítarlegra en efnið sem sýnt var á gömlu myndböndunum og munu þeir leysa spólurnar alfarið af hólmi. Myndefnið er um tveggja mínútna langt og uppbyggt þannig að texti er lesinn upp samhliða myndrænu efni. Hægt er að velja á milli fjölda tungumála. Pálmar Sigurðsson, skrifstofu- og starfsmanna- stjóri Hópbíla, segir þá lengi hafa haft hugmynd um að gera svona disk. Eftir að fyrirtækið fór í áhættu- greiningu í nóvember í fyrra, og farið var yfir hvaða hættur geta steðjað að á rútuferðalögum, varð diskurinn til. Pálmar segir að byrjað hafi verið að nota diskinn strax í fyrra og að almenn ánægja sé með útkomuna. - kka Hópbílar útbúa öryggismyndefni fyrir langferðabíla sína: Aukið öryggi í hópferðabílum HÓPBÍLAR Starfsmannastjóri Hópbíla segir að ákveðið hafi verið að gefa út DVD-diskinn eftir að fyrirtækið fór í áhættu- greiningu í nóvember. ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, bað í gær frumbyggja landsins formlega afsökunar á þeirri illu meðferð sem þeir máttu sæta af hálfu hvítu innflytjendanna, sem tóku sér öll völd í landinu í byrjun síðustu aldar. Árum saman hafa frumbyggjar krafist afsökunar- beiðni frá stjórnvöldum, en án árangurs, einkum fyrir að hafa á árunum 1910 til 1970 tekið allt að 100 þúsund börn nauðug frá foreldrum sínum. Þessi börn eru jafnan nefnd „stolnu kynslóðirnar“ í Ástralíu. Rudd hafði lofað því í kosningabaráttu sinni á síðasta ári að hann myndi láta það verða eitt sitt fyrsta verk að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórn- valda. Í gær mættu um hundrað frumbyggjar, allt saman fólk af „stolnu kynslóðunum“, til að fylgjast með þegar Rudd bar fram afsökunarbeiðnina á þjóðþingi landsins í höfuðborginni Canberra. „Verkinu er ekki lokið, þetta er bara byrjunin,“ sagði Lowitja O‘Donoghue, 75 ára kona sem á yngri árum var tekin frá foreldrum sínum. Hún sagði verst að móðir sín hefði ekki lifað nógu lengi til að upplifa þessa stund. Þótt Rudd hafi beðist afsökunar hefur hann ekki fallist á að stjórnin greiði frumbyggjum skaðabætur. - gb Forsætisráðherra Ástralíu stendur við kosningaloforð: Frumbyggjar beðnir afsökunar TILFINNINGA- ÞRUNGIN STUND Frumbyggjar fylgdust með þegar Kevin Rudd bar fram afsökunarbeiðni á þjóðþingi Ástralíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.