Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 26

Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 26
26 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Öllum þykir okkur sjálfsagt, að læknar og hjúkrunarfólk láti sér annt um líðan fólks og heilsu- far. Það stendur læknum nær en öðrum að leggjast gegn reykingum og öðrum heilsufarsógnum. Með líku lagi finnst okkur flestum eðlilegt, að náttúrufræðingum sé annt um umhverfisvernd og viðskiptafræðingar stuðli að betri rekstri fyrirtækja og traustari fjármálum, því það eru þeirra ær og kýr. Almenna reglan er þessi: menn reyna að láta gott af sér leiða á þeim sviðum, þar sem þeir kunna bezt til verka. Það er gott verklag í umræðu og stjórnsýslu og einnig í einkarekstri og heimilislífi. Eftir þessari reglu ættu lögfræðingar að láta sér annt um lög og rétt og gera viðvart, ef út af ber. Það er engin tilviljun, að lögfræðingar í Pakistan fara nú fremstir í flokki þeirra, sem heimta aukið sjálfstæði dómstólanna þar gegn yfirgangi herforingjastjórnar Músarafs. Þessi einfalda regla á einnig við um tómstundir. Ekki færi vel á því, að eigendur banka með beina eða óbeina ríkisábyrgð stunduðu kappakstur í frístundum sínum eða prestar sæktu súlustaði, en mín vegna mættu þeir víxla tómstunda- gamni sínu. Þetta er í reyndinni spurning um meira en mannasiði: þetta er spurning um hagnýta nærgætni við skjólstæðinga og viðskiptavini. Glannar eiga ekki að reka banka, og prestar eiga helzt ekki að drýgja hór. Virðing Alþingis Það hlýtur að vera áleitið umhugs- unarefni handa lögfræðingum, að 70 prósent Íslendinga vantreysta dómstólunum og hafa gert það síðan Gallup, nú Capacent, hóf slíkar mælingar. Nærtæk skýring á litlu áliti dómskerfisins er römm pólitísk hlutdrægni í skipun manna í dómaraembætti, enda nýtur Alþingi, taugamiðstöð stjórnmála- lífsins, jafnlítils álits og dóms- kerfið samkvæmt sömu mælingum. Ekki verður séð, að nýkjörið þing með fjölda nýrra þingmanna innan borðs hafi einsett sér að auka virðingu Alþingis, enda hefur þingið til dæmis ekki hirt um að lyfta lokinu af meintum ólöglegum símahlerunum eða lýsa stuðningi við mannréttindi, svo sem úrskurður Mannréttinda- nefndar SÞ knýr þó á um, að gert verði fyrir 14. júní. Þann dag rennur út frestur Alþingis til að gefa nefndinni skýr svör um breytingar, sem myndu duga til að samræma fiskveiðistjórnarkerfið Mannréttindasáttmála SÞ og þá um leið okkar eigin stjórnarskrá. Þingheimi býðst nú að greiða atkvæði með mannréttindum með því að samþykkja örstutta þingsályktunartillögu Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna, en tillaga þeirra bíður nú að því er virðist svæfingar í nefnd. Þingið treystir sér ekki til að lýsa stuðningi við mannréttindi þrátt fyrir áfelli Mannréttindanefndar SÞ. Ríkisstjórnin ætti að sýna þá háttvísi að draga framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ til baka, enda mun framboðið ekki hljóta brautargengi við þessar aðstæður. Mannréttindabrjótar eiga ekkert erindi í Öryggisráðið. Siðareglur Lögfræðingar hafa flestir verið fámálir um úrskurð Mannréttinda- nefndarinnar og ýtt undir gamlar grunsemdir um meðvirkni stéttarinnar með stjórnvöldum. Nokkrir hafa þó látið úrskurðinn til sín taka, einkum lögmennirnir Lúðvík Kaaber, Magnús Thoroddsen og Ragnar Aðalsteins- son. Engum ætti að standa það nær en lögfræðingum að heimta réttarbætur, þegar Alþingi hefur með fulltingi Hæstaréttar orðið uppvíst að skipulegum mannrétt- indabrotum aldarfjórðung aftur í tímann. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lýsir kröfum um réttarbætur sem árásum á sjávarútveginn. Lítur Sjálfstæðis- flokkurinn svo á, að sjávarútvegur Íslendinga þurfi á mannréttinda- brotum að halda? Það vekur líka eftirtekt, að lögfræðingar, sem þekktu til málsatvika, skyldu ekki telja sér skylt að kunngera eða bergmála lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors 1983 þess efnis, að lagaheimildir brysti til kvótaút- hlutunar, sem þá þegar hafði átt sér stað. Álitinu virðist hafa verið stungið undir stól í stjórnarráðinu á sínum tíma; það er nýfundið. Lögfræðingar eiga helzt ekki að hylma yfir lögbrot. Annar siður sumra lögfræðinga er að deila við dómarann. Sigurður Líndal prófessor hefur haldið til streitu þeirri röksemd, að eignarréttarákvæði í 72. gr. stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið þrátt fyrir jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðin í 65. og 75. grein, jafnvel þótt Mannrétt- indanefnd SÞ hafi með vandlegum rökstuðningi hafnað þessu sjónarmiði hans. Ekki fer vel á því, þegar svo stendur á, að lögfræð- ingur, sem tapar máli á æðsta úrskurðarstigi án áfrýjunarréttar að lögum, til dæmis í Mannrétt- indanefnd SÞ, haldi áfram að þrátta um úrskurðinn eftir á eins og Sigurður Líndal hefur nú gert á opinberum vettvangi. Lögfræðing- ar, sem tapa málum á æðsta úrskurðarstigi og grípa þá til þess ráðs að rengja dómarana, grafa undan trausti almennings á lögum og rétti. Heggur þá sá er hlífa skyldi. Siðareglur lögmanna þyrftu að taka á þessum vanda og ná til allra starfandi lögfræðinga. Heimur laganna Í DAG | Hefðir lögfræðinga ÞORVALDUR GYLFASON Nýtt met? Það er gömul saga og ný að deilt sé um embættisveitingar ráðherra, sérstaklega ef gengið er framhjá umsækjendum sem hafa verið metn- ir hæfari en sá sem hreppir hnoss- ið. Nú hefur Árni Bragason, einn þeirra sem sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar en fengu ekki, óskað eftir rökstuðningi Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fyrir ráðningu Kristínar Lindu Árnadóttur í það starf. Að því loknu ætlar hann að vísa málinu til Umboðsmanns Alþingis. Árni heldur því fram að hvorki fleiri né færri en sjö umsækjendur hafi verið hæfari en Kristín Linda. Sé það rétt hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir mögu- lega sett einhvers konar met. Árni Mathiesen sniðgekk þó aðeins þrjá hæfari umsækjendur, að mati dóm- nefndar, þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson héraðsdómara. Of mikið dót Rósa Guðbjartsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra um tolla- mál íslenskra ferðamanna. Rósa vill vita hversu margir Íslendingar voru teknir með of mikinn varning við komu til landsins í fyrra og hversu háar upphæðir voru greiddar í virðis- aukaskatt og sektir. Þetta er býsna sérhæfð fyrir- spurn. Rósa skyldi þó ekki hafa eitthvað á samviskunni? Markús heim Forsætisráðherra hefur kallað Markús Örn Antonsson sendiherra heim frá Ottawa til að taka við embætti for- stöðumanns Þjóðmenningarhússins í september. Á heimasíðu forsætis- ráðuneytisins kemur fram að Markús Örn státi af fjölbreyttum starfsferli, meðal annars sem útvarpsstjóri, borgarfulltrúi og borgarstjóri. Staða forstöðumanns Þjóðmenningarhúss- ins var ekki auglýst, sem gefur þeirri kenningu byr undir báða vængi að Markús Örn muni ekki sitja þar lengi heldur verði kallaður til að leysa forystukreppuna í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna þegar þeir taka við keflinu af Ólafi F. Magnús- syni. Það þykir þurfa nýtt blóð í staðinn fyrir Vilhjálm. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Kjaramál Greinilegt er að samtök atvinnurek-enda leggja nú allt kapp á að fá ríkis- stjórnina til að undirgangast loforð um að hvergi verði komið til móts við kjarakröf- ur launafólks innan almannaþjónustunnar umfram það sem Samtökum atvinnulífs- ins þóknast. Þessi krafa SA, sem m.a. hefur komið fram í Fréttablaðinu, gengur út á að ríkisstjórnin hundsi samningsrétt BSRB og annarra samtaka sem semja fyrir launa- fólk innan almannaþjónustunnar. Í annan stað er þetta krafa um að ríkisstjórnin svíki gefin fyrirheit um að bæta verulega kjör stétta innan velferðarþjónustunnar. Að undanförnu hafa borist fréttir af manneklu á velferðarstofnun- um, innan löggæslunnar og á ýmsum þjónustusvið- um. Enginn deilir um að þetta er vegna óhóflegs álags og ónógra kjara. Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga og einnig nú í haust hafa ráðherrar og þingmenn innan beggja stjórnar- flokkanna sagst myndu styðja kjarabætur í almannaþjónustunni í komandi kjarasamn- ingum, en samningar eru lausir gagnvart ríkisstarfsmönnum í vor og bæjarstarfs- mönnum í haust. Spurningar gerast áleitnar við kröfugerð Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á hendur ríkisstjórninni. Er hann að aðstoða stjórnina, skera stjórnarflokkana niður úr snöru eigin loforða? Þá er rétt að ítreka spurningu mína um hvernig á því standi að ekki fáist svör frá umönnunarráð- herrunum, Jóhönnu félagsmálaráðherra og Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra, um hver sé sýn þeirra á launakjör starfsfólks á hjúkrunar- stofnanir og stofnanir fyrir aldraða og fatlaða? Telja Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sig laus allra mála vegna kröfugerðar atvinnurekenda? Ráðherrarnir mega vita að þegar nær dregur samningum verður gengið eftir því við þau hvernig þau ætli að axla ábyrgð sína gagnvart stofnunum þar sem starfsfólk er á flótta undan bágum kjörum. Faðmlag þeirra við atvinnu- rekendur breytir þar engu um. Höfundur er formaður BSRB. SA gegn samningsrétti ÖGMUNDUR JÓNASSON A ldrei hefur fallið dómur á Íslandi í mansalsmáli. Ástæðan er þó ekki sú að fórnarlömb mansals sé hér ekki að finna. Skýringin er miklu fremur að yfirvöld hafa til þessa hafnað því að horfast í augu við þessa neyð. Á meðan yfirvöld skella skollaeyrum við mansali er þó ljóst að fórnarlömb þess ganga hér meðal okkar, konur sem hingað hafa komið til að vinna fyrir sér með nektardansi og jafnvel ann- arri kynlífstengdri vinnu. Þeir, eða öllu heldur þær, sem koma að málefnum kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru eru sammála um að mansal þrífst á Íslandi og þær hafa í starfi sínu hitt fyrir fórnarlömb mansals. Engin markviss leit að fórnarlömbum mansals fer fram hér á landi og engu fjármagni hefur verið sérstaklega varið til þess að fá yfirsýn yfir og koma böndum á mansal. Þar stöndum við að baki nágrannaþjóðum okkar en bæði Norðmenn og Danir verja, eða hyggjast verja umtalsverðu fjármagni í mansalsverkefni. Í þeim löndum er sem sagt farið að horfast í augu við vandann og leitast við að bregðast við honum. „Mansal er ekki í dagsljósinu og enginn hefur yfirsýn yfir það, hvorki hér né annars staðar í Evrópu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þó í frétt í Fréttablaðinu í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur komið á fót starfshópi sem ætlað er að vinna aðgerða áætlun gegn mansali. Að auki er Rauði krossinn með rannsókn á mansali í bígerð. Sömuleiðis mynda fulltrúar fjórtán stofnana, ráðuneyta og félagasamtaka starfshóp um mansal og er sá starfshópur hluti af samstarfsverkefni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hópurinn hefur hist reglulega í tvö ár undir forystu Guðrúnar hjá Stígamótum. Meðal þess sem hann hefur áorkað er að nú styðja þeir einstaklingar sem hitta fórnarlömb mansals á mis- munandi vettvangi hver annan og leitast við að samræma vinnu- brögð sín. Líklegt er að ef ekki væri fyrir atbeina þessa hóps þá væru yfirvöld á Íslandi enn algerlega blind fyrir mansali og fórnarlömbum þess hér á landi. Í frétt blaðsins í dag segist Guðrún Jónsdóttir gera ráð fyrir að aðgerðaáætlun Jóhönnu fylgi peningar. „Ég er full bjartsýni vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið að sér þennan málaflokk og lýst yfir að hún vilji takast á við þau verkefni sem taka þarf á,“ segir Guðrún. Í það minnsta má binda vonir við að það eitt að mansal er nú komið á dagskrá í fyrsta sinn leiði til þess að við því verði brugð- ist, að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að mansali á Íslandi þegar þeim sem úti á akrinum eru ber saman um að það þrífist hér rétt eins og annars staðar. Sú aðgerðaáætlun sem starfshópi Jóhönnu er ætlað að vinna að á eftir að líta dagsins ljós. Fyrir liggur að henni verður að fylgja fjármagn annars verður hún bara að enn einni skýrslunni sem dagar uppi í skúffu meðan mansali vex fiskur um hrygg. Íslensk yfirvöld hafa hingað til skellt skollaeyrum við mansali. Mansal á dagskrá STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.