Fréttablaðið - 14.02.2008, Síða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Kolfinna Nikulásdóttir, slagverksleikari og bak-
raddasöngkona í hljómsveitinni Retro Stefson,
hafði lengi augastað á kápu sem kærastinn
keypti svo handa henni í laumi.
„Ég sá kápuna í Trilogiu á Laugaveginum og langaði
mikið í hana. Hún var þó ekki á mjög viðráðanlegu
verði. Ég var samt alltaf að fara inn í búðina að skoða
hana og máta og voru afgreiðslukonurnar farnar að
kannast við mig. Ég held að þær hafi jafnvel langað
til að ég eignaðist kápuna því hún var svo fín á mér,“
lýsir Kolfinna.
Eitthvert kvöldið fór hún síðan með kærastanum
sínum út að borða og þá dró hann kápuna upp úr poka.
„Ég varð ekkert smá ánægð enda hafði ég farið í búð-
ina daginn áður til að spyrja um kápuna og fékk þá að
vita að hún væri farin.“ Kolfinna segir afgreiðslu-
konuna hafa sagt að einhver ljóshærð stelpa hefði
keypt kápuna til að villa enn frekar um fyrir henni.
Kolfinna fer annars ekki troðnar slóðir í fatavali,
þrátt fyrir ungan aldur, og kaupir lítið af fjöldafram-
leiddum fötum. „Mér finnst skemmtilegt að kaupa
hönnun sem ég veit að eitthvað er á bakvið. Það er
líka gaman að styrkja hönnuði sem eru að reyna að
lifa af ástríðu sinni,“ segir Kolfinna. Hún segir það
þó kosta sitt og keypti hún til dæmis tvo rándýra
kjóla um daginn. „Ég er mikil kjólastelpa en er eigin-
lega komin í smá pásu núna. Ég er líka með algera
skódellu en verð líklega að bíða dálítið með að kaupa
mér næsta par.“
Kolfinna segir nóg að gera í tónlistinni og er ánægð
með þær góðu viðtökur sem hljómsveit hennar hefur
fengið. Við erum að spila mjög víða og það var til
dæmis frábært að vera með á Iceland Airwaves.
Kolfinna er nemandi í MH og tekur virkan þátt í
leikfélaginu. „Núna erum við að æfa mjög skemmti-
legt spunaverk sem heitir E1ntak og verður það
frumsýnt í Undirheimum í MH fyrsta mars.
vera@frettabladid.is
Kápan keypt á laun
Kolfinna Nikulásdóttir var búin að máta kápuna svo oft í búðinni að afgreiðslukonurnar voru farnar að kannast við hana.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKARTFATNAÐUR FYRIR
STERKAR KONUR
Hildur Inga Björnsdóttir
hannar skartfatnað sem setur
punktinn yfir i-ið.
TÍSKA 2
RAFMAGNAÐ HEILSU-
TJÓN
Garðar Bergendal á tæki sem
bætir lífsgæði þeirra sem þjást
af völdum neikvæðra
rafbylgna.
HEILSA 4
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
Húsgagna
Lagersala
Opnunartími
Mán - Föstudagar 09 - 18
Laugardaga 11 - 16
Verðdæmi:
Leðursófasett áður 239,000 kr
Nú 119,900 kr
Hornsófar tau áður 198,000 kr
Nú 103,000 kr
Tungusófar
verð frá 85,900 kr
ALLTAF BESTA VERÐIÐ