Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 33

Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 33
[ ]Púðar geta gefið heimilinu alveg nýjan svip. Gamall og slitinn sófi verður eins og nýr þegar litríkum og fallegum púðum er komið fyrir og sleppur við ferð á haugana. Notalegar kvöldstundir Þótt dagurinn sé farinn að lengjast veru- lega er ennþá dimmt á kvöldin og auk þess kalt og hráslagalegt úti. Fátt er því notalega á síðkvöldum en að vera bara heima og koma sér fyrir á góðum stað með bók. Fallegur standlampi getur þá komið sér vel og ekki verra ef birtan frá honum er svolítið hlýleg. emilia@frettabladid.is Pfaff. 25.900 krónur. Epal. 44.800 krónur. Lúmex. 65.690 krónur. Epal. 78.400 krónur. Pfaff. 65.400 krónur. Fallegur lampi sem gefur frá sér hlýlega birtu er sannkall- að þarfaþing á dimmum vetrarkvöldum. Margbreytilegur stjaki DANSKI HÖNNUÐURINN LOUISE CAMPBELL Á HEIÐURINN AÐ KERTA- STJAKA SEM ER HÆGT AÐ SETJA SAMAN AÐ VILD. Kertastjakinn samanstendur af að minnsta kosti sjö kertastjökum og sex tengingum. Stjakarnir minna á kristalla en tengingarnar á blóm- sveig. Nafn stjakans, „The More The Merrier,“ þýðir í raun því meira því betra en hægt er að kaupa eins margar pakkningar og maður vill og tengja stjakana saman eftir eigin höfði. -ve                         G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.