Fréttablaðið - 14.02.2008, Síða 68
44 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Svallrokkarinn Johnny Borrell úr
hljómsveitinni Razorlight er nú
orðaður við leikkonuna Emmu Wat-
son. Emma er fræg fyrir að leika
Hermione Granger í kvikmyndun-
um um Harry Potter. Þau skötuhjú-
in skemmtu sér saman í London
um helgina og bresk dagblöð segja
að afar vel hafi farið á með þeim.
Söngvarinn Borrell er 27 ára og
hefur lengi glímt við áfengis- og
eiturlyfjavanda. Hann átti í storma-
sömu sambandi við leikkonuna
Kirsten Dunst á síðasta ári en hún
sparkaði honum vegna djammlíf-
ernis hans. Emma er hins vegar
aðeins 17 ára og hefur hingað til
lítið látið fyrir sér fara í djamm-
lífinu í Bretlandi.
Borrell og Watson sóttu tvö partí
saman um helgina og fóru saman á
braut í leigubíl. Sagan segir að Bor-
rell hafi verið hent út úr seinna
partíinu fyrir ólæti. „Emma virtist
afar ánægð. Hún er aðdáandi
Razorlight og var með stjörnur í
augunum,“ sagði heimildarmaður
The Sun.
Rokkari nældi sér í
Harry Potter-stelpu
NÝTT PAR? Söngvarinn Johnny Borrell og leikkonan Emma Watson skemmtu sér
saman í London um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY
> ENGINN ÍS
PETA-samtökin hafa skor-
að á foreldra Britney Spears
að halda mjólkurafurð-
um frá dóttur sinni, þar
sem mjólkurvörur geti
haft slæm áhrif á sjúk-
linga með geðhvarfa-
sýki, séu þeir viðkvæm-
ir fyrir mjólk. Britney er
mjög hrifin af ís, en sam-
kvæmt Peta ætti hún nú
að forðast hann.
„Við á tæknideildinni áttum frumkvæð-
ið að þessu. Settum áður upp ljós-
myndasýningu sem var helguð Dorrit.
Hún tókst svo vel að við náðum að pota
henni í anddyri húsakynna Sambands
íslenskra myndlistarmanna,“ segir
Hafþór Ragnarsson, tæknimaður á
Blindrabókasafninu - til húsa í Hamra-
borg í Kópavogi.
Nýlega var opnuð ljósmyndasýning í
Blindrabókasafninu. Hún er helguð
feðrum og mun standa alveg til
sumardagsins fyrsta. Þeir sem sýna eru
aðstandendur safnsins. „Ljósmyndasýn-
ing fyrir blinda? Jú, það má alveg halda
því fram. Meira að segja er ein mynd
tekin af manni sem er með minna en tíu
prósenta sjón,“ segir Hafþór. En bendir
jafnframt á að þrátt fyrir nafnið þá
komi sjaldan blindir á safnið. Þeir sem
eru blindir fá sendar bækur heim til sín
en þeir sem koma eru ýmist að sækja
bækur fyrir blinda eða eru lesblindir
eða lesfatlaðir á annan hátt.
Í augnablikinu eru níu myndir á
sýningunni en að sögn Hafþórs fer
þeim fjölgandi. En allir sem starfa við
safnið geta komið með mynd af sínum
eigin föður og sýnt hana. „Jú, sýningin
hefur mælst gríðarlega vel fyrir og
margir komið til að skoða. Eða allir þeir
sem hingað eiga erindi. Við höfum ekki
auglýst sýninguna að ráði enda höfum
við ekki efni á því.“ - jbg
Ljósmyndasýning fyrir blinda
OPNUN SÝNINGARINNAR Glatt var
á hjalla þegar ljósmyndasýningin á
Blindrabókasafninu var opnuð en hún
er helguð feðrum og heitir „Ó, pabbi“.
„Já, ég var heldur betur skamm-
aður fyrir „Laugardagslögurinn“
þá staddur fyrir utan skemmti-
staðinn Broadway,“ segir Gísli
Einarsson sjónvarpsmaður.
Heitt var í kolum baksviðs eftir
síðasta þátt Laugardagslaga Rík-
isútvarpsins en yfirlýsingar Guð-
rúnar Gunnarsdóttur um að hún
vildi að alvöru tónlistarmenn færu
utan sem fulltrúar lands og þjóðar
fóru þversum ofan í ýmsa. Meðal
annars bauðst Egill „Gilz“ Einars-
son til þess að syngja fyrir Guð-
rúnu. Að sögn Gísla var Guðrún
ekki sú eina sem komst í hann
krappan eftir þáttinn.
„Ég var seinna um kvöldið
staddur fyrir utan Broadway og
þá vatt sér að mér maður
af erlendu
bergi brotinn. Og sagði í sífellu:
„Þú stela lagið!“ Ég var á hraðferð
en sagði honum að ég hefði ekki
samið neitt lag. „Jú,“ sagði þá
maðurinn. „Þú vera Dr. Gunni! Og
þú stela lagið.“ Ég átti í stökustu
vandræðum með að koma honum í
skilning um að ég væri ekki Dr.
Gunni. En það er með okkur
sköllóttu mennina eins og kollóttu
rollurnar. Manni finnst þeir allir
eins.“
Gísli átti í nokkru stappi með að
koma umræddum manni í skilning
um að hann væri ekki ekki Dr.
Gunni. Maðurinn var hins vegar
fullviss um að „Dr. Gunni“ væri að
koma sér hjá því að viðurkenna að
framlag hans í úrslitakeppninni,
„Hvar ertu nú?“, væri í
raun lagið „Indian
Summer“ með hljóm-
sveitinni Doors. Gísli
segist síðar hafa hlust-
að á Indian Summer
og telur auðheyrt að
þar sé ekki nóta lík
því sem Dr.
Spock og félag-
ar syngja. „En
það er
greini-
lega ýmis-
legt að var-
ast í þessu,“
segir Gísli.
- jgb
Gísla Einars ruglað
saman við Dr. Gunna
GÍSLI OG GUNNI
Með þessa
sköllóttu eins
og kollóttu
rollurnar
– manni finnst
þeir allir eins.
Ótrúleg velgengni Ladda-sýningarinnar
heldur áfram. Sjálfur hefur Laddi ekki
hugmynd um hvað veldur.
Á laugardaginn verður 90-tugasta sýning á Laddi 6-
tugur í Borgarleikhúsinu. Frumsýnt var 17. febrúar
og sýningin því ársgömul. Alltaf sýnt fyrir fullu húsi
og í lok hverrar sýningar er Laddi hylltur. „Já,
ekkert bara hylltur,“ segir Hjörtur Howser tónlistar-
stjóri sýningarinnar sem kann að koma orðum að
hlutunum: „Missir alla sjálfstjórn, hlær og grætur,
öskrar og klappar og rís að lokum úr sætum sínum
til að votta honum virðingu og þakklæti fyrir að hafa
með snilli sinni, einn og óstuddur, hækkað meðalald-
ur þjóðarinnar því eins og vitað er lengir hláturinn
lífið,“ segir Hjörtur. „Já! Það er aldeilis,“ segir
Laddi og kímir.
Salurinn tekur 530 manns og hafa þá hátt í 50
þúsund manns mætt á sýninguna eða um 15 prósent
þjóðarinnar. „Já, ég átta mig ekki á þessu. Árið 2000
setti ég upp sýningu í Austurbæ sem gekk ágætlega.
En, Guð minn góður, ekkert í líkingu við þetta. Þetta
er óskiljanlegt,“ segir Laddi.
Menn reikna út að Laddi hljóti að vera orðinn
breiðvaxinn milljóner en svo er ekki. Þannig er að
Laddi er launþegi en Sena framleiðir sýninguna.
Laddi neitar því ekki að þessi umræða pirrar hann.
„Já, því fólk heldur að ég sé að fá allan þennan
pening. Það er velta á þessu. Að sjálfsögðu. En þetta
er stórt batterí. Fimmtán manns keyra sýninguna.
Húsið er stórt. Ekkert til sparað og tekjurnar
dreifast víða. En það eru allir í góðri vinnu. Löng og
góð vertíð sem allir njóta góðs af.“
Vegna vinsælda stefnir allt í að sýnt verði fram á
sumar og í undirbúningi er að fara með sýninguna
norður. Laddi hefur verið að leika í sýningum
Borgarleikhússins „Viltu finna milljón“ og „Lík í
óskilum“. „Já, ég er bara alltaf í Borgarleikhúsinu.
Sem er fínt.“
Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri Senu er
ánægður með þetta sameiginlega verkefni Senu og
Ladda. Sena sér um allt sem lýtur að fjármálastjórn
og praktískum atriðum og Laddi fær frið til að sinna
því sem snýr að hinu listræna. „Árið 2007 var árið
hans Ladda. Best of plata hans seldist í hátt í 10
þúsund eintökum. Og jólaplata hans fór í fimm
þúsund. Já, báðir geta vel við unað. Án þess að ég
vilji fara nánar út í það þá skila 50 þúsund áhorfend-
ur einhverju í kassann,“ segir Björn. Hann bendir á
að tekin hafi verið nokkur áhætta í upphafi, sýningin
hafi verið sett upp í tengslum við „best of“ plötuna.
„Engan óraði fyrir þessari velgengni.“
jakob@frettabladid.is
Laddi nálgast 50 þúsund gesti
ELSKAÐUR OG DÁÐUR „Alltaf troðfullt hjá Ladda og í lok
sýningar missir fólk alla sjálfstjórn hlær og grætur, öskrar og
klappar...“
www.forlagid.is