Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 74
50 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
Eimskipsbikar kvenna:
Grótta-Stjarnan 26-31 (13-15)
Mörk Gróttu (skot): Pavla Plaminkova 10/7
(15/7), Auksé Vysniauskaité 5 (9), Karólína B.
Gunnarsdóttir 5 (10). Arndís M. Erlingsdóttir
2 (3), Ragna Karen Sigurðardóttir 2 (5), Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir 2/1 (6/3).
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12 (40/3),
30%, Íris Björk Símonardóttir 0 (3/1), 0%.
Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Karólína, Arndís).
Fiskuð víti: 12 (Anna 4, Auksé 3, Pavla 3, Eva,
Ragna).
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 9/
(16/1), Arna Gunnarsdóttir 6/2 (8/3), Birgit
Engl 6 (9), Ásta Agnarsdóttir 3 (5), Rakel Dögg
Bragadóttir 2 (2), Anna Bryndís Blöndal 2 (2),
Sólveig Lára Kjærnested 2 (4), Elísabet Gunnars
dóttir 1 (1).
Varin skot: Florentina Stanciu 21 (46/10), 46%,
Helga Vala Jónsdóttir 0 (1/1), 0%.
Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Anna 2, Sólveig 2,
Birgit 2).
Fiskuð víti: 5 (Elísabet 2, Arna, Birgit).
Utan vallar: 6 mínútur.
Valur-Fylkir 21-22 (9-9)
Mörk Vals: Hafrún Kristjánsdóttir 4/1 (6/1),
Eva Barna 4 (10), Nora Valovics 3 (6), Kristín
Collins 3 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6),
Dagný Skúladóttir 2 (6), Katrín Andrésdóttir
1 (3), Rebekka Skúladóttir 1 (3), Anna María
Guðmundsdóttir (1), Kristín Guðmundsdóttir (1),
Íris Ásta Pétursdóttir (3)
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 18/1 (40/3
45%)
Mörk Fylkis: Natasa Damljanovic 9/1 (15/1),
Sunna María Einarsdóttir 7/1 (15/2), Sunna Jóns
dóttir 3 (6), Áslaug Gunnarsdóttir 1 (1), Elzbieta
Kowal 1 (2), Ingibjörg Karlsdóttir 1 (3), Ásdís
Guðmundsdóttir (1), Tinna Jökulsdóttir (1)
Varin skot: Jelena Jovanovic 19 (40/1 47,5%)
Iceland Express-deild kvk:
Keflavík-Valur 93-84 (41-47)
Stig Keflavíkur: Kesha Watson 38, Margrét
Kara Sturludóttir 13 (12 frák., 7 stolnir), Pálína
Gunnlaugsdóttir 12, Susanne Biemer 11, Hrönn
Þorgrímsdóttir 8, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 5,
Rannveig Randversdóttir 4, Birna Valgarðsdóttir 2.
Stig Vals: Molly Peterman 34 (7 frák., 6 stoðs., 5
stolnir), Hafdís Helgadóttir 17, Signý Her
mannsdóttir 16 (10 frák., 8 varin), Tinna Björk
Sigmundsdóttir 9 (8 stoðs.), Þórunn Bjarnadóttir
6 (11 frák.), Guðrún Baldursdóttir 2.
Haukar-Hamar 82-74
Grindavík-Fjölnir 108-61
Evrópukeppni félagsliða:
Brann-Everton 0-2
0-1 Leon Osman (59.), 0-2 Victor Anichebe (88.).
Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson
voru í byrjunarliði Brann í leiknum.
PSV-Helsingborg 2-0
1-0 Timmi Simons (7.), 2-0 Danko Lazovic (33.).
Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Helsing
borgar.
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Real Madrid er áfram
ríkasta félag heims samkvæmt
nýrri úttekt Deloitte en þrjú ensk
félög eru meðal þeirra fimm
efstu.
Madrídarliðið jók gróða sinn
um tuttugu prósent á síðasta
tímabili en hann var alls 351
milljón evra eða um 35,5 milljarð-
ar íslenska króna. Manchester
United fór upp um tvö sæti milli
ára og er nú annað ríkasta félag
heims. Barcelona fór niður um
eitt sæti í 3. sætið en Chelsea (4.
sæti) og Arsenal (5. sæti) eru
síðan einnig meðal ríkustu
fótboltafélaga heimsins í dag.
Á lista yfir tuttugu ríkustu
félögin eru sex ensk félög, fjögur
félög frá Þýskalandi og Ítalíu,
þrjú frá Spáni, tvö frá Frakkland
og loks eitt frá Skotlandi.
Það fylgir sögunni að ensku
félögin Aston Villa, Everton,
Manchester City og West Ham
United séu öll rétt fyrir utan
listann og líkleg til að komast inn
á hann á næstu misserum. - óój
Fjármál fótboltafélaganna:
Real er ríkasta
félag heimsins
GOTT ÁR Real-menn unnu spænska
titilinn í fyrra og græddu líka vel.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Stjarnan gerði góða
ferð á Seltjarnarnes í gærkvöld
og lagði Gróttu 26-31 í undanúr-
slitum Eimskipsbikars kvenna í
gærkvöld.
Það vantaði ekki bikarstemn-
inguna á Seltjarnarnesi í gær-
kvöld. Leikurinn fór vel af stað og
var hraður á upphafsmínútunum
þar sem heimalið Gróttu var jafn-
an skrefinu á undan. Stjarnan
fylgdi þó fast á eftir og komst svo
yfir í fyrsta sinn þegar rúmar tíu
mínútur voru liðnar af leiknum í
stöðunni 6-7. Stjarnan skipti í
framhaldinu um gír svo um mun-
aði og í stöðunni 7-8 skoraði liðið
fjögur mörk í röð og staðan því
orðin 7-12 þegar rúmar tíu mínút-
ur lifðu leiks í fyrri hálfleik.
Gróttustúlkur voru hins vegar
ekki af baki dottnar. Þær svöruðu
fyrir sig og skoruðu fimm mörk í
röð í stöðunni 8-14 og minnkuðu
muninn niður í eitt mark. Stjörnu-
stúlkur áttu þó síðasta orðið og
staðan því 13-15 í hálfleik.
Í síðari hálfleik hélt eltingar-
leikurinn áfram en Stjarnan náði
að halda Gróttu í hæfilegri fjar-
lægð nær út allan hálfleikinn.
Grótta fékk þónokkur tækifæri til
þess að minnka muninn niður í
eitt mark en alltaf virtist vanta
herslumuninn upp á og Stjarnan
skoraði í kjölfarið. Þegar fimm
mínútur voru eftir af venjulegum
leiktíma var munurinn fjögur
mörk og þá var allur vindur úr
Gróttu. Lokatölur urðu svo 26-31
og Stjarnan leikur því til úrslita í
Laugardalshöll. Aðalsteinn Eyj-
ólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var
hæstánægður með stelpurnar
sínar.
„Mér fannst varnarleikurinn
reyndar ekki vera sérstakur en í
bikarleikjum á maður ekkert að
vera að velta sér of mikið upp úr
handboltafræðunum. Mér fannst
við sýna mikla leikgleði og gríðar-
legan vilja og ég er mjög stoltur
af liði mínu. Það komu vissulega
tímar þar sem maður var stress-
aður í síðari hálfleik en stelpurn-
ar lögðu mikið á sig til þess að
halda Gróttu alltaf í hæfilegri
fjarlægð,“ sagði Aðalsteinn.
Alfreð Örn Finnsson, þjálfari
Gróttu, var ósáttur með tapið en
fannst lið sitt spila vel.
„Ég er mjög ánægður með mitt
lið og það vantaði alveg grátlega
lítið upp á að við næðum að fá eitt-
hvað út úr leiknum. Nú verðum
við bara að reyna að klára tímabil-
ið í deildinni á góðum nótum,“
sagði Alfreð. omar@frettabladid.is
Stjörnustúlkur héldu haus
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru komnir alla leið í úrslitaleik Eimskipsbikars-
ins eftir verðskuldaðan 26-31 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í gærkvöld.
ENGIN MISKUNN Gróttustúlkan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fær hér óblíðar mót-
tökur frá Stjörnustúlkum í bikarleiknum í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Íslendingaliðið Brann
tapaði 0-2 gegn enska úrvalsdeild-
arliðinu Everton í fyrri leik lið-
anna í 32-liða úrslitum Evrópu-
keppni félagsliða í gærkvöldi.
Noregsmeistarar Brann urðu að
sætta sig við svekkjandi tap á
heimavelli sínum gegn Everton.
Fyrirfram var búist við erfiðum
leik fyrir Brann enda Everton lík-
legt til þess að ná langt í keppn-
inni. Ólafur Örn Bjarnason og
Kristján Örn Sigurðsson voru á
sínum stað í vörn norska liðsins en
Ármann Smári Björnsson og Gylfi
Einarsson voru ekki í leikmanna-
hópi liðsins að þessu sinni.
Brann náði lengi vel að halda í
við Everton og staðan var marka-
laus í hálfleik. En það dró til tíð-
inda á 59. mínútu þegar boltinn
barst til Leon Osman út í teiginn
hægra megin eftir að varnarmönn-
um Brann hafði mistekist að
hreinsa boltann almennilega í
burtu og hann átti hnitmiðað skot
sem Opdal í marki Brann kom
engum vörnum við.
Victor Anichebe bætti seinna
markinu við í lok venjulegs leik-
tíma. Nígeríumaðurinn fékk þá
góða fyrirgjöf frá Jolean Lescott á
fjærstöngina og kláraði færið vel
og skoraði annað markið á 88.
mínútu og þar við sat.
- óþ
Everton lagði Brann 0-2 í Evrópukeppni félagsliða:
Everton of sterkt
BARNINGUR Kristján Örn Sigurðsson reynir hér að halda aftur af framherjanum Andy
Johnson í leik liðanna í gærkvöld. NORDIC PHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Keflavík vann 93-84
sigur á Val í skemmtilegum leik í
Keflavík í toppsæti Iceland
Express-deildar kvenna í gær og
heldur því áfram hundrað pró-
senta sigurhlutfalli á heimavelli
og toppsæti deildarinnar. Kesha
Watson gerði út um leikinn með
frábærum þriðja leikhluta þar
sem hún skoraði 19 stig en Kesha
var alls með 27 af 38 stigum sínum
í seinni hálfleik.
Valsliðið hitti úr 12 fyrstu skot-
um sínum í leiknum og komst í 9-
26 í upphafi leiks en þegar Kefla-
víkurpressan fór í gang voru
Keflavíkurstúlkur ekki lengi að
vinna upp gott forskot gestanna.
Það tók þær ekki nema tæpar
fimm mínútur í kringum leikhluta-
skiptin að breyta stöðunni úr 11-28
í 31-31. Valur náði aftur forskoti
og var 41-47 yfir í hálfleik en réð
ekkert við Keshu í þriðja leik-
hlutanum sem Keflavík vann með
13 stigum, 31-18. Valskonur gáfust
ekki upp og minnkuðu muninn í
eitt stig í lokaleikhlutanum en nær
komust þær ekki og þurftu að
sætta sig við sitt fyrsta tap í fimm
leikjum.
Kesha Watson (38 stig, 6 þrist-
ar) var mjög góð í seinni hálfleik,
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom
með mikinn kraft í vörnina og þær
Margrét Kara Sturludóttir (13
stig, 12 fráköst, 7 stolnir) og Pál-
ína Gunnlaugsdóttir (12 stig) áttu
báðar ágætan dag. Hrönn Þor-
grímsdóttir setti líka niður þrjár
stórar körfur í þriðja leikhlutan-
um og var með 8 stig á 10 mín-
útum.
Molly Peterman (34 stig, 7 frá-
köst, 6 stoðs.) var mjög góð að
vanda hjá Val, Signý Hermanns-
dóttir (16 stig, 10 fráköst, 8 varin)
var illviðráðanleg þegar Valsliðið
náði að stilla upp og hin 43 ára
gamla Hafdís Helgadóttir átti
afbragðsleik og var með 17 stig og
8 fráköst á 24 mínútum.
Grindavík er eitt í öðru sætinu
eftir öruggan heimasigur á Fjölni,
108-61, en 82-74 sigur Hauka á
Hamri þýðir að nú munar aftur
orðið tíu stigum á Haukum og Val
í baráttunni um síðasta sætið inn í
úrslitakeppni.
- óój
Keflavík er áfram í toppsætinu þrátt fyrir að lenda 9-26 undir gegn Val í Iceland Express-deildinni í gær:
Draumabyrjun Valsliðsins dugði ekki
HART BARIST Signý Hermanns-
dóttir reynir hér að brjóta sér
leið í gegnum vörn Keflavíkur í
leiknum í gærkvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN BJÖRN
HANDBOLTI Fylkir blés á allar
hrakspár þegar liðið vann
óvæntan sigur á Val á útivelli í
undanúrslitum Eimskipsbikars
kvenna, 22-21.
Liðin skiptust á að leiða en
aldrei munaði miklu á liðunum.
Sunna María Einarsdóttir kom
Fylki í 22-21 þegar ein og hálf
mínúta var eftir af leiknum. Valur
fékk þrjú fín tækifæri til að jafna
metin en ávallt var frábær
markvörður Fylkis fyrir tilraun-
um Vals og því er Fylkir á leið í
úrslitaleik bikarsins í fyrsta sinn
í sögu félagsins.
Guðríður Guðjónsdóttir,
þjálf ari Fylkis, var í skýjunum í
lok leiks. „Þetta er ótrúlega flott.
Þetta eru ungar stelpur. Útlend-
ingarnir draga vagninn, eru
stöðugt að peppa hinar upp og
kenna þeim og sjálfstraustið
kemur alltaf meira, meira og
meira. Við spiluðum vörnina eins
og markvörðurinn okkar vill. Hún
vill fá hornin inn og eins og sást
þá lokaði hún á hornin í þessum
leik,“ sagði Guðríður sem hlakkar
mikið til að fara með hið unga lið
Fylkis í úrslitaleikinn í höllinni.
- gmi
Eimskipsbikar kvenna:
Óvæntur sigur
Fylkisstúlkna
SEIGLA Fylkisstelpur sýndu hvers þær
eru megnugar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR