Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Ólafs Sindra Ólafssonar Það er táknrænn dagur í dag. Valentínusardagur er notaður til að minna hluta af þjóðinni á að hún eigi maka og hinn hlutann á að hún eigi engan. Elsta ritaða heim- ildin um Valentínusardag er eftir sjálfan Chaucer. Hann skrifaði hjartnæmt ástarljóð vorið 1382 nær yfirkominn af hamingju vegna ásta Ríkarðs II og konu hans Önnu af Bæheimi. Þau voru fjórtán ára. SAMBAND Ríkarðs og Önnu er stundum haft til marks um hina hreinu, sönnu ást. Þrátt fyrir að Anna væri af óskaplega fínu fólki var hún bláfátæk – í raun svo fátæk að fjölskyldan hafði ekki einu sinni efni á að greiða með henni. Að auki var hún ekkert sér- staklega lagleg. Hjónabandið var farsælt að öllu leyti nema því að þau eignuðust engin börn. Anna var skapgóð en Ríkarður bráðlátur; Anna var miskunnsöm, Ríkarður hefnigjarn. Ást þeirra styrktist með árunum og tók á sig göfugri mynd með auknum þroska. Fram- tíðin brosti sérlega björt við þeim þegar Anna varð drepsótt að bráð – þá 27 ára. RÍKARÐUR var óhuggandi. Í heilt ár neitaði hann að koma inn í nokkurt það herbergi sem Anna hefði svo mikið sem heimsótt. Hann lagði í rúst heilt óðalssetur sem geymdi of margar sárar minningar og byggði í staðinn grafhýsi fyrir sjálfan sig. Og hann fékk sér nýja eiginkonu. Sú var frönsk. Hún hét Ísabella. Hún var sex ára. HIN nýja eiginkona reyndist kjör- in. Þar sem hún var ekki nema rétt hálfnuð á vegferð sinni til blæð- inga var ekki ætlast sérstaklega til mikils líkamlegs samneytis fyrst um sinn. Ríkarður fékk því nokkur ár til að syrgja fyrri konu sína áður en hann tók til við þá seinni. Hann dekraði Ísabellu litlu og heimsótti hana oft. Smám saman varð hin unga drottning yfir sig ástfangin af hinum nær þrítuga kóngi. EKKI varð Ísabellu og Ríkarði heldur barna auðið. Ástæðan var ekki síst sú að Ríkarður dó. Hin ellefu ára gamla ekkja ól sorg sína í örfá ár, allt þar til hún var gefin landa sínum, hertoganum af Orléans. Sá var handtekinn árið 1415 og haldið föngnum í Lundún- um, hvaðan hann sendi fyrsta Val- entínusarkort skráðrar sögu yfir sundið til sinnar heittelskuðu. Kortið var hins vegar ekki til Ísa- bellu – hún hafði látist af barns- förum 6 árum áður – heldur til Bonne af Armagnac. Sem hrökk upp af áður en hertoganum var sleppt úr prísundinni. Svona er ástin Í dag er fimmtudagurinn 14. febrúar, 45. dagur ársins. 9.28 13.42 17.56 9.22 13.27 17.33 F í t o n / S Í A Garðskagaviti Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói Blöndulón Gríptu augnablikið og lifðu núna Nýtt langdrægt GSM kerfi Að lokinni uppsetningu nýrra senda víða um land býður Vodafone upp á stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Þetta er bylting fyrir fólk á landsbyggðinni, sjómenn og ferðamenn á fjölmörgum stöðum þar sem ekki hefur verið GSM samband til þessa. Meðan við höldum uppbyggingunni áfram skiptir þú yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.