Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL „Horfurnar eru ekki góðar,“ segir Finnur Árnason, for- stjóri Haga, og telur verðhækk- anir fram undan í kjölfar mikillar gengislækkunar krónunnar undan- farna daga. Undir það taka fleiri verslunarmenn. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir þetta stað- festa það skipbrot sem peninga- stefna Seðlabankans hafi beðið. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, segir þessa þróun mikið áhyggjuefni. Alþjóðlega viðskiptafrétta- veitan Bloomberg sagði í gær að íslenska krónan hefði lækkað gagnvart öllum 178 gjaldmiðlun- um sem veitan fylgist með. Krónan hefur aldrei áður veikst jafnmikið milli daga, um sjö pró- sent, frá því flotgengi hennar var tekið upp árið 2001. Auknar áhyggjur af að bankarnir og ríkið gætu ekki staðið við fjárhags- legar skuldbindingar segir Bloom- berg hafa haft þessi áhrif. Álag á skuldatryggingar, sem lánveit- endur kaupa gegn hugsanlegu tapi, hefði hækkað í kjölfar vanga- veltna um að ríkisvaldið þyrfti að bjarga einum bankanum vegna áhrifa lánsfjárkreppunnar. „Íslenska krónan verður einna harðast úti vegna undirmáls- kreppunnar í Bandaríkjunum og áhrifa hennar á lánsfjármarkað- inn,“ segir í greiningu Ulrich Leuchtmann hjá Commerzbank. „Búast má við að krónan veikist enn frekar.“ Sérfræðingar hér innanlands rekja hins vegar veikingu krón- unnar fremur til almennrar áhættufælni á fjármálamörkuð- um, enda lækkuðu aðrar hávaxta- myntir líka. Þá er sagt ýta undir fall krónunnar að hér hefur þurrk- ast út ábati af gjaldeyrisviðskipt- um með krónunna vegna tregðu fjármálafyrirtækja til að láta frá sér erlendan gjaldeyri. Greiningardeild Kaupþings segir seljanleika krónunnar hafa minnkað verulega vegna mót- byrsins á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Kallað er eftir því að Seðlabankinn bregðist við og útvegi bönkunum gjaldeyri með skiptasamningum til skemmri tíma, en í þeim efnum er smæð gjaldeyrisforða bankans sögð hamla aðgerðum. Einnig hafa verið uppi hug- myndir um að ríkisvaldið gefi út víxla til skemmri tíma sem erlendir fjárfestar, sem vilji nýta sér háa vexti krónunnar, geti keypt. „Ég vona að þetta endi vel varð- andi Ísland, en ef við hugum að því sem gerðist hjá Bear Stearns eru horfur verri en fyrir viku,“ segir Paal Ringholm, forstöðu- maður greiningardeildar láns- fjármarkaða hjá First Securities í Noregi, sem er hluti af Swedbank AB. „Allir bankar eru háðir fjár- mögnun og í dag njóta íslenskir bankar ekki trausts á markaðn- um.“ - sjá síður 4, 6 og 14 Smá l Guðrún Jóhannsdóttir matgæðingur hefur skrifað tvær handhægar matreiðslubækur, Hollt og ódýrt og Hollt og fljótlegt sem Salka gefur út.„Í mínum huga er hollur matur fyrst og fremst fólginn í fjölbreytni,“ segir Guðrún sem er óhrædd við að prófa nýj- ungar í matargerð og lítur á það sem ævintýri að fara í sér- staka leiðangra að leita að kryddi.Lesendur Fréttablaðsins þekkja Guðrúnu að góðu. Hún hefur verið með matarpistla og uppskriftir í blaðinu í rúm þrjú ár undir yfirskriftinni Til hnífs og skeiðar. Lengi vel miðuðust hráefniskaup við þúsundkallinn og hafa áreiðan- lega margir blessað Guðrúnu í huganum fyrir lækkaðan matarreikning. Nú eru þessar uppskriftir komnar út á bók sem heitir Hollt og ódýrt. „Sumar uppskriftirnar hafði ég notað sjálf í mörg ár en aðrar voru þróaðar næstum jafnóðum með tilraunastarf- semi því ég hef alla tíð verið forvitin og óhrædd við að prófa mig áfram. Mér þykir gaman að sækja í matreiðsluhefðir annarra landa og gera mínar útfærslur á réttunum og finnst líka frábært hversu framboð af góðu og fjölbreyttu hráefni hefur aukist hér á landi. Í þeim meðbyr sem ég haft í sam- bandi við pistlana finn ég að margir eru opnir fyrir því að prófa uppskriftir og spennandi krydd úr fjarlægum álfum. Mér finnst hugmyndin um að ferðast með bragðlaukunum heillandi.“ Spurð hvernig gangi að halda kostnaði niðri en vera samt með framandi hráefni svarar hún: „Margt af því sem til- heyrir ítalskri og austurlenskri matargerð er frekar ódýrt en í bókinni Hollt og fljótlegt einskorða ég mig ekki bara við ódýru uppskriftirnar. Guðrún tekur sjálf myndirnar í bækurnar. „Þegar ég byrjaði á pistlunum þá vildi ég ekki binda mig við að fá ljós- myndara á ákveðnum tíma heldur elda réttinn þegar það hentaði mér og innblásturinn kom. Ég hafði föndrað við ljósmyndun og ákvað að taka myndirnar sjálf. Svo hefur það þróast yfir í mikla ástríðu og áhuga á matarljósmynd- un. Það má því segja að hér sé algert tilraunaeldhús.“ Guðrún gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ítölskum tvíbökum á bls. 6. Óhrædd við að prófa sig áfram ÍSLENS Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 — 77. tölublað — 8. árgangur RAKEL HÚNFJÖRÐ Þægilegt á ferðum að þurfa ekki tannkrem heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Ungmenni flykkjast í leikhús María Sigurðardóttir kemur sér fyrir í Samkomuhúsinu á Akureyri. TÍMAMÓT 20 ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Stóra stundin rennur upp í kvöld Sérblað um íslensku tónlistarverðlaunin FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Dansaði eins og Jackson Hreiðar Már Sigurðs- son fór á kostum á árshátíð Kaupþings. FÓLK 34 VORLEGT Í dag verður hæg breyti- leg átt. Bjartviðri austan til, annars þungbúnara og víða dálítil súld vestan til á landinu. Hiti 3-10 stig. VEÐUR 4 4 5 4 65 1. JANÚAR 17. MARS ■ Gengi krónunnar ■ Úrvalsvísitalan ÞRÓUN KRÓNU OG ÚRVALS- VÍSITÖLU FRÁ ÁRAMÓTUM 119,68 6318 153,4 4652 KARL BRETAPRINS Kallaður til vitnis í máli hálfíslensks fjárkúgara Lögmaðurinn með öll spjót úti FÓLK 26 LANDBÚNAÐUR Sauðburður hófst í fyrra fallinu á bænum Mógili II á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð í fyrradag. Þá bar kindin Þoka tveimur lömbum; mórauðri gimbur og hvítum hrút. Halldóra Kjartansdóttir, bóndi á Mógili og eigandi Þoku, segir barnabarnið sitt ekki hafa hikað við að gefa nýbornu lömbunum nöfn. „Dótturdóttir mín kom í heim- sókn og nefndi þau. Sú mórauða heitir Kolbrún en hrúturinn fékk nafnið Pálmi,“ segir hún. Aðspurð hvort einhverjar fyrirmyndir hafi verið að nöfnunum svarar Hall- dóra neitandi. „Henni datt þetta bara í hug á staðnum.“ Um tvö hundruð fjár eru á Mógili II, og byrjar sauðburður- inn yfirleitt snemma í maí. Þoka er því frekar snemma á ferðinni, en Halldóra segir það ekki í fyrsta skipti. „Hún bar á svipuðum tíma í fyrra, og var þá fjórlembd. Hún hefur eitthvað verið að skemmta sér í fyrra fallinu í haust.“ - sþs Kindin Þoka var snemma á ferðinni í sauðburði á Svalbarðsströnd í Eyjafirði: Lömbin nefnd Kolbrún og Pálmi Á MÓGILI Lömbin stilla sér upp fyrir ljós- myndara ásamt móður sinni. Frá vinstri eru Pálmi, Þoka og Kolbrún. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON VERÐLAG Bensínverð hefur aldrei verið hærra hér á landi en það var í gær. Yfir daginn hækkaði verðið víðs vegar og algengt verð í sjálfsafgreiðslu var 147,90 krónur. Lítrinn með þjónustu kostaði þá 152,90. Öll olíufélögin hækkuðu verðskrá sína, nema Orkan og Atlantsolía. Orkan bauð best í gær; lítrann á 142,10 krónur. Magnús Ásgeirsson hjá N1 sagði í samtali við Vísi að það hefði fyrst og fremst verið snörp lækkun gengisins í gær sem hefði valdið hækkuninni. Kvaðst hann vonast til þess að gengið hækkaði aftur á næstunni. - kóþ Olíufélög hækka verð: Bensínverðið aldrei hærra Svartur mánudagur Krónan féll um sjö prósent í gær sem er met. Hlutabréf hafa aldrei fallið samfleytt jafn mikið í verði og síðustu átta mánuði. Bankastjórar ræddu við Seðlabankann í gær um erfiða stöðu á fjármálamarkaði. Keflavík komið í 2-0 Keflavík stendur vel að vígi gegn Haukum í úrslitakeppni Ice- land Express-deildar kvenna. ÍÞRÓTTIR 31 VEÐRIÐ Í DAG MÓTMÆLI Harðri framgöngu Kínverja í Tíbet var mótmælt við kínverska sendiráðið í Reykjavík í gær. Birgitta Jónsdóttir listakona, sem tók þátt í skipulagningu mótmælanna, krafðist þess fyrir hönd mótmælendanna að fjölmiðlafólki og fulltrúum mannrétt- indasamtaka yrði hleypt inn í Tíbet. Í bakgrunni eru tröppur sendiráðsins, sem Jan Jiricek málaði rauðar í fyrradag í mótmæla- skyni. - Sjá síðu 12 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óléttar stýrur og ófrískar „Ég vona að leitin að öðru orði en ráðherra fyrir konur í þeirri stöðu lukkist ekki. Herra merkir vald og yfirráð. Ekki bara herrann sem er með frúnni,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 16 MENNING Íslendingar verða fyrstir á svið í forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Belgrad í Serbíu. Tvær undankeppnir verða og leikur íslenska Eurobandið, með Friðrik Ómar og Regínu Ósk í broddi fylkingar, seinna kvöldið, 22. maí. Svíar koma strax á eftir Eurobandinu en þess má geta að Danir spila einnig þetta sama kvöld. Aðalkeppnin fer fram laugardagskvöldið 24. maí. - kóþ Eurovision-söngvakeppnin: Íslendingar fyrstir á svið EUROBANDIÐ Friðrik Ómar og Reg- ína Ósk verða fyrst á svið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.