Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Flest notum við tannkrem á tannburstann þegar við burstum tennurnar en það gerir Rakel Húnfjörð, verslunarstjóri í Heilsuhús- inu í Lágmúla, ekki. Hún notar sérstakan tannbursta sem ekki þarf tannkrem á. Svokallaður Jónatannbursti eða Soladey kom fyrst fram á sjónarsviðið snemma á níunda áratugnum en Japaninn dr. Yoshinori Nakagawa fann hann upp. Dr. Nakagawa byggði nýja tannburstann á þeim vísindum að þegar títaníum kemst í snertingu við vatn og ljós myndast neikvæðar jónir. Þær gera umhverfið í munninum basískt og þar með eyðast bakteríurnar í munninum án þess að tannkrem eða munnskol þurfi til. Soladey-burstinn er gríðarlega vinsæll í Japan og hefur verið að hasla sér völl hér á landi líka en hann hefur einungis verið fáanlegur hérna síðan fyrir jól. „Mér líkar vel við burstann en ég fékk mér eintak til að prófa þetta og er búin að nota hann núna í einhverja mánuði,“ segir Rakel. En hvernig er að bursta tennurnar án tannkrems? „Það er náttúrlega svolítið sérstakt en það virkar alveg ótrúlega vel. Tennurnar verða skínandi hreinar og mér fannst þær lýsast og var sérstaklega ánægð með burstann fyrir það. Ég set líka stundum myntu- dropa í burstann og í sjálfu sér er í lagi að nota tann- krem en það er samt óþarfi. Fólk er að uppgötva þennan tannbursta og er hrifið af hugmyndinni en hann er tiltölulega nýlega kominn á markaðinn. Það getur líka verið erfitt fyrir þá sem eru mikið á náttúrulegu línunni að finna tannkrem sem er án skaðlegra efna og svo er þetta auðvitað mjög gott fyrir þá sem eru með tannholdsvandamál eða vilja lýsa tennurnar.“ Rakel segir gott að nota kjarnaolíur með mismun- andi bragði á burstann til að fá frískandi bragð í munninn og nefnir að til dæmis sé Tea tree-olía góð því hún er líka bakteríueyðandi. Passa þarf að setja ekki of mikið en einn dropi er nóg. „Mér finnst mjög gott að eiga þennan bursta. Það er þægilegt á ferðalögum að þurfa ekki að taka með sér tannkrem og ég hugsa að ég muni alltaf eiga jónatann- burstann í veskinu mínu,“ segir hún ánægð. heida@frettabladid.is Jónir í stað tannkrems Rakel Húnfjörð, verslunarstjóri í Heilsuhúsinu, er ánægð með jónatannburstann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is FERMINGAGJAFIR Seðlaveski ókeypis nafngylling fylgir Opnunartími: mánudag - föstudag 8:00 - 17:00 fi mmtudag 8:00 - 19:00 laugardag 12:00 - 15:00 Skoðanakönn- un sem Lýðheilsustöð lét gera í janúar leiddi í ljós að mun færri en áður vilja að áfengi sé selt í matvöruverslunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningur við sölu á bjór og léttvíni meiri en á lands- byggðinni og þeir sem yngri eru styðja hana frekar en þeir sem eldri eru. Kuðungsígræðsla hefur breytt lífi margra, bæði þeirra sem farið hafa í aðgerðina og aðstandenda þeirra, sam- kvæmt frétt á heimasíðu Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands, www.hti. is. Rúmlega 40 Íslending- ar hafa farið í kuðungs- ígræðslu, þar af tíu börn. Tæknifrjóvgun gæti fljót- lega orðið mögulegur valkostur fyrir einhleypar íslenskar konur sem vilja eignast börn. Heilbrigðis- ráðherra skipaði síðasta haust nefnd til að endurskoða reglugerð um tæknifrjóvganir sem skilar af sér á næstunni og er talið líklegt að hún leyfi tæknifrjóvgunar- meðferð einhleypra kvenna hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.