Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 16
16 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Unglingar með athyglis-
brest og ofvirkni þurfa
skilning og fyrirgefningu
þegar þau fara yfir strikið.
Þau vilja tilfinningalegan
stuðning frá fjölskyldu,
vinum og gæludýrum. Þeim
finnst nauðsynlegt að fá
hjálp þegar á þarf að halda.
Unglingar á aldrinum 11 til 16 ára,
sem hafa einbeitingarskort með
ofvirkni, ADHD, eru sér meðvitað-
ir um að þeir eigi það til að fara
yfir strikið í samskiptum við aðra
og að það skapi erfiðleika. Ungl-
ingarnir hafa þörf fyrir nánd og
nálægð við nánustu aðstandendur
sína og vini. Þau telja sig fá tilfinn-
ingalegan stuðn-
ing frá gæludýr-
um.
Áslaug Birna Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur hefur gert rann-
sókn á þörfum unglinga með
athyglisbrest og ofvirkni út frá
sjónarhóli unglinganna sjálfra.
Hún tók viðtöl við tíu unglinga
með ADHD á höfuðborgarsvæð-
inu og úti á landi.
„Þeir nefna helst þörf fyrir nánd
og nálægð. Þeir eiga í erfiðleikum
vegna skorts á einbeitingu og
ofvirkni og það kemur niður á
samskiptum þeirra og krakkarnir
lenda gjarnan í erfiðleikum,“ segir
Áslaug Birna.
„Þau tala um að umhverfið þurfi
að skilja þau og hafa þekkingu á
ADHD og á þeirra erfiðleikum en
dæma þau ekki. Þau finna mikið
fyrir fordómum og hafa þörf fyrir
að það sé skilningur í
umhverfinu og að
þeim sé fyrir-
gefið því að
þau eru sér
fylli-
lega meðvituð um að þau sýni
stundum óæskilega hegðun,“ segir
hún.
Skólinn er erfiðasti vettvangur
lífsins hjá unglingunum og stór
hluti af erfiðleikum þeirra á sér
stað í skólanum. Unglingarnir
hafa mikla þörf fyrir stuðning,
umhyggjusaman og skilningsrík-
an kennara sem hlustar á þau og
reynir að skilja þau og hjálpa
þeim. Eins hafa þau þörf fyrir að
skólahjúkrunarfræðingurinn
skilji og styðji.
Sumir unglinganna hafa upplif-
að einelti og eiga því erfitt með að
treysta fólki. Mikið mæðir á sjálfs-
myndinni í gegnum erfiðleikana
sem þau ganga í gegnum og því
þurfa þau að finna og byggja upp
styrkleika sína, hafa von og geta
treyst bæði á sjálf sig og aðra.
Áslaug Birna segir að ungling-
arnir hafi mikla þörf fyrir vini.
Hún segir líka að sum þeirra eigi
gæludýr og „það var nýtt fyrir
mér. Ég hafði ekki séð neins stað-
ar að gæludýr gætu skipt svona
miklu máli en gæludýrin gáfu
þeim mikinn tilfinningalegan
stuðning þegar þeim leið illa,“
segir hún.
„Sum þeirra höfðu sterka sjálfs-
mynd, fannst þau vera frábær og
klár og dugleg í vinnu meðan
önnur voru hrædd við framtíðina
og óttuðust að geta ekki bjargað
sér sjálf. Þessi börn höfðu þörf
fyrir von um bjarta framtíð.“
ghs@frettabladid.is
Gæludýrin veita stuðning
ÞURFA FYRIRGEFNINGU „Þau finna mikið fyrir fordómum og hafa þörf fyrir að það
sé skilningur í umhverfinu og að þeim sé fyrirgefið,“ segir Áslaug Birna Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur sem hefur rannsakað þarfir unglinga með ADHD út frá sjónarhóli
unglinganna sjálfra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON
Önnur voru hrædd við
framtíðina og óttuðust að
geta ekki bjargað sér sjálf. Þessi
börn höfðu þörf fyrir von um
bjarta framtíð.
ÁSLAUG BIRNA ÓLAFSDÓTTIR
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Álver gegn gengisfell-
ingu
„Það besta sem við getum
gert núna er að taka vel á
móti þeim sem fjárfesta og
vilja koma með peninga inn
í landið, eins og til dæmis
vegna álvers í Helguvík. Það
myndi passa vel að þær fram-
kvæmdir kæmust á skrið.“
ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐ-
HERRA VEGNA EFNAHAGSÁSTANDS-
INS.
Fréttablaðið 18. mars
Útrætt loftslagsmál
„Umræðan um loftslagsbreyt-
ingar er í vaxandi mæli að
snúast um hvað sé hægt að
gera en ekki um hvort þær
séu að eiga sér stað eða ekki.
Þeirri umræðu er í reynd
lokið.“
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON,
FORSETI ÍSLANDS, VEGNA VÆNTAN-
LEGRAR HEIMSÓKNAR AL GORE.
Morgunblaðið 18. mars
Nýtt pípuorgel, sem hefur verið
pantað og verður vígt á tíu ára
vígsluafmæli Grafarvogskirkju í
júní 2010, mun kosta rúmlega 70
milljónir. Orgelinu hefur Hörður
Áskelsson söngmálastjóri lýst sem
„Rolls Royce. pípuorgela“.
Orgelnefnd Grafarvogskirkju
hefur verið falið að ganga til samn-
inga við fyrirtækið Orgelbau Sei-
fert um smíði orgelsins fyrir
kirkjuna. Nú þegar hefur safnast
umtalsvert fjármagn til kaupanna
á því en betur má ef duga skal, að
sögn séra Vigfúsar Þórs Árnason-
ar sóknarprests. Því vill Grafar-
vogskirkja leita til sóknarbarna
sinna með framlög til orgelkaup-
anna. „Gott er að hafa í huga gagn-
vart þeirri söfnun sem við hefjum
nú að margt smátt gerir eitt stórt,“
segir sr. Vigfús Þór. Með safnaðar-
blaðinu Logafold fylgir nú gjafa-
bréf sem afhenda má í bönkum
Grafarvogsóknar og í kirkjunni og
er þess vænst að þessari málaleit-
an verði vel tekið af sóknarbörn-
um.
Grafarvogskirkju hafa borist
stórgjafir til orgelkaupanna. Þess-
ar gjafir leiddu til þess að hafist
var handa við að undirbúa orgel-
kaupin. Meðal gefenda eru Bónus,
Landsbankinn og VÍS vátrygg-
ingafélag Íslands. Gaf hvert fyrir-
tæki tíu milljónir. Þá gáfu hjónin
Kristín Vigfúsdóttir og Finnur
Ingólfsson einnig 10 milljónir til
orgelkaupanna. - jss
Söfnun hafin fyrir pípuorgeli í Grafarvogskirkju:
„Rolls Royce“ pípuorgela
GRAFARVOGSKIRKJA Áætlað er að vígja
nýja orgelið á tíu ára vígsluafmæli Graf-
arvogskirkju í júní 2010.
„Bensínverðið á
ekki að hækka
svona hratt því að
maður veit alveg
að olíufélögin
liggja með lítra á
lager. Eldsneyti er
ekkert sem þeir
kaupa frá degi til
dags,“ segir Baldur
Þórsson, söluráð-
gjafi hjá Nýherja. „Mér finnst því
óþarfi af þeim að hækka verðið
strax og gengið breytist. Þeir ættu
að endurskoða það frá mánuði til
mánaðar, ekki degi til dags, ef þeir
þurfa á annað borð að breyta verð-
inu,“ heldur hann áfram og telur
vel hugsanlegt að eldsneytisverð
eigi eftir að hækka enn meira þótt
honum þyki það ólíklegt. „Maður
bjóst aldrei við því fyrir nokkrum
árum að bensínverðið færi yfir 100
kall en nú bíður maður eftir því
að það fari yfir 200-kallinn. Mér
finnst að stjórnvöld megi nú lækka
bensínskattinn þó ekki væri nema
um tíu til fimmtán prósent. Ég held
að ríkið fái hátt í 40 eða 50 krónur
af hverjum seldum lítra og það er
allt í lagi að minnka það aðeins
tímabundið meðan verðið er hvað
hæst.“
SJÓNARHÓLL
SÍHÆKKANDI BENSÍNVERÐ
Bíður eftir að það
fari yfir 200-kallinn
BALDUR
ÞÓRSSON
söluráðgjafi.
Það er allt gott að frétta, vor í lofti og allt að gerast. Þegar
ég finn lyktina af kúamykjunni og sé litla sprota vakna
á trjánum fer maður allur að lifna sjálfur,“ segir Magnús
Hlynur Hreiðarsson, garðyrkju- og fréttamaður á Suður-
landi.
Magnús Hlynur á von á góðu sumri. „Veturinn er búinn
að vera harður og leiðinlegur, sem hlýtur að boða gott
sumar – að minnsta kosti hér á Suðurlandi. Ég get ekki
betur séð en að túnin komi vel undan vetri, þótt það séu
auðvitað skaflar víða enn þá.“
Magnús ætlar að taka því rólega með
fjölskyldunni yfir páskana, í mesta lagi kíkja
í göngutúra sér til ánægju, og kveðst vera
að safna orku fyrir stórafmæli. „Ég er
ritstjóri Dagskrárinnar á Selfossi, sem
fagnar 40 ára afmæli um þessar
mundir. Þetta er með elstu héraðs-
blöðum landsins og fimmtudaginn
27. mars verður gefið út glæsilegt afmælisblað. Sama dag
opnum við sýningu á Hótel Selfossi og skálum í kampavíni
í leiðinni.“
Þótt það sé nóg að gera í garðyrkjunni á sumrin ætlar
Magnús Hlynur að taka sér frí og bregða sér út fyrir land-
steinana, til Danaveldis nánar tiltekið, enda lítt hrifinn af
því að láta sólina baka sig á suðrænni strönd. „Ég er búinn
að panta sumarhús í Danmörku í júní, ætla að vera þar
í hálfan mánuð. Ég elska Danmörku, ég hlýt að hafa verið
Dani í fyrra lífi.“
Magnús er þar að auki ávallt með augun opin fyrir
fréttum fyrir Sjónvarpið. „Ég veit að það verður
margt skemmtilegt að gerast hér um páskana.
Maður á alltaf að vera sérstaklega vakandi
fyrir jákvæðum fréttum. Það er það sem
fólk vill heyra og sjá – það eru allir komnir
með nóg af þessu svartagallsrausi um að
allt sé að fara til fjandans.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON, GARÐYRKJU- OG FRÉTTAMAÐUR
Fagnar 40 ára afmæli Dagskrárinnar