Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 18

Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 18
18 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Átökin í Tíbet Evran, sameiginlega Evrópumyntin, hefur nú náð metstyrkleika bæði gagnvart íslensku krónunni og Bandaríkjadal. Að gengið skyldi geta þróast þannig höfðu fáir trú á þegar evran varð til fyrir níu árum, enda átti hún í vök að verjast gagnvart dollaranum á fyrstu misserunum eftir að evrópska mynt- bandalagið komst á. Hverjir nota evruna? Sameiginlega Evrópumyntin er að svo stöddu lögeyrir í 15 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Á Evrusvæðinu búa 317 milljónir af alls 496 milljónum íbúa ESB. Öll ný aðildarríki sambandsins eru skuldbundin til að ganga í mynt- bandalagið, en það fá þau fyrst að gera þegar þau hafa uppfyllt efnahagsleg skilyrði fyrir því. Bretland, Danmörk og Svíþjóð hafa kosið að standa utan evrusvæðisins, en danska krónan er nú fasttengd evrunni. Hver hefur gengisþróunin verið? Er evran hóf göngu sína sem reiknimynt árið 1999 var gengi hennar 1,18 Bandaríkjadalir. Fyrstu misserin þar á eftir var óttast að nýja myntin væri of veik og gengi hennar gagnvart dalnum lækkaði niður í 0,82 í október 2000. Síðan þá hefur gengið stöðugt farið hækkandi, mest þó nú á síðustu misserum. Það veldur áhyggjum í Evrópusambandinu af samkeppnishæfni útflutningsgreinanna, en sterk evra ver efnahagslífið jafnframt fyrir neikvæðum áhrifum stöðugt hærra dollaraverðs á innfluttri olíu. Hvað kostar evran? Gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal náði sögulegu hámarki á mánudag er ein evra kostaði 1,5904 Bandaríkjadali. Þegar viðskiptum lauk á gjaldeyrismarkaði hérlendis á mánudag var gengi evrunnar rúmar 118 krónur og hafði þá hækkað um fjórðung frá síðustu áramótum. Meðalgengi evrunnar síðustu ár hefur verið á bilinu 85-90 krónur. Við lok markaða í gær var evran svo í kringum 121 króna. FBL-GREINING: GENGI EVRUNNAR Styrkist stöðugt á kostnað dollarans Kínastjórn vísar ábyrgð- inni á uppþotum í Tíbet til Dalai Lama og gengur fram af hörku við að kveða þau niður. Ólíklegt er að Ólympíuleikarnir í Peking verði sniðgengnir vegna þessa. Stuðningsmenn Dalai Lama eru aðskilnaðarsinnar og upphafs- menn and-kínverskra uppþota í tíbetsku höfuðborginni Lhasa. Þessu lýsti Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, yfir í gær. Þar með tók forysta kommúnista- stjórnarinnar í Peking af öll tví- mæli um að hún væri staðráðin í að gera allt sem í hennar valdi stæði til að bæla niður uppþot mótmælenda í Tíbet og samúðar- mótmæli þau sem vart hefur orðið víðar í Vestur-Kína. Mótmælin hófust með friðsam- legri göngu búddamunka í Lhasa 10. marz, en hefð er fyrir því að minnast á þeim degi misheppn- aðrar uppreisnar sem gerð var árið 1959. Dalai Lama hótar afsögn Í því skyni að draga úr spennunni hótaði Dalai Lama því í gær að víkja sem leiðtogi útlagastjórnar Tíbeta ef ofbeldi í tengslum við mótmælin í Tíbet færi úr bönd- unum. Hvatti hann landsmenn sína til að sýna stillingu. Einn helzti ráðgjafi Dalai Lama bætti því við, að hann hótaði því að víkja sem pólitískur leiðtogi Tíbeta og þjóðhöfðingi þar sem hann er algerlega á móti því að ofbeldi sé beitt til að ná fram markmiðinu um frjálst Tíbet. En jafnvel þótt hann viki úr hinu pólitíska embætti í útlaga- stjórninni yrði hann áfram and- legur leiðtogi þjóðarinnar. Segjast hafa sannanir Á blaðamannafundi í Peking, sem annars var haldinn í tilefni af því að árlegri samkomu kínverska ráðgjafarþingsins var að ljúka, hélt Wen því fram að stjórnvöld hefðu „sannanir“ fyrir ásökunum sínum um að „Dalai-klíkan“ hefði „skipulagt, lagt á ráðin um, stýrt og espað fólk til þátttöku í“ uppþotunum í Tíbet. „Þetta hefur sýnt svo ekki verði um villzt að síend- urteknar full- yrðingar Dalai- klíkunnar um að hún sækist ekki eftir sjálf- stæði heldur friðsamlegri sam- ræðu eru ekkert nema lygar,“ bætti Wen við. Hann sagði kín- versk stjórnvöld þá aðeins munu íhuga að eiga viðræður við Dalai Lama að hann lýsi sig „reiðubú- inn að gefa upp á bátinn markmið sitt um svokallað sjálfstæði Tíbets“. Wen vísaði því enn frem- ur á bug að „menningarlegt þjóð- armorð“ væri að eiga sér stað í Tíbet. Kommúnistastjórnin í Kína vill sjá til þess að Ólympíuleikarnir í Peking í ágúst verði til að auka hróður Kína á alþjóðavettvangi frekar en að draga óvelkomna athygli að mannréttindamálum. Enda sagði Wen að mótmælendur væru að reyna að spilla fyrir ólympíuleikahaldinu. Ráðamenn í fjölda landa, þar á meðal aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, Rússlandi, Bandaríkj- unum og Ástralíu hafa nú þegar útilokað að gripið verði til þess að sniðganga Ólympíuleikana. En hugmyndir eru uppi um að ráða- menn og tignargestir sniðgangi opnunarhátíð leikanna til að sýna óánægju sína í verki með fram- göngu kínverskra yfirvalda í málefnum Tíbets og annað er varðar réttindi borgaranna í fjöl- mennasta ríki heims. Hans-Gerd Pöttering, forseti Evrópuþings- ins, viðraði tillögu þessa efnis í gær. Handtökur halda áfram Á miðnætti í gærkvöld að staðar- tíma rann út frestur sem yfirvöld gáfu þátttakendum í mótmælun- um í Lhasa til að gefa sig fram. Lítið fréttist af aðgerðum í land- inu í gær, eftir að fresturinn rann út, annað en það að öryggissveit- ir héldu áfram að ganga hús úr húsi og handtaka fólk sem grun- að var um að standa með mót- mælendum. Haft var eftir Duoji Zeren aðstoðarlandstjóra að yfir- völd myndu „grípa til afgerandi ráðstafana til að hafa hendur í hári hinna grunuðu“, en gaf ekk- ert nánar upp um það í hverju þær ráðstafanir fælust. Á útvarpsstöðinni Radio Free Asia, sem er að mestu fjármögn- uð með framlögum frá banda- rískum stjórnvöldum, var haft eftir ónafngreindu vitni að um leið og fresturinn var liðinn hefðu hundruð manna verið handteknir. Ströng stjórn kínverskra stjórn- valda á upplýsingaflæði og bann við veru erlendra fréttamanna á vettvangi gerði erfitt um vik að fá slíkar fréttir staðfestar. Frétta- flutningur erlendra fréttaritara frá Kína af mótmælunum í Tíbet hefur sætt strangri ritskoðun, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Öllum ferðahópum sem ætl- uðu til Tíbets hefur verið meinað að fara þangað. Það bann kvað munu gilda að minnsta kosti til mánaðamóta. Auðmýkt gagnrýnd Þessar fréttir frá Tíbet hafa orðið leiðarahöfundum margra vest- rænna miðla tilefni til að deila á þá auðmýkt sem margur vest- rænn ráðamaðurinn sýnir vald- höfum í Peking. Með öðrum orðum hvernig hagsmunir í við- skiptum og á fleiri sviðum verða til þess að fulltrúar frjálsra lýð- ræðisríkja verða að smjöri þegar á hólminn er komið og segja þar ekki annað en gestgjafarnir vilja heyra. Harka er eina svar kín- versku stjórnarinnar WEN JIABAO FRÁ LHASA Vegfarendur ganga um götu í miðborg Lhasa á mánudag. Ummerki um óeirðirnar eru greinileg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP © GRAPHIC NEWS Kveikt verður á listaverki Yoko Ono, Imagine Peace Tower, í Viðey klukkan níu í kvöld. Í tilefni frið- arvikunnar á vorjafndægri verður sá hátturinn hafður á í eina viku og munu ljósin loga frá klukkan níu til miðnættis. Áður en friðarsúlan verður tendruð á morgun, skírdag, verða ljóshnettir sendir á loft, barnakór syngur lög frá ýmsum löndum og gestum verða boðin stjörnuljós og friðarkerti. Einnig verður ljós- myndasýning á vegum ljósmynda- samkeppni.is opnuð í hesthúsinu í Viðey. Boðið verður upp á kennslu í næturljósmyndun með friðarsúl- una sem viðfangsefni. Það eru alþjóðasamtökin AUS og Höfuð- borgarstofa sem standa fyrir við- burðunum. - jse Kveikt á Friðarsúlunni í Viðey: Friðarljós og söngur FRIÐARSÚLAN Í VIÐEY Ljós friðarsúlunn- ar mun lýsa kvöldin í friðarvikunni. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . ATH! Frábær sýnishorn af Ice Age 3 frumsýnt á Horton Þú finnur muninn frá fyrsta sopa! FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.