Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 31
][ Ullarsokka verður að hafa með þegar ferðast er á kalda staði. Í jöklaferðum eru handprjónaðir lopasokkar úr íslenskri ull bestir en þó má notast við vélprjónaða sokka í neyð. Alda Jónsdóttir og Kristín Einarsdóttir skipuleggja hjóla- ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar. Alda segir ferðir af þessu tagi fyrir hvern sem er, enda sé boð- ið upp á misþungar ferðir. „Ég fór fyrir mörgum árum með meðlimum Íslenska fjallahjóla- klúbbsins til Noregs en það var í gegnum aðra ferðaskrifstofu. Í kjölfarið bað Sigurður Gunnars- son hjá Úrvali útsýn mig að skipu- leggja hjólaferðir fyrir ferðaskrif- stofuna,“ segir Alda. „Sigurður var með Ítalíu í huga en Úrval-Útsýn var að fara nýtt inn á þann markað og ég fór þang- að árið 2005 með fyrsta hópinn. Við höfum mest verið á Ítalíu en Kristín hefur aðeins verið með hjólaferðir í Austurríki líka. Ég geri ráð fyrir að þetta séu milli fimm og tíu ferðir á ári og njóta þær mikilla vinsælda.“ Þegar er búið að bóka mikið í hjólaferðir sumarsins en Alda segir fyrri part sumars vinsælast- an. Þá eru þær stöllur að skipu- leggja ferðir þar sem hjólað er frá Norður-Ítalíu til Rómar í þremur áföngum. Þá er lagt upp frá Bolza- no og hjólað til Feneyja. Þaðan er svo hjólað til Flórens og síðasti áfanginn er leiðin frá Flórens til Rómar. Alda hvetur áhugasama til að kynna sér ferðirnar á vef Úrvals- Útsýnar. „Þar er hægt að sjá myndir og greinar um ferðirnar.“ „Við bjóðum upp á tvær mis- munandi gerðir af ferðum. Annars vegar er boðið upp á hörku hjóla- ferðir en svo erum við með ferðir þar sem fólk hjólar og slappar af í bland. Við höfum farið með ýmsar gerðir af hópum, til dæmis vina- hópa og klúbba. Ferðirnar eru misjafnlega þungar og í sumum ferðum eru til að mynda engar brekkur.“ hnefill@frettabladid.is Til Rómar í þremur áföngum Hjólaferðirnar hafa verið vinsælar meðal Íslendinga. Þrír eða fjórir geta siglt á verði tveggja með Norrænu til Dan- merkur ef bíll er með í för. Smyril-line býður fjölskyldutilboð á ferðum með Norrænu til Dan- merkur á tímabilunum 5. apríl til 20. júní og 13. september til 24. okt- óber. Ef þrír eða fjórir ferðast saman með bíl fá þeir fargjaldið á sama verði og tveir. Verð á mann miðað við fjóra verður þá 29.900 en er 49.550 annars. Tilboðið tekur líka til allt að sjö metra langs far- artækis og hæðar venjulegs hús- bíls. Nánari upplýsingar eru á síð- unni www.smyril-line.is. - gun Tilboð fyrir fjóra og bíl Ef þrír eða fjórir ferðast með bíl fá þeir fargjaldið á sama verði og tveir. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! MasterCard Mundu ferðaávísunina! Montreal Harðbotna gúmmíbátar Króli ehf – S: 565 6315 – 660 9503 – www.kroli.is Harðbotna gúmmíbátar á vagni, með Yamaha utanborðsmótor F150AETX, ásamt nauðsynlegum aukahlutum. Framleiddir í Kína. Áætlað verð til afgreiðslu í Reykjavík kr. 5.650.000.- Tilboðsverð á fyrstu 4 bátum með vél og vagni kr. 5.650.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.