Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 31

Fréttablaðið - 19.03.2008, Side 31
][ Ullarsokka verður að hafa með þegar ferðast er á kalda staði. Í jöklaferðum eru handprjónaðir lopasokkar úr íslenskri ull bestir en þó má notast við vélprjónaða sokka í neyð. Alda Jónsdóttir og Kristín Einarsdóttir skipuleggja hjóla- ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar. Alda segir ferðir af þessu tagi fyrir hvern sem er, enda sé boð- ið upp á misþungar ferðir. „Ég fór fyrir mörgum árum með meðlimum Íslenska fjallahjóla- klúbbsins til Noregs en það var í gegnum aðra ferðaskrifstofu. Í kjölfarið bað Sigurður Gunnars- son hjá Úrvali útsýn mig að skipu- leggja hjólaferðir fyrir ferðaskrif- stofuna,“ segir Alda. „Sigurður var með Ítalíu í huga en Úrval-Útsýn var að fara nýtt inn á þann markað og ég fór þang- að árið 2005 með fyrsta hópinn. Við höfum mest verið á Ítalíu en Kristín hefur aðeins verið með hjólaferðir í Austurríki líka. Ég geri ráð fyrir að þetta séu milli fimm og tíu ferðir á ári og njóta þær mikilla vinsælda.“ Þegar er búið að bóka mikið í hjólaferðir sumarsins en Alda segir fyrri part sumars vinsælast- an. Þá eru þær stöllur að skipu- leggja ferðir þar sem hjólað er frá Norður-Ítalíu til Rómar í þremur áföngum. Þá er lagt upp frá Bolza- no og hjólað til Feneyja. Þaðan er svo hjólað til Flórens og síðasti áfanginn er leiðin frá Flórens til Rómar. Alda hvetur áhugasama til að kynna sér ferðirnar á vef Úrvals- Útsýnar. „Þar er hægt að sjá myndir og greinar um ferðirnar.“ „Við bjóðum upp á tvær mis- munandi gerðir af ferðum. Annars vegar er boðið upp á hörku hjóla- ferðir en svo erum við með ferðir þar sem fólk hjólar og slappar af í bland. Við höfum farið með ýmsar gerðir af hópum, til dæmis vina- hópa og klúbba. Ferðirnar eru misjafnlega þungar og í sumum ferðum eru til að mynda engar brekkur.“ hnefill@frettabladid.is Til Rómar í þremur áföngum Hjólaferðirnar hafa verið vinsælar meðal Íslendinga. Þrír eða fjórir geta siglt á verði tveggja með Norrænu til Dan- merkur ef bíll er með í för. Smyril-line býður fjölskyldutilboð á ferðum með Norrænu til Dan- merkur á tímabilunum 5. apríl til 20. júní og 13. september til 24. okt- óber. Ef þrír eða fjórir ferðast saman með bíl fá þeir fargjaldið á sama verði og tveir. Verð á mann miðað við fjóra verður þá 29.900 en er 49.550 annars. Tilboðið tekur líka til allt að sjö metra langs far- artækis og hæðar venjulegs hús- bíls. Nánari upplýsingar eru á síð- unni www.smyril-line.is. - gun Tilboð fyrir fjóra og bíl Ef þrír eða fjórir ferðast með bíl fá þeir fargjaldið á sama verði og tveir. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband! MasterCard Mundu ferðaávísunina! Montreal Harðbotna gúmmíbátar Króli ehf – S: 565 6315 – 660 9503 – www.kroli.is Harðbotna gúmmíbátar á vagni, með Yamaha utanborðsmótor F150AETX, ásamt nauðsynlegum aukahlutum. Framleiddir í Kína. Áætlað verð til afgreiðslu í Reykjavík kr. 5.650.000.- Tilboðsverð á fyrstu 4 bátum með vél og vagni kr. 5.650.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.