Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 13

Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 13
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 Aðalfundur Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári 4. Ákvörðun um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin bréfa 5. Ákvörðun um hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa 6. Kosning bankaráðs 7. Kosning endurskoðenda 8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum 9. Tillögur um breytingar á samþykktum 10. Tillaga um Starfskjarastefnu Landsbanka Íslands hf. lögð fram til endurstaðfestingar 11. Tillaga bankaráðs um framlag í Menningarsjóð Landsbanka Íslands hf. fyrir árið 2008 og um breytta skipulagsskrá Menningarsjóðs Landsbanka Íslands hf. lögð fram til samþykktar 12. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil 13. Önnur mál, löglega fram borin Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 16.00 Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs eigi síðar föstudaginn 18. apríl kl. 16. Dagskrá, endanlegar tillögur, skýrsla bankaráðs, ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endur- skoðenda liggja frammi í Aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hlut- höfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Á sama stað munu upplýsingar um framboð til bankaráðs liggja frammi tveimur dögum fyrir aðalfund. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Gerð er tillaga um að aðalfundur samþykki lækkun hlutafjár Landsbankans um kr. 300.000.000.- að nafnvirði með niðurfellingu á eigin hlutum Landsbankans. Jafnframt er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki hækkun hlutafjár með útgáfu jöfnunar- hluta um kr. 300.000.000.- að nafnvirði. Gerðar eru eftirfarandi tillögur um breyt- ingar á samþykktum félagsins; að aðalfundur samþykki heimild til hækkunar hlutafjár Landsbankans um allt að kr. 1.200.000.000, með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum vegna nýju hlutanna, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Gerð er tillaga um orðalagsbreytingu í 2. máls. 4. mgr. 7. gr. samþykktanna, að arður skuli greiddur þeim sem skráðir verða í hlutaskrá eftir að uppgjör viðskipta við lok aðalfundardags hefur farið fram. Þá er gerð tillaga um að aðalfundur samþykki heimild til útgáfu breytanlegra skuldabréfa um allt að kr. 60.000.000.000.- og jafnframt hækk- un hlutafjár um allt að kr. 1.500.000.000.- að nafnverði í tengslum við slíka útgáfu. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til nýrra hluta vegna breytanlegra skuldabréfa, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Loks er gerð tillaga um að ný málsgrein bæt- ist við 11. gr. samþykktanna um heimild til rafrænna samskipta við hluthafa. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við inngang í upphafi fundar. Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða atkvæði um tillögur á dagskrá aðalfundar með rafrænum hætti, sjá nánar á heimasíðu Landsbankans, www.landsbanki.is Hluthöfum er bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Viðar, forstöðumaður Lögfræðiráðgjafar, í síma 410-7740. forvarnastarfið að setja. Til dæmis sögðust margir myndu kjósa frek- ar að ræða um áfengi frá hlutlæg- um sjónarhóli í stað þess að vera endalaust að tala um skaðsemi þess og hætturnar sem fylgt geta neyslunni. Nær væri að kenna frek- ar æskilega meðhöndlun þess þar sem áfengi væri orðið að sjálfsögð- um hlut í okkar samfélagi. Hvað segir Inga Dóra um þessa gagnrýni? „Lengi vel var lögð rík áhersla á að uppfræða unglinga og búa til einskonar grýlu úr ákveðn- um hlutum,“ svarar hún. „En þetta er ekki sú aðferð sem við í Rann- sóknum og greiningu erum hrifn- ust af því fræðsla ein og sér er ekki nóg. Við höfum séð að það sem skiptir mestu máli er að skapa unglingum aðstæður til að lifa heil- brigðu lífi. Það er ekki nóg að hafa áhrif á viðhorfin því þau þurfa ekki endilega alltaf að vera í takt við hegðunina. Til dæmis gæti einhver talið það skynsamlegt að reykja ekki en reykir síðan samt sem áður ef hann kemst í aðstæður þar sem þrýstingur er í þá átt. Enda höfum við séð það að stór hluti þeirra sem reykja er mótfallinn reykingum og myndi helst ekki vilja reykja.“ Uppsveifla í neyslu um aldamótin Um aldamótin fjölgaði sjúklingum 19 ára og yngri á Vogi svo mjög að menn höfðu ekki séð annað eins. Árið 2001 voru innritanir sjúklinga í þessum aldurshópi tæplega þrjú hundruð en síðan hefur þeim fækk- að ört og árið 2006 voru þær 234. Hlutfall 19 ára og yngri á Vogi það ár var þó um 14 prósent og hefur aldrei verið hærra ef frá er talin uppsveiflan um aldamótin. Neyslumynstrið hefur líka breyst hjá þessum hópi á undan- förnum árum þar sem neysla kannabisefna og amfetamíns verð- ur sífellt fyrirferðarmeiri en minna ber á áfengisneyslu. Þetta er hópurinn „sem lendir ansi illa í því“ og minnir okkur á að lítið má út af bera svo unglingar hverfi ekki inn í hinn harða heim fíkni- efnanna sem erfitt getur reynst að losna úr. Nemendur sem Frétta- blaðið talaði við sögðu að ungling- ar sem byrjuðu að neyta fíkniefna einangruðust og dyttu jafnvel úr námi. Það er því kannski ekki nema von að forráðamenn séu uggandi vegna þeirrar hættu sem blasir við unglingum. Áreitin sem unglingar verða fyrir nú til dags eru einnig mörg og koma úr ótal áttum svo hætt er við því að dómgreindin láti einhvern tímann í minni pokann fyrir einhverju þeirra. Unglingar fara á hraðbraut inn í harðan heim og áreksturinn getur því orðið býsna harður ef ekki er haldið vel um stýrið. En hinu má þó ekki gleyma að í raun hefur mikill meirihluti unglinga borið sig skyn- samlega að í aðstæðum þar sem erfitt getur reynst að finna fótum sínum forráð. Nú kalla þau eftir viðurkenningu fyrir það eða að minnsta kosti að því sé gefinn nokkur gaumur. FRUMGREININGAR HJÁ SÁÁ, 19 ÁRA OG YNGRI Ástæður innlagnar á árunum 2000 og 2006 ÁFENGI 19% ÁFENGI M/ÖÐRU 28% KANNABIS 46% AMFETAMÍN 6% ANNAÐ 1% 2000 ÁFENGI 11% ÁFENGI M/ÖÐRU 8% KANNABIS 63% AMFETAMÍN 15% ANNAÐ 3% 2006 HEIMILD: SÁÁ 2000 2004 NEYSLA ÁFENGIS SL. 30 DAGA HJÁ FRAMHALDS- SKÓLANEMENDUM ■ Strákar ■ Stelpur 75,5% 77,1% 73,7% 76,2% HEIMILD: RANNSÓKNIR OG GREINING FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is HVAÐ ER MIKILVÆGT AÐ HAFA Í HUGA VARÐANDI UNGLINGA? „Við erum bara gott fólk.“ Alex Pétursson, nemandi í Rima- skóla. „Við verðum stundum að viðurkenna það að unglingar standa okkur framar á vissum sviðum.“ Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. „Það er eiginlega ekkert um að vera fyrir þá sem eru 16 til 18 ára.“ Gabríela Unnur Kristjánsdóttir, formaður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema. „Við erum ekki að segja það að við munum aldrei koma til með að drekka heldur hitt að það er ekki á dagskrá núna.“ Hjálmar Örn Elísson Hinz, í stjórn Bindindisfélags FG. ÖNNUR GREIN AF FIMM Á mánudag: Unglingar og foreldrar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.