Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 17

Fréttablaðið - 12.04.2008, Page 17
LAUGARDAGUR 12. apríl 2008 17 UMRÆÐAN Samgöngumál Á næstu árum stefnir í að rúmum hundrað milljörðum af skattfé almennings verði varið til sam- göngumála á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirhuguð jarðgöng, stokkalausnir og mislæg gatnamót víðs vegar um borgina eru dýrar og umfangsmikl- ar framkvæmd- ir. Á sama tíma er ráðgert að kanna möguleika á lagningu létt- lestarkerfis í Reykjavík sem myndi kosta sitt. Þó að einstök verkefni hafi verið rædd bæði í borgarstjórn og fagráðum hefur umræðan verið tilviljanakennd og ómarkviss. Fjall- að hefur verið um verkefnin sem sjálfstæðar einingar en sjaldnast í samhengi við áhrif þeirra hvert á annað eða á nærliggjandi götur, umhverfi, lífsgæði og borgarbrag. Enn fremur skortir á samhengi milli eflingar almenningssamgangna og fjölgunar einkabíla. Í samgöngustefnu Reykjavíkur- borgar er gert ráð fyrir að greiðar samgöngur verði tryggðar, án þess að gengið sé á umhverfi, heilsu og borgarbrag, að fjölbreyttar ferða- þarfir borgarbúa verði uppfylltar á jafnréttisgrundvelli, og að sam- göngukerfi borgarinnar verði full- nýtt. Fyrirheit meirihlutans eru ekki í samræmi við þessa stefnu. Ef jafnmiklu fjármagni væri varið í uppbyggingu hjólreiðastíga og hefð- bundinna gatna liti borgin heldur betur öðruvísi út. Nú verða borgaryfirvöld að staldra við og ákveða hvert halda skuli. Hundrað milljarðar eru mikl- ir peningar sem verður að nýta með skynsamlegum hætti. Fara verður yfir allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að uppfylla þau markmið sem borgin hefur sett sér. Á sama tíma og möguleg uppbygging létt- lestarkerfis er skoðuð er nauðsyn- legt að kanna kosti neðanjarðarlest- arkerfis og hvaða áhrif slíkt myndi hafa á umferð einkabíla í borginni. Getur verið að með tilkomu létt- eða neðanjarðarlestarkerfis væri hægt að draga mjög úr byggingu sam- göngumannvirkja? Auðvitað á ekki að setja allar gatnaframkvæmdir á ís. Hér þarf að tryggja öflugt samgöngukerfi – en í samhengi við stefnu okkar og sátt við framtíðina. Því verða borg- aryfirvöld að hugsa upp á nýtt hvort og þá hvernig samgöngumannvirki þurfi að byggja, stækka eða breyta. Ef við trúum því raunverulega að efling almenningssamgangna skili árangri, verðum við að ráðast í það verkefni af alvöru – og draga þar með úr þörfinni fyrir stokka, göng og mislæg gatnamót. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Fram- tíðarsýn óskast SÓLEY TÓMASDÓTTIR UMRÆÐAN Leikskólamál Uppbyggingaráætlun í leikskólamálum sem meirihluti sjálfstæðis- manna og Ólafs F. Magn- ússonar kynntu á blaða- mannafundi síðastliðinn miðvikudag er til fimm ára, eða til ársins 2012. Áætlunin gerir ráð fyrir því að leikskólaplássum sem koma til styttingar á biðlistum muni á þess- um tíma fjölga um 350. Til viðmið- unar fæðast mánaðarlega um 140 börn í Reykjavík þannig að áætlun meirihlutans samsvarar því að hægt verði að taka börn inn á leik- skóla rúmum tveimur mánuðum fyrr en nú er gert og það eftir fimm ár. Í áætlunum borgar- stjórnar meirihlutans munar mestu um að þar er gert ráð fyrir að ríkis- stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lengi fæðingarorlof í 12 mán- uði, árið 2010. Gangi það eftir léttir það vissulega á dag- mæðrakerfinu þar sem foreldrar barna á þeim aldri þurfa þá ekki þjónustu borgarinnar. Lenging fæðingarorlofs myndi raunar gera meira en öll uppbyggingaráform meirihlutans til fimm ára til að mæta þörfum ungbarnafjöl- skyldna. En sú aðgerð er vitanlega ekki á valdsviði borgarinnar held- ur ríkisins. Kosið verður til borgarstjórnar árið 2010 og því rétt að skoða hver staðan verður samkvæmt áætlun meirihlutans í Reykjavík árið 2010. Þó gert sé ráð fyrir því að fæðingar- orlofið lengist fer því fjarri að við lok kjörtímabilsins verði hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum þjónustu, leikskólaþjónustu eða þjónustu dagforeldra. Börnum sem verða 12 mánaða í september, okt- óber og nóvember mun að líkindum bjóðast þjónusta en börn fædd á öðrum árstímum verða að bíða eftir þjónustu fram á næsta haust. En áætlanir meirihlutans gera ráð fyrir því að vandi þeirra sem bíða verði leystur með 35 þúsund króna heimgreiðslu. Þetta lítur auðvitað ekki nógu vel út. Hugsanlega er það ástæðan fyrir því að áætlun meirihlutans er til fimm ára eða fram í rúmt mitt næsta kjörtímabil. Áætlunin gerir raunar ráð fyrir því að af þeim 350 plássum sem taka á í notkun umfram mannfjölda- spá á þessum fimm árum verði 306 pláss á einkareknum leikskólum. Raunar er ekki búið að gera samn- inga við rekstraraðila og því treyst á að uppbyggingin verði, þó ekkert sé enn í hendi í þeim efnum. Rekstrarkostnaður við þessi pláss er nokkuð umfram nýsam- þykkta þriggja ára áætlun, enda þessi viðleitni væntanlega viðbrögð við harðri gagnrýni minnihlutans á metnaðarleysið í leikskólamálum sem þriggja ára áætlunin endur- speglaði. Gert fyrir viðbótarfram- lagi úr borgarsjóði til málaflokks- ins um 120 milljónir á þessu ári og 56 milljónir á því næsta. En svo er gert ráð fyrir að skorið sé niður í borgarleikskólunum fyrir restinni eða um 300 milljónir á árunum 2009- 2011. Þannig ætlar meirihlutinn í Reykjavík að treysta því að einka- aðilar muni fjármagna uppbygging- una og ætlar svo að skera niður hjá leikskólum borgarinnar það sem upp á vantar til að mæta viðbótar rekstrarkostnaði vegna einkareknu leikskólanna. Höfundur er borgarfulltrúi. Enn bíða borgarbörn SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Glæn‡ verslun á Íslandi me› innanstokksmuni og fleira fyrir falleg krakkaherbergi. OPNUM Í DAG Í HOLTAGÖR‹UM E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 13 7 Komdu og upplif›u ævint‡ri innandyra! Opi› frá kl. 10 - 18. Klukkan 14 s‡na hressir stubbar flottan fatna› og húsgögn úr vörulínu Stubbasmi›junnar. Eftir fla› tökum vi› svo sérstakt stubbatjútt í tilefni dagsins. HÚLLUMHÆ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.