Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 38
[ ] Sigrún Þorsteinsdóttir fór í ell- efu manna hópi í ævintýralegt ferðalag til Rúanda og Úganda í Afríku. Sigrún er sjálf leiðsögumaður ásamt manni sínum og hefur leitt hópa um strendur Indlandshafs og Kenía en í þetta skiptið voru þau meðal ferðamannanna. „Ferðalög eru áhugamálið okkar en við störfum bæði í tölvu- og tæknigeiranum svona dags dag- lega. Maðurinn minn, Jóhannes Örn Erlingsson, hefur leiðsagt hópum á Keníafjall og Kiliman- jaro í Tansaníu og við gátum hrein- lega ekki sleppt þessari ferð,“ segir Sigrún en þetta var í fyrsta skipti sem hún kom til Rúanda og Úganda. Hún segir ferðina hafa verið ógleymanlega upplifun. „Fólkið í Afríku er síbrosandi og er nánast alls staðar kurteist og ljúft. Það er skelfileg saga á bak við Rúanda og alls staðar er áminn- ing um voðaverk Hútúa þegar þeir myrtu 800.000 Tútsa á kerfisbund- inn hátt.“ Sigrún nefnir sérstaklega hvað börnin í Rúanda eru glöð og bros- andi þrátt fyrir hrikalega sögu landsins. Þau veifi til ferðamanna og kalli „mzungu, mzungu“ sem þýðir hvítur maður og þekki jafn- vel til íslenskra fótboltastjarna. „Það var svolítið skemmtilegt að í 2.300 metra hæð, í kræklóttum fjallshlíðum Úganda á leið til Rúanda, höfðum við keyrt í um þrjá tíma án þess að sjá sálu. Allt í einu, eins og í söngleik, stökkva fram tveir strákpjakkar, hoppa hæð sína í loft og byrja að dansa og hrópa „Arsenal, Arsenal“! Fót- boltinn hefur greinilega ítök víða og margir þekkja Eið Smára víðar í Afríku, sem var alveg magnað.“ Spurð hvað standi helst upp úr ferðinni segir Sigrún að dýralífið og landslagið sé ógleymanlegt. „Landslagið í fjöllum Úganda á leið til Rúanda er hreint ótrúlegt, alls staðar er frjósöm jörð, teakr- ar, mangótré, bananar og pálma- tré. Við fórum meðal annars í flúðasiglingu á Níl í Úganda og í safarí þar sem við sáum ljón í trjám. Mér finnst alltaf jafn ótrú- legt að sjá dýrin í sínum náttúru- legu heimkynnum og að sjá górill- urnar var auðvitað stórkostlegt. Að horfa í brún, tindrandi augun á górillu, mitt inni í frumskóginum, er nokkuð sem ég á aldrei eftir að gleyma meðan ég lifi.“ Ferðina skipulagði ferðaskrif- stofan Afríka-Ævintýraferðir í samvinnu við Bændaferðir og verður önnur ferð farin í haust. heida@frettabladid.is Brúneygar górillur og brosandi börn í Rúanda Fólkið í Afríku er hjálpsamt og ljúft og börnin brosa framan í ferðamenn. MYNDIR/SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson Ferðalög nálægt miðbaug kalla á mikla sólarvörn. Forðist sólina meðan hún er hæst á lofti, smyrjið vel af vörn á líkamann og berið sólhatt. Ógleymanleg ævintýri Á FERÐ UM HEIMINN www.fjallaleidsogumenn.is · sími: 587 9999 Sp ör - R ag nh ei ðu r Á gú st sd ót ti r SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst MAROKKÓ 6. - 13. september NEPAL 18. október - 10. nóvember AUSTUR PÝRENEAFJÖLL 21. - 27. apríl KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. - 29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. júlí Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfð m engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.