Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 12.04.2008, Síða 58
● heimili&hönnun Þórsgata 19 var byggð árið 1922 eftir teikningu Guðmundar H. Þorlákssonar. Þá var húsið þrí- lyft, hlaðið úr grásteini og stein- steypt. Árið 1927 var það stækkað um 50 fermetra að grunnfleti eftir nýjum teikningum Þorleifs Eyj- ólfssonar húsameistara og breytti það útliti þess mikið. Ári síðar var bætt ofan á húsið steinsteypt- um kvistum og geymslum út frá stigagangi. Árið 1973 var húsið síðan „augnstungið“ eða skipt um glugga. Í húsinu eru nú átta íbúðir, tvær á hverri hæð. Mikill samtaka- máttur er á meðal íbúa og fyrir fimm tán árum var húsið múrað. Nú fyrir síðustu jól var ákveðið að færa gluggana aftur í uppruna- legt horf en fyrirtækið Bæjarhús sá um verkið. „Nú hefur framhlið hússins verið endurnýjuð að fullu en við tökum vonandi bakhliðina fljót- lega,“ segir Lilja Gunnars dóttir, einn íbúa hússins. „Við höfum fengið styrki bæði frá Húsafrið- unarnefnd og húsverndarsjóði Reykjavíkur vegna framkvæmd- anna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ bætir hún við. Beverly Ellen Chase, sem býr í risinu ásamt manni sínum Kristj- áni Magnúsi Hjaltested, hefur búið í húsinu í níu ár og kann því vel. „Hér er frábært að vera og gott fólk í húsinu. Garðurinn er líka mjög fínn og þar samnýtum við grillið á sumrin,“ segir Beverly. Halldóra Jónsdóttir, sem hefur búið lengst í húsinu af núver- andi íbúum, er mjög ánægð með þá andlitslyftingu sem það hefur fengið og telur húsið setja falleg- an svip á miðbæinn. Flestir íbúarnir hafa einnig farið höndum um íbúðir sínar að innan og fékk Fréttablaðið að skyggnast inn til þeirra Lilju, Halldóru og Beverly. - ve Samtakamáttur í hjarta Reykjavíkur ● Við Þórsgötu 19 í Reykjavík stendur fallegt fjölbýlishús sem mikið hefur verið nostrað við. Húsið var byggt árið 1922. Framhlið þess hefur verið tekin í gegn og gluggarnir færðir í upprunalegt horf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þennan ruggustóll keypti Halldóra Jónsdóttir á menntaskóla- árum sínum. Hann er fyrsta húsgagnið sem hún eignaðist. Borðstofa og vinnuhorn Halldóru. Fyrir ofan sófann í íbúð Halldóru er annars vegar mynd af Orustuhól eftir Richard Valtingojer og hins vegar mynd eftir Elías B. Halldórsson. Hér má sjá forfeðrahorn Halldóru en þar eru myndir af langafa hennar, langömmu og tveimur sonum þeirra sem létust af slys- förum ungir að aldri. Í miðjunni er mynd af foreldrum Halldóru í tilhugalífinu. Eldhúsinnréttingin hjá Halldóru er nýleg. Í glugganum hangir snúra með seglum sem hún keypti í París en á seglana festir hún póstkort. 12. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.