Fréttablaðið - 12.04.2008, Side 94
58 12. apríl 2008 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Það er alltaf nóg að gera
hjá sveiflukónginum Geir-
mundi Valtýssyni. Hann
spilar á Kringlukránni um
helgina.
„Nú er ég með tvær hljómsveit-
ir, eina fyrir norðan og eina fyrir
sunnan, en ég fer á milli,“ segir
sveiflukóngurinn síkáti Geir-
mundur Valtýsson. Það er í nógu
að snúast hjá Geirmundi, sem
kemur til Reykjavíkur að
minnsta kosti einu sinni í mán-
uði og spilar fyrir borgarbúa. Ef
hann er ekki að spila fyrir sunn-
an er hann fyrir norðan að
skemmta Norðlendingum. Þá er
betra að vera með hljómsveit í
hverri höfn.
Geirmundur mun leggja land
undir fót þessa helgina. „Við
erum á Kringlukránni um helg-
ina,“ segir Geirmundur. „Þetta
gengur alltaf jafn vel. Það eru
margir sem koma oft að sjá
okkur. Hugsa að það sé svona um
hundrað manna hópur sem
mætir reglulega fyrir utan alla
hina.“
Hvernig ætli það gangi svo að
stilla saman strengi með sitt-
hvorri hljómsveitinni á víxl?
„Blessaður vertu, það er ekkert
mál. Ég og bandið sem ég er með
fyrir sunnan vorum með stórt og
gott prógramm sem við endur-
bættum. Annars eru ekki mörg
hitt-lög sem koma fram nú á
tímum,“ segir Geirmundur og á
nú eflaust sína sök þar á því
sjálfur hefur hann róast mikið í
lagasmíðum með árunum. „Það
er nú bara lífsins leið að róa sig
niður með árunum,“ segir hann.
Geirmundur á þó nóg af slögur-
um eftir sjálfan sig og aðra í
handraðanum frá fyrri tíð og
þarf því ekki að óttast að verða
uppiskroppa með lög til að spila.
soli@frettabladid.is
Sveiflukóngurinn með
hljómsveit í hverri höfn
GEIRMUNDUR Er með hljómsveit fyrir norðan og sunnan en flakkar sjálfur á milli.
> MUCCA Í HAM
Heather Mills heldur áfram að
skjóta föstum skotum á fv.
bónda sinn, Sir Paul McCartn-
ey. Í viðtali í morgunþættinum
Breakfast TV sagði hún: „Ég
held hann eigi þrjár kærust-
ur núna og ég óska þeim alls
hins besta. Frekar þær en ég.“
Paula Abdul er hætt með kærastanum sínum. Vinir Idol-
dómarans halda því fram að hún sé hætt með veitinga-
manninum JT Torregiani eftir tæplega árs samband. „JT
tók þetta samband ekki alvarlega og var alveg sama,“
sagði einn vinur hans. Getgátur hafa verið uppi um að
sambandið héngi á bláþræði eftir að Paula mætti ekki
á opnun nýs veitingastaðar hans á dögunum. Það kvöld
sást til JT í innilegum samræðum við aðrar konur. Á
meðan hefur Paula, sem er 45 ára, rætt í viðtölum um
að hún vilji eignast börn og fara að taka því rólega.
Paula Abdul á lausu
AFTUR Á LAUSU Paula Abdul er hætt
með kærastanum.
Glæparapparinn 50 Cent segir fyrrver-
andi eiginkonu sína ekki vera þann
engil sem kvikmyndin Get Rich or Die
Tryin‘ sýni og ver þá ákvörðun að láta
bera hana út af heimili sínu á Long
Island í New York. 50 Cent á húseign-
ina en Shaniqua Tompkins og tíu ára
sonur þeirra Marquise hafa fengið að
búa þar síðan parið skildi fyrir fimm
árum. 50 Cent hefur nú fengið dómara
í New York til að úrskurða að mæðgin-
in eigi að vera farin um leið og skólinn
klárast hjá stráknum á þessu ári.
Þessi ákvörðun hiphop-stjörnunnar
hefur mælst fremur illa fyrir hjá
aðdáendum hans og þeir skilja lítið í
honum að vera svona vondur við
konuna sem hjúkraði honum eftir
skotárás árið 2000. Cent segir hins
vegar að kvikmyndin dragi upp heldur
fagra mynd af Tompkins sem eigi við
lítil rök að styðjast. „Eitt er kvikmynd
og annað er raunveruleiki. Hún var nú
ekkert mikið fyrir að standa við
sjúkrabeðið. Þessi kona hefur ekki
gert handtak síðan 2001 og það er ég
sem hef haldið henni uppi en nú er
komið nóg,“ sagði rapparinn við
blaðamenn, skömmu eftir úrskurðinn.
50 Cent ber út eiginkonuna
EKKERT BULL 50 Cent er ekkert sérstak-
lega þolinmóður náungi og ætlar að láta
bera út fyrrverandi eiginkonu sína.
Skemmtiatriði á 17. júní
Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is
Frá sýningu götuleikhússins 2007
www.17juni.is
Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun
í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún
frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á
sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum.
Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og
er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á
útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og
öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum
í samráði við þjóðhátíðarnefnd.
Umsóknir um utning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla
út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið,
Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 6. maí.
Flottari sími á
ótrúlegu tilboði
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Nokia V640i
Lipur og nettur Walkman tónlistarsími. 3G,
EDGE, 256 MB minniskort. Fer á Netið með
Vodafone live! Fæst í „Havana gold“ og svörtu.
Eingöngu hjá Vodafone.
Tilboðsverð:
21.900 kr.
Komdu við í næstu Vodafone verslun og
nýttu þér frábært tilboð.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Annað kvöld 13. apríl kl. 20 – Uppselt
AUKASÝNING: Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20
MIÐAVERÐ: 1.000 KR.
www.opera.is