Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 17.04.2008, Qupperneq 40
 17. APRÍL 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Kraftvélar ehf. gengu nýlega frá einni stærstu sölu sinni þegar fyrirtækið seldi Björgun stóran vélapakka sem inni- heldur þrjá nýja brjóta. Brjótarnir eru þrír og framleidd- ir af Sandvik í Arbra og Svedala í Svíþjóð. Sandvik byggir á traust- um grunni Svedala, sem er eitt þekktasta og virtasta nafn þegar talað er um brjóta og er með ára- tuga reynslu af smíði þeirra. Fyrsti brjóturinn er kjálka- brjótur sem ber heitið Sand- vik UJ440i og er sá fyrsti sinnar tegundar hér- lendis. Sandvik UJ440i hefur verið í notkun hjá bæði Svíum og Norðmönnum við góðan orð- stír enda er afkastageta hans um 600 tonn á klukkustund. Brjótur- inn sjálfur er engin smásmíði og vegur 62 tonn. Annar brjóturinn er af gerðinni Sandvik UH420 og er svokallaður kónbrjótur. Sandvik UH420 hefur lokaða hringrás sem matar þann þriðja sem kallast Roadclassifier 107, betur þekktur sem VSI- brjótur. Sá brjótur býr til rúnað efni fyrir steypu og malbik sem er flokkað í þrjár tegundir eftir stærðum. Tveir starfsmenn frá Sand- vik í Svíþjóð komu sér- staklega til lands- ins til að koma upp brjótunum. Unnu þeir að því að stilla brjótana þar til menn voru ánægðir með afköst og gæði efnis. Hlutverk þeirra var einnig að þjálfa starfsmenn Björgunar í meðhöndlun og vinnu í kringum brjótana. „Söluferlið tók alls sex mán- uði enda um stór kaup að ræða. Marga þætti þurfti að athuga svo menn fengju það sem sóst var eftir. Var margt tekið inn í ferlið, til dæmis hver afkasta getan átti að vera, hversu mörg tonn menn vildu framleiða á klukkustund og svo framvegis. Þetta var vinna sem var ekki hægt að vinna á einum degi heldur hægt og örugglega,“ segir Ólafur Baldurs- son, sölustjóri hjá Kraftvélum ehf., sem var einn af þeim sem komu að sölunni á brjótunum. „Það tekur alltaf tíma að kynn- ast nýjum vélum en brjótarnir hafa nú verið í notkun í rúmar tvær vikur hjá Björgun. Þeir hafa reynst afar vel og standast allar þær kröfur sem til þeirra voru gerðar,“ segir hann. - mmr Þrír nýir brjótar í flotann Sandvik UH420 er annað stigið í möluninni. Hann tekur við efni úr kjálkabrjótnum og matar beint ofan í Sandvik RC107. Sá brjótur rúnar efnið fyrir steypu og malbik. Sandvik UJ440i er kjálkabrjótur sem tekur við grófasta efninu á fyrsta stiginu. MYND/ÚR SAFNI KRAFTVÉLA Komatsu WA 500-6 sést hérna moka ofan í Sandvik UH420 kónbrjót, sem er einn brjótanna sem Björgun keypti af Kraftvélum. Áhugaljósmyndarinn Björn Anton Einarsson, sem starfar sem viðhaldsmaður hjá Mjólkur- samlaginu í Búðardal, tekur myndir af öllu sem gleður augað, þar á meðal af vinnuvélum. „Ég byrjaði á þessu fyrir tveimur árum en þá fór fjár- hagurinn að leyfa kaup á góðri vél og linsum,“ segir Björn. Hann tekur aðal lega landslagsmyndir en myndar einnig ýmislegt annað sem fyrir augu ber, þar á meðal vinnuvélar. Víðimelsbræður ehf. hafa að undanförnu unnið að gerð sjó- varnargarðs við höfnina í Búðar- dal, þar sem Björn er búsettur, og hefur hann tekið óvenjulegar myndir af vinnu þeirra sem sýnir vélarnar í nýju ljósi. Í tilefni af því að vinnu við sjóvarnargarðinn er lokið opnar Björn ljósmyndasýningu við höfnina í dag. - ve Vinnuvélar í nýju ljósi Víðimelsbræður að stöfum. Delta-grafa í sólarlagi við sjóvarnargarðinn í Búðardal. MYND/BJÖRN ANTON EINARSSON Fallegt sjónarhorn. KM vörubíll skreyttur ljósmynd Björns. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.