Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 6
6 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Alríkisdómari í Kaliforníu hefur gefið bandarísk- um stjórnvöldum sextán daga frest til að ákveða hvort hvíta- birnir verði skráðir sem tegund í útrýmingarhættu vegna loftslags- hlýnunar. Með þessu var dómar- inn, Claudia Wilken, að úrskurða dýraverndunarsinnum í vil sem benda á að innanríkisráðuneytið hafi látið hjá líða að úrskurða um skráningu dýra á válista fyrir frest sem rann út 9. janúar. - aa Bandarísk stjórnvöld: Úrskurða um friðun bjarna Predikararaunir Undanfarna daga hefur umræðan í prófkjöri demókrata öll snúist um samband Baracks Obama við prest sinn séra Jeremiah Wright. Sérann hefur í prédikunum skellt fram ýmiss konar staðhæfing- um sem flestum Bandaríkjamönnum og skynsömu fólki almennt þykja geðveikislegar. Hann staðhæf- ir m.a. að bandarísk stjórnvöld hafið fundið upp AIDS til að drepa svart fólk og að stjórnvöld beri fulla ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september. Þá hefur hann blótað Bandaríkjunum sem þykir ekki góð lenska. Vandi Obama er sá að hann hefur sótt þessa kirkju og setið undir ræðunum í 20 ár, og á síðasta ári gaf hann tæpar tvær milljónir króna til kirkjunnar. Í sögulegri ræðu sem hann hélt fyrir mánuði lýsti hann sambandi sínu við séra Wright þannig að hann gæti ekki hafnað honum frekar en fjölskyldu- meðlimi. Það hefur nú breyst. Undanfarna daga hefur séra Wright farið mikinn um fjölmiðla og endurtekið fullyrðingar sínar og um leið ásakað Obama um að vera bara enn einn pólitíkusinn. Það hreyfði við Obama þannig að hann steig fram sl. miðvikudag og sór af sér sérann, sagði hann ekki vera sama mann og hann áður þekkti. Það sem ekki er ljóst eru ástæður séra Wright fyrir þessum fjölmiðlaspretti, ein gæti veri hrein athyglissýki, önnur gæti verið sú að hann ætli sér að skrifa bók og selja. Þriðja og kaldrifjaðasta ástæðan gæti verið sú að hann telji sig vera að hjálpa Obama. Með því að gefa Obama tækifæri að sverja af sér prestinn núna er hægt að klára málið núna áður en kemur að kosningunum í haust. Þannig verður framkoma séra Wright ekki að vopni í höndum repúblikana. Málið verður dautt í hugum almennings og ekki síst fjölmiðla. Þessi skýring virðist kannski langsótt, en séra Wright er óvitlaus og varaði Obama við því fyrir rúmu ári að hann yrði að afneita sér. Spretturinn sem sérann er á núna er líklega það besta sem gat komið fyrir Obama því málið sem virtist ætla að vera honum þungt í skauti virðist leyst og hann getur haldið áfram baráttu sinni fyrir útnefning- unni. Séra Wright kemur honum ekki lengur við. FRIÐJÓN R. FRIÐJÓNSSON skrifar frá Bandaríkjunum Hluthafafundur Dagskrá: 1. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi. 2. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í félaginu er þess óska fyrir kl. 16 þann 21. maí 2008. Greitt verði fyrir hlutina með hlutum í Glitni banka hf. Gengi hlutabréfa í FL Group hf. við kaupin skal vera kr. 6,68 fyrir hvern hlut. Gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. skal vera kr. 17,05 fyrir hvern hlut. Þannig fær hver hluthafi er tekur kauptilboðinu 0,39 hluti í Glitni banka hf. fyrir hvern hlut í FL Group hf. 3. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framan- greind kaup á hlutabréfum í FL Group hf., sbr. lið 2 hér að ofan, að kaupa allt að 20% eigin hluta fyrir kr. 6,68 hvern hlut. Heimildin skal gilda til og með 20. júní 2008. Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin skal stjórn félagsins lækka hlutafé félagsins í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, þannig að eigin hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram 10% af hlutafénu. 4. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað, í því skyni að mæta framangreindum kaupum á hlutum í FL Group hf., sbr. lið 3 hér að ofan, að kaupa allt að 862.017.533 hluti í Glitni banka hf. fyrir kr. 17,05 hvern hlut og greiða fyrir með lántöku. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 4. maí n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir þriðjudaginn 5. maí n.k. geta fengið atkvæðaseðla senda sér. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 8. maí eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafafundinum þann 9. maí og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinargerð, eru til sýnis á skrifstofu FL Group hf. frá og með föstudeginum 2. maí og verða send þeim hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Reykjavík, 1. maí 2008, Stjórn FL Group hf. Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí 2008, kl. 8.30. ERLENT, AP Nokkrir lögreglumenn særðust og kveikt var í fjölda bíla þegar til mikilla átaka kom í Ham- borg í Þýskalandi í gær. Þar var fjölmenn kröfuganga haldin á degi verkalýðsins, en að auki voru rúm- lega sjö þúsund manns á svæðinu til þess að mótmæla göngunni. Lög- regla í Hamborg sagði átökin í gær versta ofbeldi sem sést hefði í borginni undanfarin ár. Í Berlín er hefð fyrir óeirðum aðfaranótt 1. maí, en í ár var nóttin fremur róleg. Þó voru 24 hand- teknir og þrettán lögreglumenn særðust. Rúmlega 500 mótmælendur voru handteknir og 38 slösuðust í átökum við lögreglu í Istanbúl í Tyrklandi. Til átakanna kom þegar mótmæl- endur reyndu að fara í kröfugöngu að Taksim-torgi, en þar eru fjöldasamkomur bannaðar. Í Chile kom einnig til átaka eftir kröfugöngu í höfuðborginni Santi- ago. Það voru grímuklæddir mót- mælendur sem stofuðu til óeirða. 92 voru handteknir og lögregla not- aði meðal annars táragas til að dreifa þeim fimmtán þúsund manns sem þar voru saman komin. Í Caracas í Venesúela voru haldn- ar tvær mismunandi kröfugöngur. Önnur var fyrir stuðningsmenn forsetans Hugo Chavez, en hin fyrir andstæðinga hans. Á Kúbu komu svo hundruð þúsunda saman í höfuðborginni Havana. Forsetinn Raúl Castro mætti þangað en ávarpaði ekki fólkið. - þeb Haldið var upp á verkalýðsdaginn víðs vegar um heim: Óeirðir og átök í kröfugöngum MÓTMÆLI Grímuklæddir mótmælendur eyðilögðu meðal annars fjölmörg umferðarskilti í Santiago í Chile í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Baugur Group gekk í dag frá sölu á verslanakeðjunni MK One. Kaupverðið er trúnaðar- mál en kaupandi er Hilco Retail Investment. „Við erum mjög sáttir við að hafa klárað þetta söluferli,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, í samtali við Vísi í dag. Hann vildi ekki tjá sig um kaupverð en leiða má líkur að því að það sé lægra en þær 55 milljónir punda sem Baugur greiddi fyrir MK One árið 2005. Í Daily Telegraph í morgun er ýjað að því að MK One væri mögulega á leið í greiðslustöðvun ef ekki tækist að selja félagið. Þær áhyggjur eru víst óþarfar nú. Gunnar sagði ekki standa til að selja fleiri félög úr eignasafni Baugs. Eignasafnið væri þó alltaf í skoðun. - bg Sáttir við söluna: Baugur selur MK One Studdir þú hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum í kjaradeilu þeirra? Já 69,7% Nei 30,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú fylgjandi því að lögreglu- menn fái árangurstengd laun? Segðu þína skoðun á vísir.is FÉLAGSMÁL „Ekki er gott að segja til um hvað veldur fjölgun kvenna fyrir utan að kjör virðast hafa versnað meðal þeirra sem minnst mega sín. Þó held ég að tilkoma Konukots fyrir konur hafi haft þau áhrif að vandi kvenna hafi orðið sýnilegri en hann var áður en það tók til starfa,“ segir Heiðar Guðnason, forstöðu- maður Samhjálpar, en heimsóknum kvenna sem þar leita ásjár hefur fjölgað um 177 prósent á tveimur árum. Heiðar útskýrir að oft sé erfitt að koma auga á vanda kvenna þar sem þær fái oft húsaskjól og fæði frá mönnum í stað kynlífsgreiða. Eftir að Konukot var opnað þurfi þær síður að leita slíkra ráða og því geti verið að vandi þeirra sé að koma upp á yfirborðið nú. Kaffistofan er hugsuð fyrir utangarðsfólk og aðra sem ekki hafa efni á mat. Við lok ársins 2007 voru heimsóknir á kaffistofuna orðnar 20.628 á móti 23.012 heimsóknum 2006 og því um nokkra fækkun heim- sókna á milli ára. Af þeim sem heimsóttu kaffistofuna í fyrra voru karlar 1.132 gesta en konur 241 en árið 2005 leituðu 87 konur þar ásjár. Það sem Heiðar segir þó koma á óvart er að sú fækkun hafi ekki verið meiri, sem og að fjöldi einstaklinga á bakvið komurnar var 1.373 í fyrra, eða 130 fleiri en árið á undan. Þetta segir Heiðar vekja margar spurningar. Að hans mati eru þetta sterkar vísbendingar um að kjör þeirra sem minnst mega sín fari versnandi. „Kaffistofan var á hrakningum stóran part árs í fyrra og því kemur mér það nokkuð á óvart að fjölgað hafi í hópi notenda þótt heimsóknunum sjálfum hefði fækkað aðeins af skiljanlegum ástæðum,“ segir Heiðar en vegna erfiðleika við að finna Kaffistofunni nýtt húsnæði var starfsemin í nokkra mánuði á hrakhólum áður en núverandi húsnæði stofunnar var opnað í desember í Borgartúni 1. Þá bendir Heiðar á að aldur þess fólks sem fari í meðferð í Hlaðgerðarkoti, sem rekin er af Samhjálp, fari lækkandi. „Á árinu 2007 lögðust inn til meðferðar 149 einstaklingar sem er rúmlega 37 prósent fjölgun frá 2006 en þá taldi hópurinn 93 einstaklinga,“ segir hann og bendir á að árið 2004 voru 54 29 ára og yngri og var þá tiltölulega jafnt í öðrum aldurshópum. Þessar tölur segir hann vera vísbendingu um að yngra fólk nái botninum hraðar en áður var. Meðal annars vegna aukins framboðs af hörðum efnum. karen@frettabladid.is Vandi útigangskvenna að verða sýnilegri Sífellt fleiri konur leita á náðir Kaffistofu Samhjálpar í leit að mat og skjóli. Forstöðumaður Samhjálpar segir vísbendingar um að kjör þeirra sem minnst megi sín séu að versna. Fíklar nái botninum hraðar en áður. HVÍTABJÖRN Bandarísk stjórnvöld hafa sextán daga til að ákveða sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEIÐAR GUÐNASON LEITAÐ TIL SAMHJÁLPAR Af þeim sem heimsóttu Kaffistofu Samhjálpar, sem ætluð er fátækum, í fyrra voru karlar 1.132 gesta en konur 241 en árið 2005 leituðu 87 konur þar ásjár. Fjölgun kvenna á tveimur árum nemur því 177 prósentum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PRESTURINN Umræðan í prófkjöri demókrata síðustu daga hefur snúist um samband Obama við klerkinn Jeremiah Wright. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Úrslit úr sveitar- stjórnarkosningum í Bretlandi verða tilkynnt í dag, en kosning- arnar fóru fram í gær. Mest er spennan í London en þar hefur baráttan verið hörðust. Kannanir síðustu daga hafa bent til þess að íhaldsmaðurinn Boris Johnson muni sigra borgarstjórann Ken Livingstone naumlega. Þriðji frambjóðand- inn, Brian Paddick, er ekki talinn eiga nokkra möguleika. Úrslitin í kosningunum eru talin munu gefa nokkra mynd af fylgi flokkanna í næstu þing- kosningum. - þeb Kosið í Bretlandi í gær: Mjótt á mun- um í London KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.