Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 02.05.2008, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 2. maí 2008 13 Fulltrúar Reykjavíkurborgar og Steinar Þór Guðgeirsson, formaður íþróttafélagsins Fram, skrifuðu í gær undir samning um uppbygg- ingu á nýju íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal, í tilefni af aldarafmæli félagsins. Nýja svæðið er um hundrað þús- und fermetrar en gamla svæðið í Safamýri er um fjögur þúsund fer- metrar. Áætlaður kostnaður við svæðið er um 2,7 milljarðar króna. Íþróttamannvirkið verður fjöl- nota, svo sem knattspyrnuvöllur, tveir handknattleiksvellir í fullri stærð og þrír minni íþróttasalir. Knattspyrnufélagið Fram var stofnað 1. maí 1908. Í tilefni af aldar- afmælinu var Stefán Pálsson, sagn- fræðingur og Framari, fenginn til að rita sögu félagsins. Stefán segir margt merkilegt koma í ljós þegar horft er um öxl. „Félagið hét upphaflega Kári, en líklega kemur Fram-nafnið frá stjórnmálafélaginu Fram sem var bakland Hannesar Hafstein. Fram- arar voru frumkvöðlar á mörgum sviðum, komu á fót Íslandsmóti í knattspyrnu árið 1921 og stóðu fyrir komu danska landsliðsins hingað 1946, þegar Ísland lék sinn fyrsta landsleik,“ segir Stefán. Útgáfa sögu Fram er fyrirhuguð í lok árs. Þeim sem hafa einhver gögn eða upplýsingar sem nýst gætu er bent á að hafa samband við félagið. - kóp Haldið upp á tímamót í Safamýrinni: Framarar fagna aldarafmælinu SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ Kjartan Magnússon, Ólafur F. Magnússon og Steinar Þór Guðgeirsson skrifuðu undir samninginn í gær. MYND/FRAM Verum með fallegar tær í sumar! ll í FÆST ÁN LYFSEÐILS Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Bylting í meðferð á fótsveppi …   þarf aðeins að bera á einu sinni drepur sýkinguna VIKA 13 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Dollarasjóður MND-félagsins veitti á miðvikudag Páli Ragnari Karlssyni sameindalíffræðingi og dr. Thomas Schmitt-John, leiðbeinanda hans í meistara- námi við Árósaháskóla í Dan- mörku, rannsóknarstyrk að upphæð 26 þúsund dollarar eða um tvær milljónir króna. Styrkurinn er veittur til gerðar hagnýts skimunarprófs á MND-sjúklingum. Motor Neurone Disease er banvænn sjúkdómur sem ágerist hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Leiðir hann til lömunar á meðan vitsmunalegur styrkur helst. Á hverju ári greinast um fimm einstaklingar á Íslandi með sjúkdóminn. - ovd Tveggja milljóna króna styrkur: Þróa hagnýtt skimunarpróf Junphen Sriyoha: Í NÝJA KJÓLNUM Junphen var í sex manna danshópi sem sýndi taílenskan þjóðdans á áramótagleði Taílendinga sem haldin var 19. apríl í Vodafone-höllinni. Samkvæmt tímatali þeirra gekk nýtt ár í garð hinn 14. apríl en beðið var með hátíðahöld fram á fyrsta frídag þar á eftir. „Dansatriðið gekk bara nokkuð vel, reyndar höfðum við ekki nógu mikinn tíma til að undirbúa það en þetta slapp fyrir horn,“ segir Junphen. Hún mætti í nýjum kjól sem hún hefur verið að sauma sjálf eins og hún hefur greint lesendum Frétta- blaðsins frá. „Hann heppnaðist líka alveg ágætlega en ég hannaði hann sérstaklega fyrir þetta kvöld. Nú er ég reyndar að fara að hanna annan. Annars gengur lífið sinn vanagang nema hvað að ég er sennilega að fara á íslenskunámskeið hjá Mími. Þetta er sumarnámskeið og stéttar- félagið borgar hluta af þessu, sem er mjög gott.“ „Ég fer til Líberíu eftir þrjár vikur en ferðin er á vegum IceAid sem eru sjálfstæð íslensk samtök, stofnuð árið 2006.“ „Líbería er land í Vestur-Afríku þar sem þar til nýlega geisaði borgarastyrjöld. Vegna stríðsins eru tíu prósent íbúa landsins munaðarlaus börn, en það gera um 300 þúsund börn. Eitt af hverjum fimm börn- um nær ekki fimm ára aldri og 75 prósent barnanna ganga ekki í skóla. Íbúar landsins geta ekki búist við að ná nema 42 ára aldri og atvinnuleysi er gríðarlega mikið.“ Charlotte segir þau hjá IceAid ætla sér að byggja heilsugæslustöð við Alfred & Agnes Memorial munaðar- leysingjaheimilið í Monróvíu. „IceAid átti frumkvæði að enduruppbyggingu heimilisins árið 2006 en um áttatíu börn búa þar. IceAid stefnir að því að byggja skóla í Monróvíu og við munum því standa fyrir margskonar fjáröflunarviðburðum á Íslandi til að fjármagna þessi verkefni.“ Nánar má fræðast um IceAid á slóðinni www. iceaid.org Charlotte Ólöf Ferrier: FER TIL LÍBERÍU Á VEGUM ICEAID
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.