Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 22

Fréttablaðið - 02.05.2008, Side 22
22 2. maí 2008 FÖSTUDAGUR Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Það er þekkt staðreynd að stjórnarflokkarnir hafa ólíka stefnu um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu enda eru þetta tveir ólíkir flokkar. Ríkis- stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ætlar hins vegar ekki að skila auðu í Evrópumálunum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur því sett á laggirnar nefnd um þróun Evrópu- mála. Þessa nefnd leiðum við Illugi Gunnarsson en í nefndinni sitja einnig fulltrúar stjórnmálaflokka, ASÍ, BSRB, SA og Viðskiptaráðs Íslands. Markmið nefndarinnar er í fyrsta lagi að fylgja eftir tillögum Evrópunefndar frá mars 2007 um aukna hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi. Í öðru lagi á hún að framkvæma nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópusambandinu, á grunni niðurstaðna Evrópunefndar. Í þriðja lagi mun nefndin fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Samfylkingin hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Íslendinga er betur borgið innan ESB frekar en utan. Að mínu mati er það að sama skapi engin tilviljun að nánast allir þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild. Kostir aðildar Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild eru aukin áhrif, lægra matvælaverð, aukinn stöðugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðar- kerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengis- áhætta og gengis- sveiflur, lægri skólagjöld erlend- is, minni við- skiptakostnaður og bætt félags- leg réttindi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða. Nú þurfum við að taka yfir stóran hluta af lykil- löggjöf ESB án þess að hafa neitt um löggjöfina að segja. Um daginn var okkur í viðskiptanefnd Alþingis sagt af embættismönnum að við gætum ekki breytt frumvarpi sem var til meðferðar hjá nefndinni nema hugsanlega heiti laganna. Ekki er þetta beysið fyrir eina elstu lýðræðisþjóð í heimi. Og varðandi meint áhrifaleysi Íslendinga innan ESB sýnir reynslan að smáríkjum hefur vegnað vel innan ESB. Í þessu sambandi minni ég á að þing- menn Evrópuþingsins skipa sér í hópa eftir stjórn- málaskoðunum en ekki eftir þjóðerni. Þessi stað- reynd hefur allnokkra þýðingu. Efnahagslegir kostir aðildar ættu einnig að vera ljósir. ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi og um 70% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við ríki ESB og EES. Fróðlegt er að hagþróun þeirra ríkja ESB sem bjuggu við ólíkari hagsveiflu en þá sem mátti finna hjá meginþorra ESB-ríkjanna hefur ekki farið úr böndunum við upptöku evrunnar. Vitaskuld hafa hagsveiflur verið mismunandi á milli svæða þótt þau hafi notað sama gjaldmiðil. Hagsveiflan er ekki heldur sú sama í New York og Nebraska. Margir nefna sjávarútvegsstefnu sem röksemd gegn aðild. Í því sambandi verður að hafa þá grund- vallarstaðreynd í huga að sjávarútvegsstefna ESB byggist á veiðireynslu og þar sem ekkert ríkja ESB hefur veitt svo neinu munar í íslenskri landhelgi undanfarna tvo áratugi hafa ríki Evrópusambands- ins engan rétt til að veiða í íslenskri lögsögu. Skil- yrði um veiðireynslu er Íslendingum sannarlega ekki óhagstætt. Um fjárfestingar útlendinga má hins vegar velta því fyrir sér hvort það sé svo slæmt að fá erlent fjármagn inn í íslenskan sjávarútveg þegar unnt er að tryggja, samkvæmt niðurstöðum Evrópudóm- stólsins, að fyrirtækin hafi raunveruleg efnahags- leg tengsl við það svæði sem reiðir sig á veiðarnar. Breytum stjórnarskránni Það er grundvallarafstaða Samfylkingarinnar að Ísland eigi að sýna metnað í samskiptum við önnur ríki. Í því felst meðal ananrs að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu. En óháð hugsanlegri aðild að ESB þá er hins vegar tímabært að huga að breyt- ingu á stjórnarskránni hvað varðar valdaframsal. Enn er staðan sú í íslenskum stjórnmálum að ekki er samstaða um aðild að Evrópusambandsaðild en ég hef þá trú að þetta kunni að breytast, fyrr en síðar. Mikilvægast af öllu er þó sú staðreynd að það verður íslenska þjóðin sem mun hafa síðasta orðið þegar kemur hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Höfundur er formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Af hverju inn í ESB? Lagersala Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 Verðhrun VASKAR HELLUBORÐ INNBYGGÐIR ÍSSKÁPAR FRYSTISKÁPAR OFNAR HÁFAR VIFTUR sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 20–45 ára 29,1% 18,7% M ar ka ðu rin n V ið sk ip ti – M or gu nb la ði ð 25–49 ára 33,0% 22,6% M ar ka ðu rin n V ið sk ip ti – M or gu nb la ði ð Við stöndum upp úr Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, er með 55% meiri lestur en Viðskiptablað Morgunblaðsins miðað við 20–45 ára en 46% meiri lestur miðað við 25–49 ára. Viðskiptafréttir... ...alla daga UMRÆÐAN Aðalheiður Atladóttir og Laufey Agnarsdóttir skrifa um skipulagsmál Nú á vordögum hefur Norræna húsið efnt til veigamikillar og metnaðarfullrar dagskrár í til- efni 40 ára afmæli þess. Þann 10. apríl sl. hófst Byggingarlist í brennidepli – mannlíf í miðborg, röð fyrir lestra, umræðna og sýn- inga. Dagskrá þessi er afrakstur samvinnu Norræna hússins, Arki- tektafélags Íslands, Kynningar- miðstöðvar íslenskrar myndlist- ar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Arki- tektafélag Íslands og Norræna húsið standa fyrir þremur mál- þingum sem hvert fyrir sig koma inn á hluti sem snerta höfuðborg- arbúa miklu máli í dag, skipulag, uppbyggingu, samgöngur, mann- líf og miðborgin. Fyrsta málþingið var haldið þann 12. apríl sl. undir yfirskrift- inni Reykjavík í dag – umræður síðastliðinna missera. Sérlega vönduð og áhugaverð erindi voru flutt. Meðal flytjenda voru Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgar stjóri, Helga Bragadóttir, arkitekt hjá Kanon arkitektum og fyrrverandi skipulagsfulltrúi, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Kristín Einarsdóttir, aðstoðar- sviðstjóri framkvæmda- og eign- asviðs Reykjavíkurborgar. Komið var inn á þróun skipulags í Reykjavík og hver staðan er í dag, auk þess sem erindi voru flutt sem sýndu tengsl skipulags og samgangna á lýðheilsu og hvernig bæta megi ástandið. Þann 29. apríl kl. 17 var annað málþing haldið á vegum Arki- tektafélagsins og Norræna hússins undir yfirskriftinni Menningarstefna og uppbygging – stefnumótun í byggingarlist og borgarskipulagi. Erindi voru flutt um mikilvægi menningarstefnu og tengsl við skipulag, auk þess sem sýnd verða dæmi frá Skot- landi og Englandi. Síðasta málþingið, Miðborgin mín – vangaveltur um miðborg- ina, verður haldið þann 6. maí kl. 17. Eins og segir í titlinum verða haldin erindi þar sem flytjendur velta fyrir sér miðborginni, mannlífi og Miðborgarhugtakið skilgreint. Auk þess munu verða kynnt nokkur ný byggingarverk- efni í miðborginni. Meðal flytj- enda eru Steve Christer arkitekt FAÍ, Snorri Freyr Hilmarsson formaður Torfusamtakanna og Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðs- ins. Við hvetjum alla, almenning og fagaðila, til að fjölmenna á þessa viðburði, til að heyra áhugaverð erindi, ólík sjónarmið og taka þátt í pallborðsumræðum í lok hverr- ar dagskrár. Málþingin fara fram í Norræna húsinu og lýkur þeim með pall- borðsumræðum. Frekari upplýsingar um dag- skrá Byggingarlist í brennidepli – mannlíf í miðborg er að finna á heimasíðu Norræna hússins www. nordice.is. Höfundar eru arkitektar og sitja í markaðs- og dagskrárnefnd Arkitektafélags Íslands. Byggingarlist í brennidepli AÐALHEIÐUR ATLADÓTTIR LAUFEY AGNARSDÓTTIR EVRÓPUSAMBANDIÐ – Hvað er til ráða? 1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild? 2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsað- ild? 3. Hvað er til ráða? 3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust? 3.2. Á að bíða og sjá til? 3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust? 3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipu- legar ráðstafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma, til dæmis innan þriggja ára?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.