Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 26
[ ] HANDBÓK UM MATARÆÐI ALDR- AÐRA ER KOMIN ÚT Á VEGUM LÝÐHEILSUSTÖÐVAR. Handbókin á að auðvelda þeim sem elda fyrir eldra fólk að bjóða því upp á hollan og ljúffengan mat. Þar eru hagnýt- ar upplýsingar um samsetn- ingu mataræð- is fyrir aldraða, hráefnaval, matreiðsluaðferðir, gerð matseðla, næringarfræði almennt, hreinlæti og innkaup. Fæði sem öldruðum stendur til boða hefur áhrif á heilsu þeirra og líðan. Maturinn þarf ekki aðeins að uppfylla kröfur um næringar- gildi heldur skiptir ekki síður máli að hann sé bragðgóður og lystug- ur og fallega fram borinn. Öldruðum, sem eru við góða heilsu og hreyfa sig daglega, hæfir yfirleitt fæði þar sem tekið er mið af ráðleggingum manneldisráðs um mataræði. Hætta á næringar- skorti eykst hins vegar ef matarlyst minnkar. Við slíkar aðstæður þarf að gera sérstakar og oft einstakl- ingsbundnar ráðstafanir. Hagnýt ráð Grilltíðin er hafin með hlýnandi veðri og ilminn af kræsingunum leggur yfir stræti og torg. Strútsbringur, hjartarkótilettur og dádýr eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kemur að grillmat en allt bragðast þetta ljómandi vel. „Fólk er svolítið fast í þessu hefðbundna grillkjöti en hingað getur fólk komið með alls konar óskir,“ segir Valdimar Sveinsson verslunar- stjóri í Galleríi Kjöti og fiski á Dalvegi en þar er hægt að panta framandi kjöt. Valdimar segir strútsbringur og hjartakjöt útvalsmat að grilla en kjötið af strútnum er rautt og er matreitt eins og annað rautt kjöt. „Alla jafna erum við ekki með þessar framandi vörur í borðinu en þær er hægt að panta hjá okkur með smá fyrirvara ef fólk vill prófa eitthvað nýtt. þá getum við útvegað ýmislegt spennandi og hanterað kjötið svo það er tilbúið á grillið.“ Auk þess að geta útvegað óhefðbundinn grillmat er Valdimar með úrval af tilbúnum réttum á grillið sem kryddaðir eru eftir kúnstar- innar reglum. Hann segir verslunina leitast við að bjóða upp á eitthvað sérstakt sem ekki fæst annars staðar og fólk þurfi lítið að hafa fyrir. „Við erum búin að liggja yfir því í allan vetur að hanna marineringar og fyllingar sem við bjóðum upp á í sumar,“ segir Valdimar. „Við leggjum upp úr því að hafa matinn sem heilnæm- astan. Við notum ferskar kryddjurtir og réttar olíur í kryddlegina og reynum að sniðganga öll rotvarnarefni til að mæta kröfum neytandans um að fá þetta fljótlegt en hollt líka.“ heida@frettabladid.is Kryddaðar strútsbringur Marineraðar strútsbringur eru herra- manns matur að grilla en þær þarf að panta með fyrirvara. Ljúffengur humar í hvítlauksolíu tilbúinn á grillið. Grillaður humar er tilvalinn forréttur í grillveisluna. Tilbúin spjót af lamba- eða grísakjöti marineruð eftir innanbúðar uppskrift Gallerís Kjöts Valdimar Sveinsson hjá Galleríi Kjöti hvetur fólk til að prófa nýjungar á grillið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vínglas með grillmatnum er gott fyrir góða skapið. Vínið verður betra ef það fær að anda í nokkrar mínútur áður en þess er neytt. LOXINS FÖSTUDAG OGLAUGARDAG Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Finnbogi og Ari - Láttu þá koma LOXINS - LOXINS - STUÐ, STUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.