Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 02.05.2008, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 2. maí 2008 25 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Jón Ármann Steinsson skrifar um rafbyssur Maður að nafni Jack Cover var búinn að fá nóg af heimsfréttunum. Þetta var á þeim tíma þegar Víetnamstríðið geisaði og stúdentar flykktust út á göturnar og börðust við lög- regluna. Yfirvöld voru getulaus þegar kom að því að kveða niður ofbeldið. Oft var þetta spurning um hvor væri sterkari, mótmæl- andinn eða lögreglan. Mótmæl- endur notuðu barefli, grjótkast og Molotovkokkteila og oft notaði lögreglan kylfur til að berja á fólki og stundum komu byssur við sögu hjá báðum aðilum. Fólk jafnt sem lögreglumenn hlutu varanlegan skaða og margir létu lífið. Jack Cover vildi leggja eitt- hvað af mörkum til að stöðva þetta endalausa ofbeldi og það hafði ekkert með réttmæti stríðs- ins að gera. Jack Cover hafði verið flug- maður í seinni heimsstyrjöldinni og vann svo fyrir NASA og fleiri enda verkfræðingur að mennt. Einn morgun yfir kaffibolla las hann frétt um göngugarp sem óvart snerti rafmagnsgirðingu og gat sig hvergi hreyft. Raf- straumurinn orsakaði tíma- bundna lömun en göngugarpur- inn hlaut engan skaða af. Kannski var þarna kominn vísir að hug- mynd hvernig mætti stöðva árásar menn? Jack fann upp tæki sem sendi frá sér rafstraum í sekúndubrot til að lama yfirborðsvöðva án þess að skaða þann sem fyrir verður. Nú, næstum 40 árum síðar, skiptist heimsbyggðin í tvær andstæðar fylkingar þegar kemur að uppfinningu Jacks. Allir hafa skoðun á uppfinning- unni jafnvel þó þeir hafi ekki hugmynd um hvernig hún virkar. Ótal fréttir hafa verið birtar og dregnar til baka um skaðsemi uppfinningarinnar. Ótal rann- sóknir hafa sýnt fram á kosti hennar. Það hefur verið staðfest með tölfræði að hún hafi bjargað ótal mannslífum. Samt eru helstu rök andstæðinga hennar að hér sé um dulbúið drápstól að ræða. En þrátt fyrir allt þetta þjark og fuður er uppfinning Jacks notuð af lögreglu og einstaklingum í fjölmörgum löndum heims með góðum árangri. Þessi uppfinning er Taser rafbyssan. Rangfærslur í fréttum Já, Jack Cover hafði vissulega gefið heimsbyggðinni tæki til að stöðva átök og koma á stundar- frið en í staðinn deildu menn hat- rammlega um sjálfa uppfinning- una. Taser var nánast eingöngu í umræðu fólks um ofbeldismál sem enduðu illa og brátt opnuðust ormagryfjur af spekúlasjónum. Villuupplýsingar voru mat- reiddar af fjölmiðlum heims- pressunnar af meiri eldmóði en vísindalegar rannsóknir. Og eru enn. Ekki var eins mikill áhugi fyrir Taserfréttum ef lögregla náði að koma í veg fyrir ofbeldi eða bjarga mannslífi. En ef einhver dó og raf- byssa kom við sögu voru viðbrögð spekúlantanna alltaf á sama veg: Þarna hafði lögreglan „drepið“ viðkomandi með raf- byssunni. Meira að segja íslenskir fjölmiðlar tóku þátt í dansinum. Hér er dæmi: Ruv.is birti nýlega um mál sem kom upp í Bret- landi. Fyrirsögn Ruv.is var „Lést eftir rafbyssustuð“ og fréttin var á þá leið að rafbyssan hafði verið völd að dauða mannsins. Mbl.is birti samhljóma frétt með fyrir- sögninni „Lést eftir að hafa fengið raflost úr rafbyssu.“ Þessi sama frétt var birt á fréttavef BBC. Þar mátti lesa að maður í sjálfsmorðsham hafði ógnað lögreglu með hníf og verið stuðaður með Taser. Rafstuðið bar ekki þann árangur sem til var ætlast því maðurinn hljóp inn til sín og stakk sjálfan sig með hnífnum. Krufning leiddi síðan í ljós að hann dó af sárum sínum. Semsagt sjálfs- morð. Mbl og Ruv birtu leiðrétt- ingu daginn eftir. En fljótfærnisfréttir halda áfram að birtast í heimspress- unni um þennan vinsæla söku- dólg, Taserinn. Það virðist sem slíkar fréttir séu frekar lesnar en fréttir um sjálfsmorð óláns- manna. Treystum lögreglunni Ég tel að Taserinn, sjálfur friðar- stillirinn, sé sakfelldur af þeim sem skilja ekki starfsumhverfi lögreglunnar. Rafbyssur hafa verið í notkun í áratugi í Banda- ríkjunum og lögreglumenn fá ekki að nota þær nema hafa verið stuðaðir sjálfir. Hvaða annað tæki lögreglunnar er háð þeim skilyrðum? Lögreglumenn verða að skrifa skýrslu um hverja notk- un og þar með er kominn gagna- banki um notkun Tasera. Þá sést að af þúsundum tilfella þar sem rafbyssur eru notaðar hafa þær orðið til góðs. Vill einhver gera samanburð á hvernig átök við lögreglu hafa endað þar sem raf- byssur komu ekki við sögu? Kannski snýst þessi þráláta rafbyssufæð ekki um tækið sjálft heldur um traust á lögreglunni? Er Taserumræðan dulmál yfir meint lögregluofbeldi? Svari nú hver fyrir sig. Eftir því sem ég best veit vilja íslenskir lögreglumenn fá Taser friðarstillinn í notkun. Góð hug- mynd, segi ég. Treystum lögregl- unni til að fara vel með, skrá notkun og birta opinberlega. Von- andi birta íslenskir fjölmiðlar þær niðurstöður svo með eldmóð og sannleiksást í hjarta. Höfundur er grafískur hönnuður og rithöfundur og býr í Los Angeles. Laun heimsins... www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Allar upplýsingar um ferðaboxin er að finna á vef Stillingar www.stilling.is Upplifðu Ísland með Thule ferðavörum Ferðabox verð frá 24.900,- JÓN ÁRMANN STEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.