Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 18

Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 18
18 27. júní 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 209 4.449 -1,58% Velta: 4.230 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,40 -0,31% ... Bakkavör 29,40 -3,14% ... Eimskipafélagið 14,3 +0,00% ... Exista 7,65 -5,32% ... Glitnir 15,90 -0,15% ... Icelandair Group 16,10 +0,31% ... Kaupþing 779,00 -2,26% ... Landsbankinn 23,30 +0,22% ... Marel 90,50 +0,11% ... SPRON 3,43 -5,77% ... Straumur-Burðarás 9,95 -0,50% ... Teymi 2,07 +0,00 ... Össur 92,10 +1,09% MESTA HÆKKUN ÖSSUR +1,09% ICELANDAIR +0,31% CENTURY ALUM +0,28% MESTA LÆKKUN ÖSSUR +1,09% ICELANDAIR +0,31% CENTURY AL. +0,28% „Það er fjarlægur möguleiki að taka upp dollara á Íslandi,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði í vikunni að mikil við- skipti Íslendinga færu nú fram í Bandaríkjadölum og upptaka dals- ins væri því rökréttari lausn en innganga í myntbandalag Evrópu. Gylfi segir það rétt að Ísland eigi í talsverðum viðskiptum í dölum en ekki sérstaklega við Bandaríkin. Hann bendir á að margt sem við verslum með er verðlagt í dölum, svo sem ál og olía. Gylfi bætir við að pundið, svissneski frankinn eða norrænu gjaldmiðlarnir séu álíka langsóttir möguleikar í gjaldeyrismálum og upptaka dalsins. „Ekkert bendir til þess að við getum tekið upp dollarann með stuðningi bandaríska seðlabank- ans. Þar sem þeir sjá sér engan hag í því að ábyrgjast notkun Íslendinga á dollurum,“ segir Gylfi. „Það er ólíku saman að jafna ef við færum í Evrópusambandið og tækjum upp evruna með fullu samþykki Evrópska seðlabankans. Þá hefðum við stuðning hans, sem er miklu þægilegri staða en að nota einhvern gjaldmiðil sem við getum ekki prentað út og höfum engan aðgang að viðkomandi seðlabanka,“ segir hann. - bþa Dalurinn fjar- lægur möguleiki LÍTIL VIÐSKIPTI VIÐ BANDARÍKIN Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir að skortur á lánveitanda til þrauta- vara og lítil viðskipti við Bandaríkin geri upptöku dalsins að fjarlægum mögu- leika. MARKAÐURINN/PJETUR „Áhættufælni hefur auk- ist verulega undanfarnar vikur og krónan, líkt og aðrar áhættumeiri fjár- festingar, á verulega undir högg að sækja við slíkar aðstæður,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá grein- ingu Glitnis. Í nýrri spá Glitnis um þróun gengis krónunnar og stýrivaxta segir einn- ig að erfiðar aðstæður á alþjóðlegum láns- og lausafjármörkuðum, birting slakra uppgjöra vestan- hafs ásamt hækkandi skuldatrygg- ingarálagi á íslenska ríkið og bankana séu meginorsakir gengis- lækkunar krónunnar að undan- förnu. Í spánni er gert ráð fyrir að lækkunarferli stýrivaxta hefjist seint á þessu ári og þeir verði komnir í fimmtán pró- sent í lok þessa árs og átta prósent árið 2009. Jón Bjarki segir að verðbólga um þessar mundir sé drifin af þátt- um sem Seðlabankinn hefur ekki beint áhrif á, til dæmis olíuverðs- hækkunum og gengis- falli krónunnar. Hann bendir auk þess á að hús- næðisverð hafi farið lækkandi og dregið hafi úr launaskriði sem létti mjög á verðbólguþrýstingi. Lægri verðbólga gerir Seðlabank- anum kleift að lækka stýrivexti hratt á næstu misserum. - bþa Áhættufælni veikir krónuna JÓN BJARKI BENTSSON Hagfræðingur hjá Glitni. MARKAÐURINN/HARALDUR „Samtök verslunar og þjónustu telja Íslandi betur borgið með upptöku evru,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann telur að þær aðgerð- ir sem Seðlabankinn hefur staðið fyrir hafi reynst algjörlega bitlausar. „Menn hljóta þess vegna að leita annarra leiða til þess að koma hér á stöð- ugleika,“ segir hann. Kostirnir við upptöku evru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í land- inu segir hann vega upp kosti krónunnar. Andrés telur umræðuna um möguleika á einhliða upptöku evru á villigötum. „Mér hefur alla tíð þótt sú umræða galin,“ segir hann. Samtök verslunar og þjónustu hvetja íslensk stjórnvöld til þess að lýsa yfir vilja til að undir- búa viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í til- kynningu sem samtökin kynntu á þriðjudaginn var um stefnu sem þau hafa mótað sér varðandi umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Samtökin óska eftir því að á sama tíma fari fram ítarlegar, hlutlausar og fordómalausar umræður á opinberum vettvangi um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Jafnframt hvetja sam- tökin til þess að stjórn- völd kalli til samstarfs fulltrúa atvinnulífsins og aðra hagsmuna- aðila í því skyni að fjalla um hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til að aðild að Evrópusambandinu teljist fýsilegur kostur. -as Íslandi betur borgið með upptöku evru ANDRÉS MAGNÚSSON Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hluthafar í Moss Bros krefjast þess að stjórnarformaður félagsins skýri tengsl sín við Baug. Baugur er stærsti hluthafinn í Moss Bros, og á þriðjung, og hætti nýlega við að taka félagið yfir, en viðræður höfðu þá staðið mánuðum saman. Baugur hafði boðið fjörutíu milljónir punda fyrir félag- ið. Fram kemur í breska blaðinu Telegraph, að talsmaður Moss-fjölskyldunnar hefði á aðalfundi félagsins fullyrt að Baugur hefði stillt stjórnarformanninum upp við vegg, væntanlega í tengslum við yfirtökuvið- ræðurnar en það er ekki skýrt í grein Telegraph. Haft er eftir talsmanninum að samband stjórnarformannsins og ein- stakra hluthafa þyrfti að vera skýrt. - ikh Hluthafar í Moss Bros heimta skýringar JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Hluthafar í Moss Bros vilja vita hver samskipti stjórnarformannsins eru við Baug. Þar er Jón Ásgeir starfandi stjórnar- formaður. „Við lítum á okkar gögn og skoðum hvort þau rökstyðji þær ávirðingar sem bornar eru á borð,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Formlegar og óformlegar kvartanir hafa borist vegna viðskipta Landsbankans með íbúðabréf, daginn sem ríkis- stjórnin tilkynnti um breytingar á sjóðnum. „Einhverjir telja að bankinn hafi búið yfir upplýsing- um um það sem gerðist síðar um daginn.“ Þórður segir óvíst um niður- stöðu og enginn verði dæmdur fyrirfram. „Reynist eitthvað hæft í þessu, þá væri það mál Fjár- málaeftirlitsins.“ - ikh Kvartað undan Landsbanka Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum á vaxtaákvörðunarfundi í fyrra- dag. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú 4,2 prósent. Bankastjórnin gerir ráð fyrir því að verðbólga dragist saman seint á þessu ári og því næsta þrátt fyrir mikla óvissu um þróun olíu- og hrávöruverðs. Ákvörðun bankastjórnarionn- ar var í takt við væntingar mark- aðsaðila en þó hækkuðu markaðir í gær. Við lokun markaða hafði Dow Jones hækkað um 0,09 pró- sent og Nasdaq-vísitalan um 1,38 prósent. Í tilkynningu bankastjórnar kemur fram að þrátt fyrir áfram- haldandi vöxt hefur bankinn áhyggjur af fjármálamörkuðum og auknu atvinnuleysi. Banka- stjórnin segir einnig að bankinn muni áfram veita lausafé til markaðarins til að efla hagvöxt á komandi árum. - bþa Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.