Fréttablaðið - 27.06.2008, Page 24

Fréttablaðið - 27.06.2008, Page 24
[ ]Svunta er nauðsynleg við matargerð. Fátt er verra en að vera að undirbúa mat fyrir boð, í betri fötunum, og missa þá mat niður á sig og fá bletti í fínu fötin sín. Sumarið er tíminn fyrir léttan mat sem auðvelt er að búa til og tekur lítinn tíma. Anna Sigríður Ólafsdóttir lumar á uppskrift að ítölsku kjúkl- ingasalati sem fellur í þann flokk. Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands og þolfimikennari í World Class, kann uppskrift að góðu og einföldu kjúklinga- salati. „Þetta salat er tilvalið að búa til úr því græn- meti sem til er í ísskápnum hverju sinni og bera annað hvort fram sem meðlæti eða sem aðalrétt, allt eftir til- efni,“ segir hún og bætir við: „Gott með bæði grilluðu kjöti og fiski og eins má bæta í það baunum. Til dæmis ítölskum eða kjúklingabaunum, fræjum og hnetum til að bæta við próteinum fyrir þá sem kjósa kjöt eða fisk lausa máltíð.“ Hugmyndina að salatinu segir Anna Sigríður komna frá bróður sínum sem er mikill sælkeri. Einnig reynir hún sem hagsýn húsmóðir sem oft er í tímaþröng en vill borða hollt, að grilla svolítið meira grænmeti í einu og þá má gæða sér á þessu daginn eftir, beint úr ísskápnum. sigridurp@frettabladid.is Sumarlegt og ferskt ÍTALSKT SUMARSALAT MEÐ KJÚKLINGI 1-2 paprikur 1/2-1 eggaldin 1/2-1 kúrbítur 1 bakki sveppir 1-2 rauðlaukar (Þetta fer á grillið ásamt kjöti/fiski) spínatblöð, klettasalat eða annað gott grænmeti tómatar jarðarber (þegar þau eru til) eða mangó fetaostur í olíu – magn eftir smekk góðar ólífur – gjarnan kalamata safi úr sítrónu eða límónu Kjötið: kjúklingabringur – penslaðar með olíu og krydd- aðar í lokin. Setjið paprikurnar, eggaldinið, kúrbítinn og rauð- laukinn í stórum sneiðum/bátum á grillið ásamt heilum eða bituðum sveppum. Þegar búið er að grilla grænmetið fær það að kólna aðeins á meðan kjöt eða fiskur er grillað, Grænmetið er síðan sett í skál og feta- osti og ólífunum bætt í. Látið nokkrar skeiðar af olíunni fljóta með ásamt skvettu af límónu eða sítrónusafa og smá salti ef þurfa þykir. Hrærið vel í þannig að olían og saltið dreifist á allt grænmetið. Setjið salatblöðin á skál og dreifið grilluðu grænmetisblöndunni, ásamt niðurskornum tómötum, jarðarberjum og ef til vill fleiru, yfir. Anna Sigríður leggur mikið upp úr hollum og góðum mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Útilegumaðurinn · Motor Max Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G W E B Q 2 x2 5 W eb er Q Weber Q gasgrill, frábært í ferðalagið Sumarið er komið! Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.