Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.06.2008, Qupperneq 32
fatastíllinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögmaður á Lex Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur kvenlegan og klassískan fatastíl en segist þó taka áhættu reglu- bundið. Í vinnunni klæðist hún aðallega svörtu, hvítu og gráu en utan vinnutímans er ekki óalgengt að rek- ast á hana í gulum fötu en sá litur er í miklu uppá- haldi núna. Það er þó eitt víst að það er jafn ólíklegt að rekast á eiturslöngu í Húsdýragarðinum eins og að sjá Heiðrúnu Lind ótilhafða. Fyrir hverju fellur þú alltaf? „Skóm og skyrtum.“ Af hverju áttu mest í fataskápnum? „Skóm, skyrtum og íþróttafötum.“ Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? „Ég yrði jörðuð í kyrrþey af fjölskyldu ef ég gæfi það upp. Ég viðurkenni fíkn mína fúslega.“ Hefur þú alltaf haft gaman að fötum? „Nei, reyndar ekki. Ég æfði fótbolta á yngri árum og klæddist þá nánast alfarið íþróttafötum. Ég var því lítið að velta fyrir mér hvað væri smart. Fermingarfötin bera þess glögglega merki, því miður.“ Áttu einhverja tískufyrirmynd? „Nei.“ Uppáhaldsefnið? „Það fer alveg eftir flíkinni og til- gangi hennar.“ Uppáhaldsverslunin? „Hér heima kaupi ég flestar flíkurnar í Kúltúr, Karen Millen og All Saints. Er- lendis finn ég yfirleitt eitthvað spennandi í BCBG Max Azaria, Club Monaco, Reiss, Harvey Nichols og Selfridges.“ Uppáhaldshönnuðurinn? „Það er mjög misjafnt frá einni árstíð til annarrar. Bæði Matthew Williamson og Marchesa gera hins vegar ómótstæðilega kjóla.“ Hvernig er uppáhaldslitaspjaldið þitt? „Í vinnunni eru svartur, hvítur og grár ríkjandi. Ég reyni hins vegar að poppa þetta upp utan vinnu með einstaka lit. Gulur er í miklu uppáhaldi þetta sumarið.“ Þegar þú horfir til baka, hvaða tískutímabil myndir þú ekki vilja ganga í gegnum aftur? „Hvert tímabil á sér stað og stund. Hins vegar vildi ég helst ekki þurfa að ganga aftur í gegnum tímabilið þegar Levi‘s galla- buxurnar náðu svo hátt upp í mittið að þær nánast særðu handarkrikana. Alls ekki nógu lekkert.“ Hvernig er heimadressið þitt? „Gallabuxur og hlýra- bolur.“ Hvað dreymir þig um að eignast núna? „Þessa stund- ina eru grænir pinnahælar frá Sergio Rossi á alger- um forgangslista. Ég mátaði þá um daginn þegar ég var í New York, en gerði þau hræðilegu mistök að kaupa þá ekki! Ég hef nú leitað á netinu, hringt í búðir erlendis og hangið á eBay í meira en mánuð en án árangurs. Þessi mistök verða flokkuð sem þau stærstu þegar lífið verður gert upp! Mig langar líka mikið í dragsíðan bleikan prinsessu- kjóll frá Notte by Marchesa og víðar gallabuxur frá Chloé. Ég gæti nefnt óteljandi aðra hluti, en þetta er ágætis upptalning fyrir vini og fjölskyldu sem eru að velta því fyrir sér hvað þeir eigi að gefa mér í af- mælisgjöf í næstu viku!“ Hvaða flík gerir öll föt að skvísufötum? „Flottur silki- klútur.“ Í hvaða dressi myndir þú fara á eyðieyju? „Ég færi í mínu fínasta pússi. Það væri auðvitað ófyrirgefan- legt að líta út eins og niðursetningur ef fólk ræki þar á fjörur.“ martamaria@365.is Ætlar að láta jarða sig í Dolce & Gabbana 1. Þetta pils er keypt í Reiss í London. 2. „Ég keypti hann um daginn í Topshop í Lond- on “ 3. Svartur maxi kjóll með blómamynstri keypti Heiðrún í London fyrir ári. Hún heldur mikið upp á hann enda líður henni eins og Lauru Ingalls í Húsinu á sléttunni þegar hún er í honum. 4. Pilsið er frá Bebe og keypt í Boston 5. Svartir lakkskór með þremur böndum yfir rist. „Truflaðir skór frá Steven sem ég keypti í NY í vor. Maður gæti drepið mann með þessum hælum, ef út í það er farið.“ 6. Bleika fiðrildaskór keypti hún í Pied A Terre í Lond- on. „Þetta eru skór sumarsins.“ 7. „Þessa eru úr Karen Millen. Þeir koma mjög vel út á fæti og eru flottir við gallabuxur.“ 8. „Nýjustu skórnir í safninu en ég Keypti þá í Kúltúr fyrir nokkrum dögum.“ 9. „Þennan Dolce & Gabbana kjól keypti ég hjá Sævari Karli fyrir jólin. Ég er svo ánægð með hann að ég mun láta jarða mig í honum – það verður hausverkur annarra að troða mér í hann hafi ég hlaupið í spik í millitíðinni.“ 6 • FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 9 7 6 5 4 3 2 1 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.