Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 43

Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 43
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 GJÖFIN Þessi fallega karafla frá danska hönnunar- fyrirtækinu Menu er efst á óskalista brúðhjóna. Hún fæst í verslun Tékk-krist- als. Hún er hönnuð af Louise Christ og sameinar það besta í skand- inavískri hönnun. Belg- víddin á kar- öflunni trygg- ir rétt skilyrði fyrir öndun víns og lögun hennar passar vel í hendi þegar hella þarf í glös án þess að dropi fari til spillis. Dásamleg hönnun á veisluborð hjónalífsins og hentar við ólík tækifæri. - þlg Þegar kemur að draumagjöf brúðhjóna á brúðargjafa- listum búsáhalda- og raf- tækjaverslana er Kitchen Aid-hrærivél það heimilis- tæki sem 95 prósent verð- andi hjóna óska sér helst í búið. Flest eigum við ljúfar minningar um Kitchen Aid í eldhúsi æskunnar, og víst er að hrærivélin sú endist bú- skapinn út og oft svo miklu lengur. Heimabakað og ilm- andi bakkelsi úr töframask- ínu Kitchen Aid við eldhús- borðið hjá mömmu í upp- vextinum þekkja flestir og eðlilega fylgir áfram þráin eftir jafn traustu heimilis- tæki þegar stofnað er til nýs heimilis með heittelskuðum ektamaka. - þlg Alltaf eftir- sótt í búið Hönnun á veisluborðið Vínkaraflan frá Menu er sannkallað heimilisstáss. Vinnuþjarkurinn Kitchen Aid lofar ljúfum stundum í ástríku hjónabandi. Útsalan er hafin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.