Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 66

Fréttablaðið - 23.08.2008, Side 66
46 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson ... gullfallega og perluskreytta hælaskó frá miumiu. Fást hjá Sævari Karli, Bankastræti. ... frábærlega smart og praktíska helg- artösku sem þar að auki er algjör- lega vatnsheld. Frá 66Norður. ... jakka sem klikkar ekki fyrir herrana í vetur enda hannað- ar af meistara kúlsins, Henrik Vibskov. Frá Kronkron. Nú er brúnka sólríkra daga og sumarfría farin að dofna og tími til kominn að endurskoða aðeins sumarútlitið og færa það inn í haustið. Þegar horft er yfir áherslurnar í förðun í vetur er augljóst að nokkur mjög sterk trend eru í gangi hjá allflestum hátískuhönnuðum. Húðin, sem var bronslituð og gljáandi í sumar verður ljós og mött, augabrúnir þykkar og náttúrulegar og augu mjög gjarnan máluð með sérstaklega grafískum línum. Hjá tískuhúsum eins og Balenciaga, Comme des Garcons og Givenchy voru fyrirsætur með svartan augnskugga sem var teiknaður í sterkum línum alveg upp að augabrúnum. Þessi tíska minnir meira á abstrakt málverk eða „gothic“ rokk heldur en kisulegt útlit sjöunda áratugarins. Annað lúkk sem kemur sterkt inn er áttundi áratugurinn, en hjá Eley Kishimoto, Louise Goldin og Christopher Kane voru fyrirsætur með augnskugga í gylltum og appelsínugulum tón og varirnar í appelsínugulu eða sterkbleiku. Það er greinilegt að mjög ljóst púður er bráðnauðsynlegt í snyrtibuddurnar í haust þar sem ekki snefill af glans sást á andlitum fyrirsætna fyrir haust og vetur 2008. Hvað varðar hártískuna sýnast mér þrjár sterkar bylgjur vera í gangi. Sú fyrsta er að allt hárið er tekið frá andlitinu í stíft tagl eða hnút eins og hjá Calvin Klein, Hussein Chalayan og Costume National. Í öðru lagi koma diskó eða jafnvel afrókrullur áttunda áratugarins sterkt inn, hvort sem hárið er sítt eða í styttra lagi. Og að síðustu eru það mjúkar bylgjur eins og eftir karmenrúllurnar góðu sem skapa einhvers konar kvikmyndastjörnulúkk sjötta áratugarins. Vetrarútlitinu fylgir augljóslega meiri vinna en á sumrin þegar maður getur komist af með ófarðaða húð og maskara, en allar konur ættu að geta fundið litlu stelpuna í sjálfum sér með bursta og pensla og notað andlitið sem kanvas. Og fyrir þær sem hryggjast yfir haustkomunni er vert að muna að við erum allar sætari í kertaljósi! Fölar á brún og brá > GYÐJUR Í KRONKRON Hönnuðurinn Hildur Björk Yeoman hefur ekki síður vakið athygli fyrir fagrar tískuteikningar sínar. Í dag á Menningar- nótt opnar hún sýningu teikninga sinna í KronKron klukk- an 20 en þar gefur að líta myndir af ýmis konar gyðjum sem eru innblásnar af málverkum Pre-Rafaelita 19. aldar. Allar gyðjurnar skarta hátískufatnaði frá haust og vetrarlínum margra af uppáhalds fatahönn- uðum Hildar. Opnunin stendur til klukkan 22 og allir eru velkomnir. Sterkar stelpur eru málið fyrir haust og vetur 2008 en margir tískuhönnuðir virtust innblásnir af teiknimyndahetjum og vísindaskáldsögum. Kjólasniðin hjá Nicolas Ghésquiere hjá Balenciaga voru sérlega framtíðarleg og gjarnan í háglansandi efnum, og fyrirsæturnar hjá Rick Owens minntu á japanskar manga-teikningar eða persónu úr teiknimyndasögunni The Crow. Þröng snið, skikkjur, glans, og plast koma sterkt inn í vetur. - amb Geimverur og ofurhetjur Framtíðarleg tíska fyrir veturinn. OKKUR LANGAR Í …

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.