Fréttablaðið - 23.08.2008, Síða 74
54 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
PEKING 2008 „Ég á örugglega eftir
að brotna saman einhvers staðar
annars staðar líka. Ég er samt að
reyna að vera steiktur og segja að
næstu 48 tímar hafi ekki gildi
nema maður hugsi um gullið og
finni gullið. Annars er maður að
eyða þeim í vitleysu. Það er engin
ástæða til annars en að nota þessa
vellíðan, sem um mann streymir í
augnablikinu, til þess að koma
brjálaður í úrslitaleikinn. Við
eigum að geta unnið hann,“ sagði
tilfinningasamur landsliðsfyrir-
liði, Ólafur Stefánsson, en hann
réð ekki við tilfinningar sínar eftir
leikinn og hágrét.
„Við rústuðum Spánverjana og
það þó svo að við hefðum klúðrað
fimmtán dauðafærum eða eitt-
hvað. Þeir áttu bara möguleika
þegar við vorum einum færri.
Hvað er eiginlega að gerast með
þetta lið? Þetta er bara ótrúlegt,“
sagði Ólafur sem er einn merkasti
íþróttamaður íslenskrar íþrótta-
sögu. Sannur sigurvegari sem
hefur unnið allt sem hægt er að
vinna með félagsliðum sínum.
Hann segir þó ekkert taka fram
tilfinningunni sem hann fann eftir
leik í gær er hann tryggði sér
verðlaun á Ólympíuleikum.
„Þetta er mín stærsta stund í
boltanum og skrítið að hægt sé að
gera hana stærri. Ég er mjög glað-
ur en samt mjög dofinn. Ég er
búinn að sjá þessa stund fyrir mér
í sex ár og hef þroskast á leiðinni.
Ég var miklu hræddari þegar ég
var yngri. Nú hef ég ýtt því í burtu
og held smitað félaga mína. Hugs-
að jákvætt og hugsað um að þess-
ar 60 mínútur séu það sem gildi.
Njóta stundarinnar og trúa á styrk
sinn,“ sagði Ólafur sem hefur
lengi auglýst eftir þeirri mark-
vörslu sem hefur verið hjá lands-
liðinu í Peking.
„Maður var alltaf að vona að
þetta gerðist og það sést núna
hvað það skiptir miklu máli að fá
markvörslu. Þjálfarinn minn sagði
við mig eftir HM í Þýskalandi, þar
sem við vörðum fimm bolta í tví-
framlengdum leik gegn Dönum og
töpuðum með einu, að ef við hefð-
um markverði sem myndu verja
fimmtán bolta í leik þá værum við
heimsmeistarar. Málið dautt. Það
er kannski að gerast núna,“ sagði
Ólafur dreyminn. „Þetta er líka
Ólympíuandinn sem er að skila
þessu. Það er erfiðara að ná þess-
um anda upp á öðrum stórmótum
þegar við erum að spila alla daga.
Hér er frídagur á milli leikja og
þorpið sem við búum í er paradís.
Lækir rennandi, gosbrunnar,
maturinn og allt fólkið. Þetta er
heimur sem er yndislegur og
maður mun aldrei gleyma.“
Ólafur vill ekkert gefa uppi um
það hvort úrslitaleikurinn á sunnu-
dag verði hans síðasti landsleikur.
„Ég ætla að spara allar yfirlýsing-
ar. Hef lært það með árunum. Ég
mun líka fara hljóðlega þegar ég
hætti.“
Viðtal Ólafs á Rúv eftir Pól-
verjaleikinn vakti mikla athygli
heima en þá sagði Ólafur að honum
liði eins og Morfeusi. Ég fékk Ólaf
til þess að útskýra það.
„Morfeus er held ég svefnguð.
Það var ekki sá. Þaðan kemur samt
Morfeus úr Matrix. Morfeus gefur
þér valið hvort þú vilt sjá raun-
veruleikann eða vera bara í gervi-
heimi sem Matrixið var og er.
Aðalmálið er að hann trúði allan
tímann á Neó. Það er skýringin ef
fólk vill fá það. Hann var ótrúlega
viss um að Neó væri hinn eini.
Væri gaurinn sem gæti frelsað
Sion og allt þetta og um það fjalla
þessar þrjár myndir en aðallega
fyrsta myndin,“ sagði Ólafur djúp-
ur en hann er mikill Matrix-aðdá-
andi og á allar myndirnar heima
hjá sér.
Mín stærsta stund í boltanum
Ólafur Stefánsson segist hafa verið með stundina sem hann upplifði eftir Spánarleikinn í gær í kollinum á
sér í sex ár. Hann vill ekki tjá sig um hvort landsliðsferlinum ljúki á sunnudag.
DRAUMUR AÐ VERULEIKA Ólafur Stefánsson er búinn að vera að tala um verðlaun á Ólympíuleikum í langan tíma og nú hefur draumurinn ræst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PEKING 2008 „Ég vil byrja á því að
þakka öllum þeim sem eru að
vinna með mér hérna. Þetta er
ótrúlegur hópur og það hafa allir
stefnt að þessu sem einn maður.
Ég hef sjaldan eða aldrei upplifað
eins samstillt teymi og við erum
með hérna,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson landsliðsþjálfari
hálfklökkur eftir sigurinn á Spán-
verjum.
Guðmundur tók að sér lands-
liðsþjálfarastarfið þegar illa gekk
að finna mann sem vildi starfið.
Hann stendur uppi sem sannur
sigurvegari. Sumarið hefur engu
að síður ekki verið Guðmundi
auðvelt en hann missti föður sinn
í sumar.
„Það var gríðarlega erfiður
tími. Fyrir utan það áfall þá eru
síðustu þrjár vikur líklega þær
erfiðustu í mínu lífi enda höfum
við unnið baki brotnu til þess að
ná þessum árangri. Ég hef gefið
allt sem ég á í þetta verkefni,“
sagði Guðmundur sem var hættur
að þjálfa er hann tók að sér lands-
liðsþjálfarastarfið. Hann vill ekk-
ert tjá sig um framhaldið strax.
„Ég hef alltaf vitað hvers ég er
megnugur sem þjálfari. Hef
aldrei efast um það,“ sagði Guð-
mundur sem mun ef að líkum
lætur fá gylliboð um þjálfara-
störf erlendis á næstu misserum.
Hann vill heldur ekkert tjá sig
um hvort hann væri til í að skoða
slíkt. Hann segist vera sáttur í
góðri vinnu hjá Kaupþingi. „Ég á
eitt mottó í lífinu og það er að
maður skal aldrei segja aldrei.“
Það skildu ekki allir að Guð-
mundur skyldi taka hina ungu og
frekar óreyndu leikmenn Björg-
vin Pál, Ingimund og Sturlu í hóp-
inn. Það reyndist heldur betur
rétt ákvörðun en hún var Guð-
mundi erfið, enda skildi hann
reynda menn eftir heima í
staðinn.
„Það þurfti hugrekki til þess að
taka þessar ákvarðanir. Það er
heilög skylda landsliðsþjálfara að
velja sterkasta liðið hverju sinni
og það skulu menn muna. Maður
sviptir engan því að komast á
Ólympíuleika að gamni sínu. Það
var mjög erfið ákvörðun að skilja
ákveðna menn eftir heima. Það
tók mjög á en ég fylgdi minni
sannfæringu sem fagmaður. Ég
var að fylgja minni skyldu,“ sagði
Guðmundur sem er ekki saddur.
„Nei, ég er ekki saddur. Það er
einn leikur eftir og við munum
búa okkur á sama hátt undir hann
eins og alla hina. Við erum að
spila vel, fullir sjálfstrausts og
ætlum að selja okkur dýrt.“ - hbg
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson stendur uppi sem sigurvegari á Ólympíuleikunum í Peking:
Hef alltaf vitað hvers ég er megnugur sem þjálfari
Í FANGI FYRIRLIÐANS Landsliðs-
þjálfarinn Guðmundur Guðmunds-
son faðmar hér fyrirliða liðsins,
Ólaf Stefánsson, eftir að lokaflautið
gall og ljóst var að Ísland vinnur
verðlaun á leikunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UPPGEFINN Ólafur Stefánsson gaf allt
sitt í leikinn og var þreyttur í lokin.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
Skrifar frá Peking
henry@frettabladid.is
PEKING 2008 Björgvin Páll
Gústavsson fór enn og aftur á
kostum í gær. Þessi ungi mark-
vörður hefur spilað á ÓL eins og
þrautreyndur landsliðsmaður og
slegið í gegn.
„Þegar manni líður svona vel
innan hópsins og finnur svona
mikið traust frá þjálfaranum og
leikmönnum og sérstaklega
Hreiðari getur manni ekki annað
en liðið vel. Þá verður maður
óstöðvandi,“ sagði Björgvin Páll
hógvær að vanda.
„Ég er með hörkuvörn fyrir
framan mig sem skiptir öllu máli.
Ég vex með hverjum leik og hef
unnið vel fyrir þessu. Ég æfði
mikið og það er að skila sér.
Þegar maður er að berjast fyrir
þjóðina þá er ekki annað hægt en
að standa sig og gefa allt. Þetta er
alveg yndislegt,“ sagði þjóðernis-
sinninn Björgvin Páll. – hbg
Björgvin Páll Gústavsson:
Vörnin skiptir
öllu máli
21 SKOT Björgvin Páll Gústavsson hefur
varið yfir 40 skot í síðustu tveimur leikj-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PEKING 2008 Það kviknaði heldur
betur á fallbyssunni Loga
Geirssyni í gær. Hann skoraði sjö
ótrúleg mörk og mörg hver þegar
Ísland var manni færri. Gríðar-
lega mikilvæg mörk.
„Þetta er ekki búið enn,“ sagði
Logi léttur. „Þetta var undanúr-
slitaleikur og mér gekk persónu-
lega vel en vil samt frekar tala
um liðið. Það fannst mér sýna
geggjaðan karakter og kraft í
dag. Það eru allir jákvæðir og
frábært að taka þátt í þessu,“
sagði Logi sem hrósar heildinni
líkt og aðrir.
„Þetta er svakalegt lið sem við
erum með hérna í öllum stöðum.
Það var bara tímaspursmál
hvenær þetta lið myndi springa
út. Núna erum við að vinna allir
saman sem heild og erum að ná
okkar markmiðum. Annars get ég
ekki lýst því hvernig mér líður,“
sagði Logi að lokum. - hbg
Logi Geirsson skoraði 7 mörk:
Erum með
svakalegt lið