Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 4
4 30. október 2008 FIMMTUDAGUR Rangar tölur voru hafðar eftir í blað- inu í gær í frásögn af atkvæðagreiðslu á kjördæmisþingi Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi. Breyting- artillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið skyldi flýtt var sam- þykkt með 23 atkvæðum gegn átta. LEIÐRÉTTING T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 9° 3° 6° 8° 8° 7° 3° 7° 8° 23° 9° 9° 23° 4° 8° 20° 8° 3 1 5 3 2 6 8 8 4 2 2 4 11 6 8 3 Á MORGUN 5-20 m/s, hvassast við ströndina N- og NV-til -1 LAUGARDAGUR 8-15 m/s, hvassast N-til 7 2 -1 3 -2 2 0 2 -5 7 5 7 8 HLÝNAR Á MORGUN Loks sér fyrir endann á frostinu sem verið hefur á landinu. Strax í nótt fer að hvessa á Vestfjörðum og norðvestan til og á morgun má búast við stífri suðvestanátt á landinu vestan- og norðanverðu með vindi allt að 20 m/s á annesjum nyrðra. Samfara þessum vindi hlýnar og má búast við að um hádegi á morgun verði hitinn víðast 5-10 stig. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SJÁVARÚTVEGUR „Ég er ekki enn búinn að semja hana,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, for- maður stjórnar Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þegar Fréttablaðið hafði samband við hann þar sem hann var að semja sína síðustu ræðu sem formaður. Aðalfundur LÍÚ hefst í dag en nýr formaður verður kosinn á morgun. Adolf Guðmundsson er sá eini sem hefur boðið sig fram. „Ég læt af formennsku á hræði- legum tímum en að sama skapi er hlutverk sjávarútvegsins orðið meira en síðustu ár, hann er aftur númer eitt,“ sagði Björgólfur. - jse Aðalfundur LÍÚ hefst í dag: Björgólfur kveður keikur BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON MÓTMÆLI Tveir hópar, annar undir forystu Harðar Torfasonar og hinn undir forystu Kolfinnu Baldvinsdóttur, sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi, hafa nú sameinast um að boða til mótmæla næsta laugar- dag klukkan 14. Mótmælin munu hefjast við Hlemm, þaðan sem gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli þar sem ræðuhöld verða. Krafa mótmælanna er „Vík burt ríkisstjórn! Kosningar strax!“ Þetta er þriðja helgin í röð sem boðað er til mótmæla. - kg Mótmælendur sættast: Vilja kosningar samstundis SAMEINING Gengið verður frá Hlemmi á laugardag klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL „Ég tel alveg sjálf- gefið að við verðum að velta við öllum steinum og skoða það meðal annars hvar við getum skorið niður. Þetta hlýtur að koma til skoðunar eins og hvað annað,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um væntanlegt loftrýmiseftirlit Breta hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um niðurskurð í varnarmálum sér- staklega, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins samþykktu síðastliðið sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Gert er ráð fyrir að aðildarríkin skiptist á um að senda herþotur hingað til lands í þessum tilgangi. Til hefur staðið að bresk- ar flugsveitir sinni þessari gæslu í desember. Bretar beittu sem kunnugt er hryðjuverkalögum gegn íslensk- um hagsmunum fyrr í þessum mánuði og styr hefur staðið um Icesave-reikninga í útibúi Lands- bankans ytra. Ríkisstjórnin hefur rætt um afarkosti Breta í þessum efnum, en nefnt hefur verið að þeir krefjist þess að Íslendingar greiði ekki minna en sem nemur 600 milljörðum króna vegna reikn- inganna. Bresk sendinefnd var hér á landi á dögunum, en viðræður leiddu ekki til niðurstöðu. Stjórn- arliðar, þar á meðal Össur Skarp- héðinsson, iðnaðarráðherra og þá starfandi utanríkisráðherra, hafa látið að því liggja að Bretar séu ekki velkomnir til loftrýmisgæslu vegna þeirrar milliríkjadeilu sem skapast hefur. Ingibjörg Sólrún segir að staðan í viðræðum við Breta sé óbreytt. Nú sé ákveðin biðstaða í samskipt- um ríkjanna. Hún segir efnahags- málin hér skipta meira máli en annað. Hún segir að ríki Atlants- hafsbandalagsins hafi ekki óskað eftir því að koma hingað með sínar sveitir. Loftrýmisgæslan hafi verið hugsuð fyrir Íslendinga. „Eins og málin blasa við okkur núna þá eru það annars konar varnir sem skipta okkur meira máli sem við þurfum að verja fjármunum til heldur en þessar hefðbundnu varn- ir,“ segir Ingibjörg Sólrún. For- gangsraða þurfi í varnarmálum eins og öðrum málum. Efnahags- legar varnir kosti „gríðarlega fjár- muni og þar verður forgangurinn að liggja.“ Forsætisráðherra segir að ekk- ert hafi verið ákveðið varðandi loftrýmisgæslu Breta eða niður- skurð í tengslum við varnarmálin í heild. „Við erum ekki komin á það stig að taka slíkar ákvarðanir varð- andi fjárlögin. Sú vinna er ekki komin neitt áleiðis“, segir Geir. ingimar@frettabladid.is / svavar@frettabladid.is Íhuga að afþakka breskar flugsveitir Utanríkisráðherra segir að leggja skuli meiri áherslu á efnahagslegar varnir en hefðbundnar. Loftrýmisgæsla Breta er til skoðunar. Forsætisráðherra segir að stórar ákvarðanir um niðurskurð fjárlaga hafi ekki verið teknar enn þá. LOFTRÝMISVARNIR Frakkar gegndu því hlutverki að gæta loftrýmis þjóðarinnar með því að senda hingað til lands fjórar herþotur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VINNUMARKAÐUR Hvert prósent í atvinnuleysi hjá þjóðinni kostar atvinnuleysistryggingasjóð 2,6 til 2,7 milljarða króna á ári. Í dag standa um 16 milljarðar í sjóðn- um. Með árlegum tekjum stendur hann undir rúmlega átta prósent atvinnuleysi. Líkt og sagt var frá í Fréttablað- inu í gær stendur sjóðurinn vel að mati Gissurar Péturssonar, for- stjóra Vinnumálastofnunar. Um 16 milljarðar eru í sjóðnum, en hann samanstendur af ákveðnu hlutfalli af tryggingagjaldi auk vaxta af innstæðum sjóðsins. Tekj- ur sjóðsins hafa verið um fimm til sex milljarðar á ári. Gissur segir þess vegna ómögu- legt að segja til um hve miklu atvinnuleysi sjóðurinn standi undir að óbreyttu. Það geti aukist tímabundið, yfir nokkra mánuði, en eignir sjóðsins eru metnar á ársgrundvelli. Ýmsir hafa spáð tíu til fimmtán prósent atvinnuleysi hér á landi. Innstæða hans nú auk tekna stend- ur ekki undir slíku atvinnuleysi. Þar að auki dregur úr tekjum sjóðsins í auknu atvinnuleysi. Ef atvinnuleysi er 5 prósent á ársgrundvelli þýðir það útgjöld upp á 13 til 13,5 milljarða. Gróft reiknað, miðað við 16 milljarða inneign plús sex í tekjur deilt með 2,7 á hvert prósent, stendur sjóð- urinn undir rúmlega átta prósenta atvinnuleysi á ársgrundvelli. - kóp Hvert prósent í atvinnuleysi kostar tæplega þrjá milljarða: Bætur fyrir átta prósent atvinnuleysi VERKAMENN Eignir og væntanlegar tekj- ur atvinnuleysistryggingasjóðs standa undir rúmlega átta prósenta atvinnu- leysi á ársgrundvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég tel alveg sjálfgefið að við verðum að velta við öllum steinum og skoða það meðal annars hvar við getum skorið niður. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR UTANRÍKISRÁÐHERRA MÓTMÆLI „Við erum farin að trúa því að við munum koma vitinu fyrir bresk stjórnvöld,“ segir Ólafur Elíasson, einn aðstandenda aðgerðaáætlunar um bætta ímynd Íslands í Bretlandi. Undirskriftasöfnun hópsins á síðunni indefence.is hefur gengið vonum framar. Á síðunni má nú finna áskorun til bresku þjóðarinn- ar á átta tungumálum. Í gær var símamiðstöð opnuð í Aðalstræti 6 þar sem fólki er boðið að hringja ókeypis í vini og ættingja erlendis til að vekja athygli á málstað íslensku þjóðarinnar. - ovd Hátt í 67 þúsund undirskriftir: Mikilvægt að svara fyrir sig Stálu stólum og hjólbörum Karl og kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Suðurlands í 30.000 króna sekt hvort fyrir að stela tveimur stólum. Til að flytja þá tóku þau traustataki hjólbörur sem eigandi stólanna átti einnig. DÓMSTÓLAR Milljarðalán vegna lóðaskila Hafnarfjarðarbær hyggst taka tveggja milljarða króna lán til að fjármagna endurgreiðslu gatnagerðargjalda, framkvæmdir og til skuldbreytinga. Lánið verður tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga. HAFNARFJÖRÐUR MALDÍVEYJAR, AP Mohamed Nas- heed, fyrrverandi pólitískur fangi, sigraði í úrslitaumferð forseta- kosninga á Maldív-eyjum í Suður- Indlandshafi og batt þar með enda á þriggja áratuga valdatíð Maum- oons Abdul Gayoom. Þegar talningu lauk í gær reynd- ist Nasheed hafa hlotið 54 pró- sent atkvæða en Maumoon 46. „Ég fellst á úrslit kosninganna og óska Mohamed Nasheed og flokki hans til hamingju,“ sagði Maumoon á blaðamannafundi. Nasheed sagðist vilja fullvissa kjósendur og alþjóða- samfélagið um að lýðræðisumbæt- ur í hinu strjálbýla eyríki myndu ganga vandkvæðalaust fyrir sig. - aa Umskipti á Maldíveyjum: Maumoon felld- ur í kosningum GENGIÐ 29.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,6388 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,51 119,07 190,74 191,66 152,07 152,93 20,409 20,529 17,704 17,808 15,359 15,449 1,221 1,2282 176,87 177,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.