Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 20
20 30. október 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípa- mynd af Íslandi. Ritgerðin mín hefst á þessum orðum: „Hrun færeysks efnahagslífs er trúlega einn mesti harmleikur í Vestur- Evrópu á síðari helmingi þessarar aldar. Sjálfstæð þjóð með eigin menningu, sögu og tungu hefur farið svo herfilega að ráði sínu, að við henni virðist nú blasa annað- hvort sjálfstæðissvipting ellegar mun meiri fólksflótti úr eyjunum en orðinn er og skuldabasl langt fram á næstu öld, jafnvel almenn fátækt. Þess eru engin dæmi úr Evrópusögu síðustu áratuga, að frjáls og næstum fullvalda þjóða hafi kallað þvílíka niðurlægingu yfir sjálfa sig. Landsframleiðsla Færeyinga hefur fallið um meira en þriðjung síðan 1989. Á þennan kvarða er efnahagshrun Færeyja svipað umfangs og hrun Sovét- ríkjanna sálugu á sama tíma.“ Fúnir innviðir Þessum upphafsorðum fylgir síðan löng lýsing, innblásin af bók Eðvarðs T. Jónssonar og öðrum heimildum, á þeim fúnu innviðum, sem felldu Færeyjar. Ég segi: „Efnahagshrun Færeyja þarf að skoða ekki aðeins í sögulegu samhengi, heldur einnig í sam- hengi við eðli og innviði þjóðfé- lagsins. Eðvarð T. Jónsson segir ýmsar sögur af undirferli, spillingu og græðgi ýmissa helztu „máttarstólpa“ þjóðfélagsins, manna, sem virtust hegða sér í samræmi við leikreglur samfé- lagsins, þótt lög væru bersýnilega brotin, en fáir virtust gera sér rellu út af því. Allir vissu allt um alla í svo litlu landi. Enginn getur þótzt ekki hafa vitað, hvernig ástandið var í raun og veru.“ Síðan er brestunum lýst einum af öðrum: kjördæmaskipan, sem var gróðrarstía hrepparígs á hæsta stigi; ofurvaldi útvegsmanna, sem mærðu frjálsa samkeppni og nærðust á styrkjum; ábyrgðarleysi í stjórnmálum, sem lýsti sér meðal annars í því, að ekki var heil brú í efnahags- eða sjávarútvegsstefnu nokkurs af stjórnmálaflokkunum. Hvar voru þeir? Ég spyr í ritgerðinni: „Er eintómri fáfræði um að kenna? Um það segir Eðvarð T. Jónsson: „Efna- hagskerfið var fársjúkt, en sjúklingurinn lá í sælli vímu og vissi ekki að neitt alvarlegt amaði að sér fyrr en hann var nánast í andarslitrunum.““ ... Ég held áfram: „En læknarnir þá? Hvar voru þeir? – það er að segja hagfræðingarnir. Það er skemmst frá því að segja, að það munu vera tólf hagfræðingar í Færeyjum, þar af níu flokksbundnir. Hinir þrír reyndu að vara almenning og stjórnvöld við efnahagsþróuninni, en þeir voru æptir niður.“ Í þessari fjórtán ára gömlu ritgerð minni standa einnig þessi orð: „Færeyingar mega þakka sínum sæla fyrir að eiga ekki fullburða seðlabankastofnun, eina með öllu, því að ætli Atli Dam hefði þá ekki verið skipaður seðlabankastjóri?“ Atli Dam lögmaður var einmitt höfuðarkitektinn að hruni Færeyja. Afglöp og ofríki Ritgerðinni lýkur svo: „Færeying- um hefur ekki tekizt að búa svo um hnútana í sínu samfélagi, að venjulegt fólk njóti verndar gagnvart afglöpum og ofríki stjórnvalda og sérhagsmunahópa. Saga Færeyja er eins og saga Íslands langt aftur í aldir öðrum þræði saga harðsvíraðra hags- munahópa, sem mökuðu krókinn á kostnað almennings, fyrst í skjóli almenns sinnuleysis, hjátrúar og fráfræði og síðan í krafti ófull- nægjandi löggjafar, leikreglna og stjórnskipanar. Siðferðisþroska þjóðfélags má að miklu leyta ráða af því, hversu vel þegnarnir eru verndaðir hver fyrir öðrum í lögum og leikreglum samfélags- ins. Efnahagurinn hlýtur að draga dám af siðferðisþroskanum, þegar öllu er á botninn hvolft.“ Hremmingum Færeyja lyktaði svo, að Danir lánuðu færeysku landsstjórninni einn milljarð Bandaríkjadala. Það gerir 3,7 milljónir íslenzkra króna á hvert mannsbarn í Færeyjum á verðlagi dagsins í dag. Færeyingar greiddu Dönum skuldina með vöxtum á innan við tíu árum. Kreppan stóð skemur en í tíu ár einnig í þeim skilningi, að 2001 náði landsfram- leiðsla á mann í Færeyjum fyrra hámarki frá 1993. Aðeins um helmingur fólksins, sem flúði eyjarnar, sneri þó aftur. Færeying- ar ættu nú að vera 54 þúsund miðað við fólksfjölgun fyrri ára, en þeir eru nú 49 þúsund. Síðustu forvöð: Bókin Ísland og FæreyjarÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Bjarni Harðarson skrifar um fjölmiðla Almenningur krefst uppgjörs við kreppuna og það uppgjör mun fara fram, jafnt við stjórnmálamenn, eftirlitsað- ila og athafnamenn. Fjölmiðlarnir, svokall- að fjórða vald samfélagsins, munu ekki fara varhluta af þessari umræðu og ábyrgð þess er mikil. Frá því gömlu flokksblöðin dóu drottni sínum á síðustu öld hefur ægivald peningavaldsins á fjölmiðlum farið hratt vaxandi. Stríð auðmagnsins við lýðræðislega kjörin stjórn- völd og þingræðið nær nú nýjum hæðum. Fjölmörg okkar sem höfðum efasemdir um fjölmiðlafrumvarp- ið sáluga hljótum nú að harma fljótfærni í því máli. Smátt og smátt hefur stríð stórlaxanna við þjóðkjörna fulltrúa snúist yfir í stríð þeirra fyrrnefndu gegn fullveldi þjóðarinnar. Ritstjórar beggja stærstu dag- blaðanna og fjölmargir aðrir axlaskúfar blaðamanna- stéttarinnar eru miklu mun handgengnari útrásar- víkingum þessa lands en stjórnmálaforingjar landsins. Og þeir þiggja allir laun frá sömu öflum og hafa nú komið landinu á kaldan klaka. Og starfa við að tala máli þeirra. Það er því nöturlegt að fylgjast með Morgunblaði, Fréttablaði og Viðskiptablaði sem eru í eigu Samsons, Baugs og Exista í endalausum og grímulausum áróðri þar sem birtar eru dag- legar fréttaskýringar og úttektir sem allar miða að því að rökstyðja að Ísland væri mun betur komið í ESB. Tvær í dag, föstudaginn 25. október. Og viðmælendurnir eru valdir hagfræðingar sem flestir mærðu útrásina. En þetta eru fjölmiðlar og afl þeirra er mikið. Það er því harla ójafn leikur sem þjóðin og við fullveldissinnar hennar stöndum frammi fyrir. Ég gef ekki mikið fyrir þó svo að skrif- aður sé einn og einn leiðari með kurteislegri gagnrýni á eigendurna. Annað dæmi um þetta eru bein afskipti fjölmiðla eins og 365 af innanhússmálum í bæði Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki þar sem sífellt er reynt að gera alla sem ekki eru ESB-sinnar tortryggilega og hinum óspart hampað. Líklega hefur ekkert skaðað þjóðina eins mikið og fjórfrelsi ESB sem hingað barst með EES-samningn- um. Í höndum hinna íslensku útrásarvíkina varð það grundvöllur þess að gera skuldaviðurkenningar að helstu útflutningsvöru þjóðarinnar. Viljum við virki- lega trúa málpípum þessara manna. Höfundur er alþingismaður og starfaði í aldarfjórð- ung við blaðamennsku. Ómarktækir fjölmiðlar BJARNI HARÐARSON Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Ungt fólk beinir gagnrýnum augum að samtímanum. Gagnrýnin er hörð, en samt er þetta jákvæð bók því öfugt við þá sem tala bara um nútímann og framtíðina á þann hátt að hlutirnir geti ekki verið öðru vísi, þá fjallar þessi bók um það hvernig hlutirnir gætu verið, hvernig þeir ættu að vera. Ritstjórar: Ármann Jakobsson Finnur Dellsén Múrbrot – Róttæk samfélagsrýni fyrir byrjendur og lengra komna Í vefritinu Múrnum birtust um 4 þúsund greinar. Í bókinni er úrval af þessu efni, greinar sem eiga enn brýnna erindi við okkur núna í ljósi efnahagskollsteypu heimsins. Afsakið samtíninginn Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsmaður og skáld, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu á Vísi þar sem hann deilir hugðarefnum sínum með lesendum. Í gær velti Sigmundur Ernir til dæmis vöngum yfir hinni nýtilkomnu Facebook- menningu, og kemst að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki fyrir sig. „Þessar nútíma- bréfaskriftir um innantómt snakk eru fráleitt mínar ær og kýr,“ segir skáldið. Er það svo? Eða blundar í Sigmundi sama hógværð- in og í íslensku húsfreyjunum sem afsökuðu samtíninginn sama hvaða krásir voru bornar á borð? Ekki frægur Grípum niður í nýlega bloggfærslu Grafarvogsskáldsins: „Ég er ekki frægur maður. Í besta falli lítillega landsþekktur. Það er altént ekki svo að nokkur maður snúi sig úr hálsliðnum þótt ég gangi fram hjá honum.“ Ekki er víst að dómur sögunnar geri jafnlítið úr framlagi Sigmundar Ernis til „nútímabréfaskrifta“ og hann sjálfur. Ekki glysgjarn Þingmenn voru hrærðir á Alþingi í gær yfir vinarþeli og rausnarskap Færeyinga og lýstu hver á fætur öðrum þakklæti í þeirra garð. Árni Johnsen gekk skrefinu lengra og gerði því skóna að skyn- samlegt gæti verið fyrir Íslendinga að taka upp færeyska krónu, í stað þess að „góna á glimmerinn í Evrópusam- bandinu“. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem þingmaður leggur til að við bregðumst við smæð íslensku krónunnar með því að taka upp minni gjaldmiðil. Að hinu er líka að gá að færeyska krónan er bundin við þá dönsku, sem er aftur á móti beintengd við evru. Glimmerinn er því ekki jafnlangt undan og Árni telur. bergsteinn@frettabladid.isF jölmiðlar eru oft gagnrýndir fyrir að flytja fremur ótíðindi en fréttir af öllu því góða sem gerist í samfé- laginu. Þetta er að mörgu leyti rétt því yfirleitt telst það fréttnæmara sem út af ber en hitt sem gengur sinn vanagang, jafnvel þótt eftirtektarvert sé og til eftir- breytni. Í októbermánuði hafa fréttir af fjármálakreppunni verið fyrir-ferðarmiklar í íslenskum fjölmiðlum. Fjármálakreppan snertir enda líf okkar allra, ekki bara þessar vikur og mánuði heldur, ef að líkum lætur, um alllanga framtíð. Þá er ekki bara átt við framtíð okkar sem nú erum á dögum heldur barna okkar og barnabarna líka. Aðstæður á Íslandi eru að mörgu leyti framandi um þessar mundir. Margar spurningar brenna á fólki og það leitar eftir svörum í fjölmiðlunum, sömuleiðis útskýringum á flóknum og oft á tíðum illskiljanlegum málum. Það sjónarmið hefur heyrst að fjölmiðlar auki á vanlíðan fólks á erfiðum tímum með stanslausum fréttaflutningi af fjármála- kreppunni. Ábyrgð fjölmiðla gagnvart almenningi hlýtur þó að felast í að flytja vandaðar og vel unnar fréttir, góðar og vondar, upplýsandi og skýrandi og einnig skemmtilegar. Á erfiðum tímum eins og nú er enn mikilvægara en ella að ástunda ábyrga fréttastefnu. Vond frétt byggð á veikum grunni er betur ósögð því ef röng reynist getur hún í versta falli valdið miklum skaða. Einnig er mikilvægt að sýna yfirvegun í frétta- flutningi. Ástandið í samfélaginu er nógu slæmt þótt fjölmiðlar dragi ekki upp ýkta mynd og tilfinningaþrungna. Helsti vandi fjölmiðla undanfarnar vikur hefur legið í því að erfiðleikum hefur verið bundið að fá upplýsingar frá ráða- mönnum, þær hafa verið misvísandi og iðulega ekki staðist. Við þetta fá fjölmiðlar ekki ráðið. Hins vegar er það skylda þeirra að draga það fram þegar yfirlýsingar ráðamanna standast ekki. Með því eru þeir að sinna hlutverki sínu. Ábyrgð fjölmiðla á erfiðum tímum liggur ekki í því að vilja hafa vit fyrir fólki í fréttamati sínu. Ábyrgð fjölmiðla liggur í því að miðla traustum, upplýsandi fréttum þar sem leitast er við að skýra út stöðu mála og veita upplýsingar. Það er besta leið fjölmiðla til að draga úr óvissu og vanlíðan almennings á erfiðum tímum. Hlutverk fjölmiðla getur ekki verið að fegra þann veruleika sem við lifum í. Með slíku fréttamati væru þeir að bregðast trúnaði. Hins vegar hefur margt jákvætt og gleðilegt sprottið upp úr þeim sérkennilegu tímum sem nú standa. Fréttir af slík- um hlutum hafa ekki heldur orðið út undan heldur hafa fjöl- miðlarnir verið nokkuð duglegir að miðla þeim. Hlutverk fjölmiðla er að miðla upplýsingum. Fréttamat á óvissutímum STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.