Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 30.10.2008, Síða 6
6 30. október 2008 FIMMTUDAGUR Afmælishátíð Hvolsskóla Í tilefni af 100 ára afmæli Hvolsskóla á Hvols- velli bjóða nemendur, starfsfólk og foreldrar til afmælishátíðar föstudaginn 31. október. 14:00 Hvolsskóli í 100 ár. Sýning á verkum sem unnin voru á þemadögum nemenda. Sýningin er opin til kl. 19 og laugardag frá kl. 13-16. 15:00 Grænfáninn dreginn að húni við Hvolsskóla. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir gott starf á sviði umhverfi s mála í skólum. 16:00 Afmælisveisla í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Fyrrum nemendur Hvolsskóla segja frá uppvexti sínum í skólanum og fl ytja tónlistaratriði. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á afmæliskaffi . Allir fyrrum nemendur og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla Hvolsskóli er handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2008 Auglýsingasími – Mest lesið BANDARÍKIN, AP Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá AP og GFK hefur demókratinn Barack Obama nú ótvírætt forskot á repúblikanann John McCain í sex af átta lykilríkj- um þar sem munurinn á milli þeirra hefur verið hvað minnstur. Þessi sex ríki eru Karólína, Nevada, New Hampshire, Ohio, Pennsylvanía og Virginía. Í hinum tveimur ríkjun- um, Flórída og Norður-Karólínu, eru þeir nokkurn veginn jafnir. Í öllum þessum átta ríkjum treystir fólk Obama betur til að tak- ast á við efnahagsvandann, en aðeins í þremur þeirra treysta íbúar McCain betur fyrir þjóðaröryggi. Obama keypti sér hálftíma útsendingartíma á þremur af stærstu sjónvarpsstöðvum Banda- ríkjanna í gærkvöld, þar sem hann hnykkti á boðskap sínum til þjóðarinnar aðeins fimm dögum fyrir forsetakosningar. Enginn bandarískur forsetafram- bjóðandi hefur keypt sér aðgang að sjónvarpi með þessum hætti frá því auðkýfingurinn Ross Perot bauð sig fram til forseta árið 1992. McCain hefur ekki í hyggju að gera slíkt hið sama. Obama hefur safnað mun meira fé í kosningasjóði sína en McCain en talið er að hver sjón- varpsstöðvanna þriggja hafi fengið eina milljón dala fyrir útsending- una. Síðar um kvöldið kom Obama svo í fyrsta sinn fram með Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á kosninga- fundi í Flórída. - gb Flest lykilríkin í forsetakosningum Bandaríkjanna snúast á sveif með Obama: Treyst betur í efnahagsmálum BARACK OBAMA Fór að dæmi Ross Perots í gær og keypti sér hálftíma útsendingartíma fyrir sjónvarpsávarp. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Tíu ára þróunarstarf sprotafyrirtækisins Hafmyndar gæti verið til einskis unnið fáist ekki fjármagn á næstu dögum til að halda framleiðslu gangandi. Fleiri sprotafyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots vegna fjármála- kreppunnar. Hafmynd hannar og framleiðir sjálfstýrða kafbáta sem meðal annars eru notaðir við umhverfis- rannsóknir, sprengjuleit og olíu- rannsóknir. Í dag eru 14 starfs- menn hjá fyrirtækinu. „Ef við fáum ekki fyrirgreiðslu fyrir mánaðamót er spilið búið,“ segir Júlíus B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar. Hann segir það grátlegt að svo litla fyrirgreiðslu vanti þegar tekjurnar bíði handan við hornið. „Við fáum ekki lán til að fram- leiða upp í gerða samninga,“ segir Júlíus. Hann segir að fyrirtækið þurfi um 50 milljóna króna lán fyrir mánaðamót til að reksturinn geti haldið áfram. Til viðbótar þurfi 150 til 200 milljónir á næsta ári. Þetta sé ekki mikið fé, en eng- inn af íslensku viðskiptabönkun- um treysti sér til að veita lán. Söluáætlun Hafmyndar gerir ráð fyrir að tekjur á næsta ári geti farið yfir einn milljarð króna. Júlí- us bendir á að viðskiptavinir séu afar traust fyrirtæki og stofnanir sem séu fjarri því að draga saman eða á leið í þrot. Á næsta ári verði til dæmis boðnir út allt að 100 sjálfstýrðir kafbátar í Evrópu einni, og aðeins þrjú fyrirtæki um hituna. Júlíus segir skjóta skökku við að sprotafyrirtæki eins og Haf- mynd sé í slíkum erfiðleikum þegar Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra segi að á erfiðum tímum verði að hlúa að sprotafyr- irtækjum og nýsköpun. Svo virð- ist sem orð og efndir fari ekki saman. Júlíus hefur reynt að ná í ráðherra, án árangurs. Nýta mætti Nýsköpunarsjóð til að standa vörð um valin sprotafyr- irtæki, segir Júlíus. Til dæmis mætti heimila honum að lána fyr- irtækjum nægilegt fé til að halda lágmarksframleiðslu í gangi. Áður en fjármálakreppan hófst voru stór erlend fyrirtæki tilbúin að koma að frekari uppbyggingu Hafmyndar, en Júlíus segir þau áform nú úr sögunni. „Nú eru hins vegar nokkur fjár- festingarfélög sem vilja koma hingað á brunaútsölu. Við fengum nýlega tilboð í fyrirtækið, sem er ekki upp í verð á einum báti,“ segir Júlíus. Hann segir að fáist ekki fyrir- greiðsla verði spurningin sú hvort selja eigi fyrirtækið á gjafverði til að þekkingin glatist ekki. Stöðvist framleiðslan líði ekki margar vikur þar til starfsmenn hverfi til annarra starfa, jafnvel erlendis, og þar með sé þekkingin horfin. brjann@frettabladid.is Tíu ára þróunarstarf í þrot fáist ekki lán Sprotafyrirtækið Hafmynd fær ekki fyrirgreiðslu til að halda framleiðslu gang- andi. Söluáætlun gerir ráð fyrir allt að tveggja milljarða króna tekjum á næsta ári. Nýta mætti Nýsköpunarsjóð til að standa vörð um íslensk sprotafyrirtæki. Stjórnvöld verða að styðja við sprotafyrirtæki segja nýsköpunarsérfræðingar: Sprotar í þrot eða úr landi EFNAHAGSMÁL Ef stjórnvöld gera ekki átak í að vernda sprotafyr- irtæki í því efnahagsástandi sem nú ríkir er hætta á að fyrirtæki sem í framtíðinni gætu skilað íslenska þjóðarbúinu miklum tekjum lifi hræringarnar ekki af. Þetta er mat Þorsteins Inga Sigfússonar, forstjóra Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Hann bendir á að sprotafyrirtæki geti mörg hver ekki fjármagnað rekstur nema til skamms tíma, og afar erfitt sé að fá fyrir- greiðslu í bönkum. „Það er öllum ljóst að þarna eru okkar vonir núna, í því að stjórnvöld styrki og styðji við þessi sprotafyrirtæki. Þarna eru möguleikarnir á nýjum störfum, og tekjum af útflutningi,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs Íslands. Nýsköpunarsjóður hefur und- anfarið lánað sprotafyrirtækjum rekstrarfé, auk þess að leggja til hlutafé. Finnbogi segir að fram hafi komið hugmyndir um að sjóðurinn geti lánað sprotafyrir- tækjum áfram, en til þess hafi sjóðurinn ekki fjárhagslegt bol- magn án aukinna fjárframlaga. Þorsteinn segir verulega hættu á því að ungir frumkvöðlar hrökklist úr landi við þessar aðstæður. Hann segir iðnaðar- ráðuneytið nú skoða tillögur um hvernig koma megi til móts við sprotafyrirtækin. Til dæmis mætti fjárfesting í þeim fela í sér sérstaka skattaívilnun, og aðstoða mætti fyrirtækin við að ráða sérfræðinga. Vel á annað hundrað sprotafyr- irtæki eru starfandi hér á landi í dag, samkvæmt vef sprotafyrir- tækja, nyskopun.org. - bj VONARPENINGUR Miklar vonir eru bundnar við sprotafyrirtæki eins og staðan í fjármálalífinu er í dag, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞEKKINGIN GÆTI GLATAST Júlíus B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir að stöðvist framleiðsla fyrirtækisins á sjálfstýrðum kafbátum glatist tíu ára reynsla og þekking, sem geti skilað milljörðum í þjóðarbúið, þegar starfsfólk hverfi til annarra starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Áttir þú von á stýrivaxtahækk- un? Já 37,3% Nei 62,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú með yfirdrátt í banka eða sparisjóði? Segðu skoðun þína á visir.is KAUPMANNAHÖFN, AP Fimmtán manns voru handteknir í Kaup- mannahöfn í fyrrinótt þegar óeirðir brutust út í tengslum við mótmæli gegn niðurrifi húss í Kristjaníu. Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur, sem höfðu komið sér upp götuvígum og grýttu bæði grjóti og eldsprengjum í áttina að lögreglunni. Mótmælin hófust snemma mánudags eftir að lögreglan hafði aðstoðað við að bera út einn íbúa Kristjaníu og einnig við að rífa viðbyggingu, sem hann hafði reist án leyfis við friðað hús í Kristjan- íu. - gb Enn óeirðir í Danmörku: Útburði í Kristj- aníu mótmælt KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.